Fréttir


Fréttir: 2011

Fyrirsagnalisti

21.12.2011 : Jólaerindi Orkumálastjóra

Orkumalastjori-jola

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, flutti í dag hið árlega jólaerindi í Orkugarði. Áhrif stjórnarskrárbreytinga á nýtingu auðlinda og aðferðir til að skila auðlindarentu aftur til þjóðarinnar voru  meðal þess sem Guðni fjallaði um í erindi sínu.

Lesa meira

21.12.2011 : Eldri gagnavefsjá lokað


gagnavefsja_skjamynd

Orkustofnun hefur lokað eldri Gagnavefsjá á vefsíðu stofnunarinnar en stofnunin hefur unnið að uppbyggingu Orkuvefsjár og Landgrunnsvefsjár frá árinu 2009.

Lesa meira

16.12.2011 : Fyrsta skip íslenska flotans sem gengur fyrir innlendum orkugjafa

Bjorgulfur

Við styrkveitingar Orkusjóðs á undanförnum árum, hefur sérstök áhersla verið lögð á verkefni sem beinast að framleiðslu á vistvænu innlendu eldsneyti. Nokkur þessara verkefna hafa verið unnin af aðilum við Eyjafjörð.

Lesa meira

13.12.2011 : Orkumál - Raforka gefin út í dag

Orkumál - RAFORKA voru gefin út í dag. Ritið byggir á tölulegum upplýsingum frá árinu 2010 en þar er meðal annars fjallað um raforkuvinnslu og þróun hennar, raforkunotkun, verðlag á rafmagni, gæði raforku og afhendingaröryggi, dreifiveitur, flutningskerfi og síðast en ekki síst vindmyllur.

Lesa meira

12.12.2011 : Styrkir til bættrar einangrunar

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess

Lesa meira

9.12.2011 : Fjörugar umræður um áhrif olíuleitar á íslenskt atvinnulíf

Þórarinn - fyrirlestur dokkan 2011
Fyrirlestur um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu var haldinn á vegum Dokkunnar í Orkugarði í gær.
Meðal þess sem fjallað var um á fundinum var yfirlit rannsókna, útboð sérleyfa til rannsókna og nýlegar rannsóknir sem styrkja kenningar um líkur á því að olíu eða gas sé að finna á svæðinu. Fjörugar umræður um áhrif á íslenskt atvinnulíf og umhverfi fóru fram á fundinum. Lesa meira

7.12.2011 : Orkustofnun veitir leyfi til nýtingar á heitu vatni í Laugamýri í landi Borðeyrarbæjar

Orkustofnun veitti, þann 2. desember 2011, Hitaveitu Bæjarhrepps leyfi til nýtingar á heitu vatni í Laugamýri í landi Borðeyrarbæjar.

Lesa meira

6.12.2011 : Fyrirlestur um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu á vegum Dokkunnar

Fyrirlesturinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, fimmtudaginn 8. desember kl. 8:30-10:00

Lesa meira

6.12.2011 : Ný gjaldskrá yfir verð á heitu vatni

Orkustofnun tekur reglulega saman verð á heitu vatni frá hitaveitum með reglugerð og birtir hér á vef Orkustofnunar.


Lesa meira

6.12.2011 : Orkustofnun veitir RARIK ohf. leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Fjallabyggðar í Skarðdal í Siglufirði

Orkustofnun veitti, þann 20. október 2011, RARIK ohf., leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Fjallabyggðar í Skarðdal í Siglufirði.

Lesa meira

6.12.2011 : Orkustofnun veitir SSB ehf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Svartár í Bárðardal

Orkustofnun veitti, þann 8. nóvember 2011, SSB ehf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Svartár í Bárðardal í samræmi við III. kafla laga, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.

Lesa meira

5.12.2011 : Vindmyllan í Belgsholti brotnar

Mikið tjón átti sér stað hjá Haraldi bónda í Belgsholti þegar túrbína vindmyllunnar brotnaði.

Lesa meira

23.11.2011 : Íslenska sendiráðið í London hélt jarðfræði ráðstefnu nú á dögunum

Ráðstefnan var haldin í London þann 17. nóvember síðastliðinn. Íslenskir og breskir sérfræðingar fluttu erindi á ráðstefnunni.

Lesa meira

22.11.2011 : Nýjar rannsóknir styrkja kenningar um að olía eða gas gæti fundist á Jan Mayen hrygg

Norska Olíustofnunin og Háskólinn í Bergen hafa tekið jarðfræðisýni úr bröttum hlíðum á Jan Mayen hrygg. Greiningar á sýnunum benda til þess að gömul setlög sé að finna á svæðinu en elsta sýnið er 260 milljón ára gamalt. 

Lesa meira

18.11.2011 : Orkutölur á vef Orkustofnunar

Orkustofnun hefur bætt við undirvef um orkutölur þar sem hægt er að finna ýmislegt talnaefni,  til að mynda um frumorkunotkun, raforkuvinnslu, jarðhitanotkun og gaslosun.

Lesa meira

4.11.2011 : Utanríkisráðherra undirritar samning við Háskóla Sameinuðu þjóðanna um starfsemi Jarðhitaskólans

 

undirritun1

Össur Skarphéðinsson, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Dr. Konrad Osterwalder, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu í gær undir framlengingu á samningi um Jarðhitaskóla HSÞ til ársins 2014.

 

 

Lesa meira

3.11.2011 : Tillögur um orkustefnu fyrir Ísland voru afhentar iðnaðarráðherra í dag

Stýrihópur um orkustefnu afhenti iðnaðarráðherra í dag tillögur um orkustefnu fyrir Ísland. Kjarninn í stefnunni er „Að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta“. Er hér vísað í hinar þrjár stoðir sjálfbærni, það er  verndun umhverfis, samfélagslega sátt, og hagræna sjálfbærni til lengri tíma litið.

Lesa meira

1.11.2011 : Orkustofnun opnar upplýsingavef um smáskjálfta vegna niðurdælingar

Í dag þann, 1. nóvember, hefur Orkustofnun að beiðni iðnaðarráðherra opnað vefsíðu sem miðar að því að veita upplýsingar um smáskjálfta við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Á síðunni er hægt að finna ýmsan fróðleik um Hellisheiðarvirkjun og þar er einnig að finna svör við ýmsum spurningum er tengjast smáskjálftum og niðurdælingu.

Lesa meira

19.10.2011 : Ekki manngerðir skjálftar þó tímasetning sé af völdum manna

Orkustofnun ítrekar að stærstu jarðskjálftarnir sem fundist hafa í byggð í kjölfar niðurdælingar á affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun eru ekki manngerðir jarðskjálftar, ekkert frekar en að snjóflóð myndi teljast manngert þótt skíðamaður kæmi því af stað. Lesa meira

16.10.2011 : Niðurdæling affalsvatns við Hellisheiðarvirkjun eykur ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar geti myndast á svæðinu

Niðurstaða Orkustofnunar eftir úttekt er að sérfræðingar á þessu sviði geta sagt með nokkru öryggi að niðurdæling auki ekki líkur á því að stærri jarðskjálftar en þeir sem verða án niðurdælingar geti myndast á svæðinu. Hins vegar gætu staðbundnar tilfærslur á spennum haft áhrif í þá átt að flýta stærri skjálftum sem eru í aðsigi.

Lesa meira

13.10.2011 : Orkustofnun hefur umsjón með úttekt á smáskjálftavirkni

Orkustofnun hefur að beiðni iðnaðarráðherra hafið úttekt á smáskjálftavirkni tengdri niðurdælingu á Hengilssvæðinu ásamt sérfræðingum frá Íslenskum Orkurannsóknum, Veðurstofu Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lesa meira

5.10.2011 : Orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum fimmtudaginn 29. september

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri tók á móti Swedish Concrete Award, heiðursverðlaunum frá sænsku steinsteypusamtökunum á Grand Hotel í Stokkhólmi, fimmtudaginn 29. september

Lesa meira

3.10.2011 : Annað útboð á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu hefst í dag

Í dag, þann 3.október, hefst annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Útboðið verður opið til og með 2. apríl 2012. Lesa meira

23.9.2011 : Sérfræðingur við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Orkustofnun óskar að ráða sérfræðing við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

15.9.2011 : Orkustofnun veitir HS Orku hf. virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar

Orkustofnun veitti þann 15. september 2011 HS Orku hf. leyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar úr 100 MWe í rafmagni í 160 - 180 MWe í rafmagni samkvæmt nánari skilyrðum í leyfinu.

Lesa meira

12.9.2011 : Málstofa á vegum Viðskiptafræðideildar: Olíuleit á Drekasvæðinu

Staður og stund:
Háskólatorg HT-101
Þriðjudaginn 13. sept. kl. 12-13

Lesa meira

9.9.2011 : Orkustofnun veitir TGS-NOPEC leyfi til leitar að kolvetni

Orkustofnun veitti í dag norska félaginu TGS-NOPEC Geophysical Company ASA leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæði.

Lesa meira

9.9.2011 : Breytingar á löggjöf varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar voru samþykktar á yfirstandandi þingi

Eins og áður hefur komið opinberlega fram var í sumar ákveðið að fresta opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæðinu til 3. október n.k. Ástæða þessara breytinga á dagsetningum var að ekki náðist að ljúka við lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar á vorþingi fyrir sumarhlé Alþingis, en um nauðsynlegar lagabreytingar er að ræða til að útboðið geti hafist.

Lesa meira

9.9.2011 : Umsókn til Orkustofnunar um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti í sandi á hafsbotni

Þann 5. september sl. barst Orkustofnun umsókn, þar sem á grundvelli laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, er sótt um leyfi til leitar og rannsókna á magnetíti í sandi á afmörkuðum svæðum á hafsbotni utan netlaga. Lesa meira

25.8.2011 : Upplýsingar úr borholuskrá komnar á vefsíðu Orkustofnunar

Orkustofnun hefur opnað leitaraðgang á netinu að nokkrum völdum efnisþáttum,  sem teknir hafa verið úr borholuskrá stofnunarinnar. Lesa meira

23.8.2011 : Orkustofnun veitir Verne Holdings ehf. leyfi til að reisa og reka varaaflstöð

Orkustofnun veitti þann 10. ágúst 2011 Verne Holdings ehf. leyfi til að reisa og reka 4 MW varaaflstöð á Vallarheiði í Reykjanesbæ.
Lesa meira

19.8.2011 : Tillaga til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða í opið 12 vikna umsagnar- og samráðsferli

Niðurröðun virkjunarhugmynda í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk, samkvæmt lögum um rammaáætlun, liggur nú fyrir og byggir hún á viðamiklu starfi verkefnisstjórnar og faghópa Rammaáætlunar. Samhliða því hafa verið gerð drög að þingsályktunartillögu sem felur í sér fyrrgreinda flokkun og fer hún nú í opið 12 vikna umsagnar- og samráðsferli meðal þjóðarinnar. Lesa meira

19.8.2011 : Lögfræðingur hjá Orkustofnun

Á Orkustofnun er laus til umsóknar staða lögfræðings.

Lesa meira

16.8.2011 : Orkustofnun veitir leyfi til töku steypuefnis af hafsbotni í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi

Orkustofnun veitti Kubbi ehf. á Ísafirði leyfi til efnistöku af hafsbotni norðan við Hattareyri í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi þann 16. júní 2011. Leyft er að taka allt að 15.000 rúmmetra af steypuefni á afmörkuðu efnistökusvæði norðan Hattareyrar í Álftafirði. Leyfið gildir frá 16. júní 2011 til 1. júlí 2014. Lesa meira

11.8.2011 : Ný gjaldskrá yfir verð á heitu vatni komin á vef Orkustofnunar

Orkustofnun tekur reglulega saman verð á heitu vatni frá hitaveitum með reglugerð og birtir hér á vef Orkustofnunar.

Lesa meira

10.8.2011 : Orkustofnun veitir Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti

Orkustofnun veitti, þann 29. júní 2011, Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi að meðtöldum Jökulfjörðum. Lesa meira

10.8.2011 : Orkustofnun veitir Fannborg ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita í fjallinu Keis, Árnessýslu

Orkustofnun veitti þann 12. júlí 2011 Fannborg ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita í fjallinu Keis í Kerlingarfjöllum, Árnessýslu, í samræmi við III. kafla laga, nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lesa meira

8.8.2011 : Verkefnisstjóri kynningarmála á Orkustofnun

Orkustofnun auglýsir laust starf verkefnisstjóra kynningarmála

Lesa meira

8.7.2011 : Ný gjaldskrá yfir verð á heitu vatni komin á vef Orkustofnunar

Orkustofnun tekur reglulega saman verð á heitu vatni frá hitaveitum með reglugerð og birtir hér á vef Orkustofnunar. Lesa meira

8.7.2011 : Skýrsla um 2. áfanga rammaáætlunar afhent ráðherrum.

Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlun afhenti á miðvikudag þeim Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra skýrslu um 2. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Lesa meira

6.7.2011 : Nefnd um ákvörðun á eðlilegri arðsemi fyrirtækja (WACC) sem flytja og dreifa raforku

Orkumálastjóri skipar þriggja manna sérfræðinefnd til að leggja mat á hver eðlileg arðsemi flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna sé út frá ákveðnum viðmiðum sem tilgreind eru í raforkulögum.

Lesa meira

30.6.2011 : Tveir leiðangrar Norðmanna á Jan Mayen-hrygg

Norska olíustofnunin stendur að tveimur leiðöngrum á Jan Mayen-hryggnum í sumar. Í báðum leiðöngrunum verða gerðar mælingar að hluta til innan íslenskrar lögsögu á Drekasvæðinu í samvinnu við Orkustofnun. Lesa meira

22.6.2011 : Könnun á upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna: Upplýsingatækni jarðhitagagna. Niðurstöður könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna.

Lesa meira

21.6.2011 : Útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetni á Drekasvæði frestað um tvo mánuði.

Ákveðið hefur verið að opnun á útboði sérleyfa á Drekasvæðinu verði frestað til 3. október n.k. Umsóknarfrestur verður til 2. apríl 2012.

Lesa meira

10.6.2011 : Orkustofnun veitti Orkuveitu Reykjavíkur virkjunarleyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar úr 213  MWe í rafmagni í 303 MWe í rafmagni þann 3. júní 2011.

Orkustofnun veitti Orkuveitu Reykjavíkur leyfi vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar úr 213  MWe í rafmagni í 303 MWe í rafmagni þann 3. júní 2011.

Lesa meira

7.6.2011 : Orkustofnun stóð fyrir kynningarfundi vegna olíuleitarútboðs á Drekasvæði í Stafangri í gær.

Í gær, mánudaginn 6. júní var haldinn í Stavanger kynningarfundur Orkustofnunar, í samvinnu við ráðuneyti fjármála og iðnaðar, vegna fyrirhugaðs útboðs á sérleyfum til rannsókna- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Fundinn sóttu m.a. fulltrúar helstu fyrirtækja á sviði olíuleitar á Norður-Atlantshafi.

Lesa meira

7.6.2011 : Orkustofnun veitir Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011.

Orkustofnun hefur veitt Belgsholti ehf. leyfi til að reisa og reka allt að 30 kW vindrafstöð í Belgsholti þann 3. júní 2011. Með leyfisveitingunni er brotið blað í sögu raforkumála hér á landi þar sem um er að ræða fyrstu leyfisveitingu á grundvelli raforkulaga vegna vindorku.

Lesa meira

3.6.2011 : Fréttatilkynning vegna veitingar rannsóknarleyfis í Grændal

Stjórn Landverndar hefur birt opinberlega yfirlýsingu sína þar sem fram kemur að stjórnin harmar þá ákvörðun Orkustofnunar að veita leyfi til rannsókna á jarðhita í Grændal í Ölfussi.

Lesa meira

31.5.2011 : Fyrirlestrar jarðhitaskólanema fara fram 1. júní

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um stöðu jarðhitamála í heimalöndum þeirra verða haldnir á morgun miðvikudaginn 1. júní í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Lesa meira

27.5.2011 : Kynningarfundur vegna olíuútboðs á Drekasvæði verður í Stafangri 6. júní n.k.. Dagskrá komin á vefinn.

Dagskrá fyrir kynningu á útboði sérleyfa til rannsóknar og vinnslu á kolvetnum á Drekasvæðinu hefur verið sett inn á enska vef Orkustofnunar.

Lesa meira

16.5.2011 : Orkustofnun veitir Skagafjarðarveitum ehf. leyfi til nýtingar á jarðhita í Langhúsum í Fljótum

Orkustofnun veitti, þann 16. maí 2011, Skagafjarðarveitum ehf. leyfi til nýtingar á jarðhita í Langhúsum í Fljótum. Lesa meira

11.5.2011 : Örnefni umhverfis Ísland í Landgrunnsvefsjá

Orkustofnun hefur birt örnefni á hafsvæðum og hafsbotni umhverfis Ísland, ásamt nýjum örnefnum á Drekasvæðinu og við Ægisdjúp í Landgrunnsvefsjá. Örnefnin byggja á skýrslum eftir Hauk Jóhannesson sem unnar voru á ÍSOR fyrir Orkustofnun. Annars vegar er um að ræða þekju þar sem örnefnin eru sýnd eins og á hefðbundnu korti og hins vegar punktaþekju með nánari upplýsingum um örnefnin.

Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun prófar i-MIEV rafmagnsbílinn

Orkustofnun hefur nú fengið afhentan fjögurra manna i-MIEV rafbíl til reynsluaksturs út árið 2011. Erlend fyrirtæki sjá tækifæri í samstarfi við íslenska aðila vegna reynslu þeirra á þessu sviði og vegna þess að hér á landi eru endurnýjanlegar auðlindir nýttar við framleiðslu á raforku. Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun veitir sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatnivið Ingólfsfjall í Ölfusi

Orkustofnun veitti, þann 20. apríl 2011, sveitarfélaginu Árborg leyfi til nýtingar á allt að 60 l/s af grunnvatni við Ingólfsfjall í Ölfusi.

Lesa meira

11.5.2011 : Orkustofnun veitir Sunnlenskri orku ehf. leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni,yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi

Orkustofnun veitti í dag, þann 10. maí 2011, Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi.

Lesa meira

18.4.2011 : Álitsgerð faghóps um sjálfbæra nýtingu jarðhita komin út.

Faghópur um sjálfbæra nýtingu jarðhita hefur nú skilað til verkefnisstjórnar rammáætlunar álitsgerð sinni.

Lesa meira

15.4.2011 : Raforkunotkun ársins 2010

Raforkuhópur Orkuspárnefndar kynnir yfirlit yfir raforkunotkun ársins 2010.
Lesa meira

12.4.2011 : Sögulegt yfirlit gaslosunar frá jarðvarmavirkjunum

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna Gaslosun jarðvarmavirkjana á Íslandi 1970-2009. Höfundar skýrslunnar eru Ívar Baldvinsson, Þóra H. Þórisdóttir og Jónas Ketilsson. Nálgast má skýrsluna í heild sinni hér á vef Orkustofnunar.

Lesa meira

11.4.2011 : Kynningarfundir um orkusparnað á Vesturlandi

Á undanförnum dögum hafa starfsmenn Orkustofnunar og Orkuseturs verið á ferð um Vesturland og kynnt notendum með rafhitun ýmis úrræði til orkusparnaðar ásamt almennri kynningu á raforkumálum. Lesa meira

5.4.2011 : GEORG kynnir - Frá gufu til gjaldeyris

GEORG –Rannsóknaklasi í jarðhita, kynnir fjórðu málstofu af sex í málstofuröðina: FRÁ GUFU TIL GJALDEYRIS

Lesa meira

30.3.2011 : Ársfundur Orkustofnunar 31. mars

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 14:00 - 16:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9.

Lesa meira

28.3.2011 : Sæstrengur, vindorka og áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana 

Fimmtudaginn 31. mars stendur Landsvirkjun fyrir opnum fundi um áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana.

Lesa meira

23.3.2011 : Flugsegulmælingar á Drekasvæði

Norska jarðfræðistofnunin (NGU) mun standa að flugsegulmælingum austur af landinu, á Drekasvæðinu, en einnig innan norskrar lögsögu í haust. Auk NGU standa Orkustofnun og norska Olíustofnunin að þessum mælingum. Lesa meira

15.3.2011 : Ársfundur Orkustofnunar 31. mars

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 14:00 - 16:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9.

Lesa meira

9.3.2011 : Orkuöryggi á Vestfjörðum – áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróun- skýrsla ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði í nóvember 2009.

Orkuöryggi á Vestfjörðum er lakara en í öðrum landshlutum og fylgir því tilheyrandi samfélagskostnaður. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra skipaði ráðgjafahóp í nóvember 2009 og var hlutverk hans m.a. að kortleggja núverandi stöðu, meta áhrif raforkuöryggis á möguleika til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og gera tillögur um aðgerðir til að bæta raforkuöryggið.

Lesa meira

10.2.2011 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2011

Umsóknareyðublöð má nálgast má nálgast rafrænt á vef Orkustofnunar en einnig á skrifstofu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 1. mars, 2011.

Lesa meira

1.2.2011 : Aukin sjálfbærni í orkumálum Vestmannaeyja - meistarafyrirlestur frá Iðnaðarverkfræði

Aukin sjálfbærni í orkumálum Vestmannaeyja: Hönnun orkustefnu, tæknileg greining og hagkvæmnismat

Lesa meira

31.1.2011 : Íslendingar í öðru sæti í alþjóðlegri olíuleitarkeppni

Lið Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu lenti í öðru sæti í alþjóðlegri olíuleitarkeppni sem fram fór í London um helgina.

Lesa meira

20.1.2011 : Húsnotkun jarðhita

Jarðhitanotkun til húshitunar og annarra húsnota jókst mikið fram eftir allri síðustu öld.

Stærstur hluti notkunarinnar fer til upphitunar húsnæðis, en einnig fer nokkur hluti í not á borð við matseld, böð og þvotta.  Yfir tímabilið 1970-2008 jókst notkunin úr 5,0 PJ í 18,8 PJ.

Lesa meira

13.1.2011 : Heildstæð Orkustefna fyrir Ísland tilbúin til umsagnar

Opið umsagnarferli hafið - kallað eftir athugasemdum og umsögnum allra sem láta sig málið varða

Lesa meira

12.1.2011 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2011

Umsóknareyðublöð má nálgast má nálgast rafrænt á vef Orkustofnunar en einnig á skrifstofu sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 1. mars, 2011.

Lesa meira

11.1.2011 : Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í landi Norðurþings, Þeistareykja og Reykjahlíðar í Gjástykki

Orkustofnun veitti í gær, þann 10. janúar 2011, Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í landi Norðurþings, Þeistareykja og Reykjahlíðar í Gjástykki.

Lesa meira

10.1.2011 : Raforkuspá 2010-2050

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur gefið út nýja raforkuspá sem nær allt til ársins 2050.

Lesa meira

10.1.2011 : Orkustofnun veitir Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti

Orkustofnun veitti í dag, þann 10. janúar 2011, Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum við Hágöngur á Holtamannaafrétti.

Lesa meira

10.1.2011 : Orkuflæði jarðhita

Orkuflæði jarðhita á Íslandi hefur verið metið fyrir árið 2008 og er sett fram á flæðimynd í nýútkominni skýrslu Orkustofnunar um jarðhitanotkun til raforkuvinnslu og beinna nota til ársins 2009.  Höfundar eru Ingimar Guðni Haraldsson og Jónas Ketilsson.  Í skýrslunni er gerð grein fyrir jarðhitanotkun til raforkuvinnslu og beinna nota frá 1990 til 2009.

Lesa meira

7.1.2011 : Yfirlýsing frá iðnaðarráðherra 6. janúar 2011

Í tilefni af umfjöllun Kastljóss um gjaldskrármál Landsnets boðaði iðnaðarráðuneytið orkumálastjóra, forstjóra og stjórnarformann Landsnets til fundar í morgun (gær) til að fá upplýsingar um stöðu mála varðandi samskipti Orkustofnunar og Landsnets í tengslum við uppgjör stofnunarinnar á tekjumörkum Landsnets.

Lesa meira

6.1.2011 : Kynning á nýrri raforkuspá

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur gefið út nýja raforkuspá sem nær allt til ársins 2050.

Lesa meira

5.1.2011 : Orkustofnun veitir Selfossveitum bs. leyfi til rannsókna á vatnasviði Ölfusár við Selfoss sem og á afmörkuðum svæðum á landi.

Þann 20. desember 2010, veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna á vatnasviði Ölfusár við Selfoss sem og á afmörkuðum svæðum á landi.
Lesa meira

4.1.2011 : Jarðhitanotkun til raforkuvinnslu og beinna nota til ársins 2009

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna “Jarðhitanotkun til raforkuvinnslu og beinna nota til ársins 2009”.

Lesa meira