Fréttir


Fréttir: maí 2011

Fyrirsagnalisti

31.5.2011 : Fyrirlestrar jarðhitaskólanema fara fram 1. júní

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um stöðu jarðhitamála í heimalöndum þeirra verða haldnir á morgun miðvikudaginn 1. júní í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Lesa meira

27.5.2011 : Kynningarfundur vegna olíuútboðs á Drekasvæði verður í Stafangri 6. júní n.k.. Dagskrá komin á vefinn.

Dagskrá fyrir kynningu á útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetnum á Drekasvæðinu hefur verið sett inn á enska vef Orkustofnunar.

Lesa meira

16.5.2011 : Orkustofnun veitir Skagafjarðarveitum ehf. leyfi til nýtingar á jarðhita í Langhúsum í Fljótum

Orkustofnun veitti, þann 16. maí 2011, Skagafjarðarveitum ehf. leyfi til nýtingar á jarðhita í Langhúsum í Fljótum. Lesa meira

11.5.2011 : Örnefni umhverfis Ísland í Landgrunnsvefsjá

Orkustofnun hefur birt örnefni á hafsvæðum og hafsbotni umhverfis Ísland, ásamt nýjum örnefnum á Drekasvæðinu og við Ægisdjúp í Landgrunnsvefsjá. Örnefnin byggja á skýrslum eftir Hauk Jóhannesson sem unnar voru á ÍSOR fyrir Orkustofnun. Annars vegar er um að ræða þekju þar sem örnefnin eru sýnd eins og á hefðbundnu korti og hins vegar punktaþekju með nánari upplýsingum um örnefnin.

Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun prófar i-MIEV rafmagnsbílinn

Orkustofnun hefur nú fengið afhentan fjögurra manna i-MIEV rafbíl til reynsluaksturs út árið 2011. Erlend fyrirtæki sjá tækifæri í samstarfi við íslenska aðila vegna reynslu þeirra á þessu sviði og vegna þess að hér á landi eru endurnýjanlegar auðlindir nýttar við framleiðslu á raforku. Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun veitir sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatnivið Ingólfsfjall í Ölfusi

Orkustofnun veitti, þann 20. apríl 2011, sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatni við Ingólfsfjall í Ölfusi.

Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun veitir Sunnlenskri orku ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni,yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi

Orkustofnun veitti í dag, þann 10. maí 2011, Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi.

Lesa meira