Fréttir


Fréttir: ágúst 2009

Fyrirsagnalisti

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Björgun leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell í Hvalfirði fyrir tímabilið 2009-2019

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 29. júlí 2009. Um var að ræða um 28 hektara efnistökusvæði allnokkru austnorðaustan við Brekkuboða, um 59 hektara efnistökusvæði vestan og suðvestan við Laufagrunn og um 122 hektara efnistökusvæði út af Kiðafelli í Kjós, samtals um 209 hektarar. Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti franska fyrirtækinu Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi þann 4. ágúst 2009.
Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði og Hrútafirði í Húnaflóa fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti franska fyrirtækinu Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði og Hrútafirði í Húnaflóa þann 6. ágúst 2009.

Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Björgun og Íslenska kalkþörungafélaginu leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði, Hrútafirði og Steingrímsfirði í Húnaflóa fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti Björgun ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði, Hrútafirði og Steingrímsfirði í Húnaflóa þann 17. ágúst 2009.
Lesa meira

6.8.2009 : Raforkuspá 2009 - 2030 komin út

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2009 – 2030. Hún unnin er á vegum Orkupárnefndar og er endurreikningur á spá frá árinu 2005 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Spáin er byggð á forsendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðsla og framleiðsla einstakra atvinnugreina.
Lesa meira