Fréttir


Fréttir: ágúst 2011

Fyrirsagnalisti

25.8.2011 : Upplýsingar úr borholuskrá komnar á vefsíðu Orkustofnunar

Orkustofnun hefur opnað leitaraðgang á netinu að nokkrum völdum efnisþáttum,  sem teknir hafa verið úr borholuskrá stofnunarinnar. Lesa meira

23.8.2011 : Orkustofnun veitir Verne Holdings ehf. leyfi til að reisa og reka varaaflstöð

Orkustofnun veitti þann 10. ágúst 2011 Verne Holdings ehf. leyfi til að reisa og reka 4 MW varaaflstöð á Vallarheiði í Reykjanesbæ.
Lesa meira

19.8.2011 : Tillaga til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða í opið 12 vikna umsagnar- og samráðsferli

Niðurröðun virkjunarhugmynda í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk, samkvæmt lögum um rammaáætlun, liggur nú fyrir og byggir hún á viðamiklu starfi verkefnisstjórnar og faghópa Rammaáætlunar. Samhliða því hafa verið gerð drög að þingsályktunartillögu sem felur í sér fyrrgreinda flokkun og fer hún nú í opið 12 vikna umsagnar- og samráðsferli meðal þjóðarinnar. Lesa meira

19.8.2011 : Lögfræðingur hjá Orkustofnun

Á Orkustofnun er laus til umsóknar staða lögfræðings.

Lesa meira

16.8.2011 : Orkustofnun veitir leyfi til töku steypuefnis af hafsbotni í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi

Orkustofnun veitti Kubbi ehf. á Ísafirði leyfi til efnistöku af hafsbotni norðan við Hattareyri í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. júní 2011. Leyft er að taka allt að 15.000 rúmmetra af steypuefni á afmörkuðu efnistökusvæði norðan Hattareyrar í Álftafirði. Leyfið gildir frá 16. júní 2011 til 1. júlí 2014. Lesa meira

11.8.2011 : Ný gjaldskrá yfir verð á heitu vatni komin á vef Orkustofnunar

Orkustofnun tekur reglulega saman verð á heitu vatni frá hitaveitum með reglugerð og birtir hér á vef Orkustofnunar.

Lesa meira

10.8.2011 : Orkustofnun veitir Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti

Orkustofnun veitti, þann 29. júní 2011, Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi að meðtöldum Jökulfjörðum. Lesa meira

10.8.2011 : Orkustofnun veitir Fannborg ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita í fjallinu Keis, Árnessýslu

Orkustofnun veitti þann 12. júlí 2011 Fannborg ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita í fjallinu Keis í Kerlingarfjöllum, Árnessýslu, í samræmi við III. kafla laga, nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lesa meira

8.8.2011 : Verkefnisstjóri kynningarmála á Orkustofnun

Orkustofnun auglýsir laust starf verkefnisstjóra kynningarmála

Lesa meira