Fréttir


Fréttir: júní 2011

Fyrirsagnalisti

30.6.2011 : Tveir leiðangrar Norðmanna á Jan Mayen-hrygg

Norska olíustofnunin stendur að tveimur leiðöngrum á Jan Mayen-hryggnum í sumar. Í báðum leiðöngrunum verða gerðar mælingar að hluta til innan íslenskrar lögsögu á Drekasvæðinu í samvinnu við Orkustofnun. Lesa meira

22.6.2011 : Könnun á upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna: Upplýsingatækni jarðhitagagna. Niðurstöður könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna.

Lesa meira

21.6.2011 : Útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetni á Drekasvæði frestað um tvo mánuði.

Ákveðið hefur verið að opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæðinu verði frestað til 3. október n.k. Umsóknarfrestur verður til 2. apríl 2012.

Lesa meira

10.6.2011 : Orkustofnun veitti Orkuveitu Reykjavíkur virkjunarleyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar úr 213  MWe í rafmagni í 303 MWe í rafmagni þann 3. júní 2011.

Orkustofnun veitti Orkuveitu Reykjavíkur leyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar úr 213  MWe í rafmagni í 303 MWe í rafmagni þann 3. júní 2011.

Lesa meira

7.6.2011 : Orkustofnun stóð fyrir kynningarfundi vegna olíuleitarútboðs á Drekasvæði í Stafangri í gær.

Í gær, mánudaginn 6. júní var haldinn í Stavanger kynningarfundur Orkustofnunar, í samvinnu við ráðuneyti fjármála og iðnaðar, vegna fyrirhugaðs útboðs á sérleyfum til rannsókna- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Fundinn sóttu m.a. fulltrúar helstu fyrirtækja á sviði olíuleitar á Norður-Atlantshafi.

Lesa meira

7.6.2011 : Orkustofnun veitir Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011.

Orkustofnun hefur veitt Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011. Með leyfisveitingunni er brotið blað í sögu raforkumála hér á landi þar sem um er að ræða fyrstu leyfisveitingu á grundvelli raforkulaga vegna vindorku.

Lesa meira

3.6.2011 : Fréttatilkynning vegna veitingar rannsóknarleyfis í Grændal

Stjórn Landverndar hefur birt opinberlega yfirlýsingu sína þar sem fram kemur að stjórnin harmar þá ákvörðun Orkustofnunar að veita leyfi til rannsókna á jarðhita í Grændal í Ölfussi.

Lesa meira