Fréttir


Fréttir: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

30.11.2010 : Orkustofnun veitti Orkubúi Vestfjarða leyfi til stækkunar á Mjólkárvirkjun í Arnarfirði úr 10 MW í 12,05 MW þann 1. nóvember 2010.

Framkvæmdir á grundvelli leyfisins, auðkenndar sem Mjólká II og III, skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 31. desember 2011.

Lesa meira

30.11.2010 : Orkusjóður auglýsir styrki til jarðhitaleitar á köldum svæðum 2010

Megintilgangur jarðhitaleitar er að stuðla að enn frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar í landinu með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði og auka aðgengi að þeim gæðum og möguleikum sem nýting jarðhita hefur í för með sér.

Lesa meira

25.11.2010 : Meðalafköst háhitaholna

Árið 2008 voru 102 borholur í rekstri á íslenskum virkjanasvæðum og nam meðalmassaframlag hverrar holu 0,78 milljón tonn og meðalfrumorkuframlag 1,19 PJ.

Lesa meira

24.11.2010 : Mikil aukning jarðvarmanotkunar á síðustu árum og bætt nýtingarhlutfall til raforkuvinnslu

Jarðvarmanotkun hefur aukist mikið á síðustu árum með tilkomu nýrra jarðvarmavirkjana, en jafnframt hefur nýtingarhlutfall frumorku til raforkuvinnslu aukist talsvert.

Lesa meira

23.11.2010 : Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009.

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna “Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009”. Lesa meira

23.11.2010 : Málþing um eignarhald og áhættutöku orkufyrirtækja

Stýrihópur um heildstæða orkustefnu stendur fyrir málþingi um eignarhald orkufyrirtækja og áhættutöku sem tengist rekstri þeirra.

Lesa meira

17.11.2010 : Orkutölur 2010 komnar á vefinn

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út bæklinginn Orkutölur. Bæklingurinn sýnir talnaefni um ýmsa orkuþætti á Íslandi í mynda- og töfluformi.
Lesa meira

12.11.2010 : Teikningaskrá 1938-1998 á vefsíðu Orkustofnunar

Í teikningasafni Orkustofnunar 1938-1998 eru um 37500 teikningar og hefur skrá yfir safnkostinn hingað til aðeins verið aðgengileg í Oracle gagnagrunni innan stofnunarinnar. Nú hafa nokkrir efnisþættir úr skránni verið birtir á vefsíðu OS og er hægt að leita að upplýsingum eftir nokkrum leiðum.

Lesa meira

3.11.2010 : Ráðstefna um orkunýtni í byggingum

Iðnaðarráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um orkunýtni í byggingum í samstarfi við Orkustofnun, Orkusetur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Neytendastofu og Samtök iðnaðarins.

Lesa meira