Fréttir


Fréttir: janúar 2010

Fyrirsagnalisti

22.1.2010 : Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna vegna sjávarfallavikjunar í Hvammsfirði í Breiðafirði

Orkustofnun veitti Sjávarorku ehf. rannsóknarleyfi vegna sjávarfallavirkjunar í Hvammsfirði í Breiðafirði þann 15. janúar 2010. Rannsóknarleyfið er veitt til 6 ára og gildir til 31. desember 2016.

Lesa meira

22.1.2010 : Raforkunotkun ársins 2009

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2009. Lesa meira

18.1.2010 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2010

Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur er til 1. mars.

Lesa meira

18.1.2010 : Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna auglýsir eftir jarðhitafræðingi.

Orkustofnun óskar eftir að ráða jarðhitafræðing við Jarðhitaskóla Háksóla Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

15.1.2010 :

Lið úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellsýslu vinnur landsmót í olíuleit fyrir framhaldsskólanema

13. og 14. janúar sl. stóð færeyska fyrirtækið Simprentis fyrir landsmóti framhaldskólanema í olíuleitarherminum OilSim. 43 nemendur frá Framhaldsskólanum í Austurskaftafellssýslu og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum tóku þátt og var Orkustofnun styrktaraðili mótsins.

Lesa meira

11.1.2010 : Öndvegisrannsóknarstyrkir á Norðurlöndum - Kynningarfundur á Grand Hótel 13.jan kl.14:00 -15:30

Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir opnum kynningarfundi um Öndvegisrannsóknaráætlun Norðurlanda(Toppforskningsinitiativet) á sviði loftslags-, orku- og umhverfismála. Áætlunin er stærsta samnorræna átakið á þessu sviði nokkru sinni og eru umsóknarfrestir í febrúar og mars.

Lesa meira

6.1.2010 : Vinnslugeta þekktra háhitasvæða líklega um 4300 MW af raforku

Orkustofnun hefur lagt mat á vinnslugetu þekktra háhitasvæða til raforkuframleiðslu. Samkvæmt hinu nýja mati Orkustofnunar eru líkur á að hægt sé að vinna um 4300 MW af rafafli úr þekktum háhitasvæðum á Íslandi í 50 ár. Það samsvarar um það bil 35 TWh á ári. Til samanburðar nam raforkuvinnsla frá jarðvarmavirkjunum árið 2008 um 4 TWh af raforku.
Lesa meira