Fréttir


Fréttir: júlí 2009

Fyrirsagnalisti

20.7.2009 : Aker Exploration AS dregur umsókn sína til baka

Orkustofnun barst í dag þ. 20. júlí 2009 bréf frá Aker Exploration AS.
Í bréfinu segir að vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu hafi Aker Exploration AS ákveðið að draga til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna samkvæmt 1. útboði á Drekasvæðinu. Lesa meira

9.7.2009 : Orkustofnun framlengir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell til 1. ágúst 2009

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 16. mars 2009. Um var að ræða efnistökusvæði allnokkru austnorðaustan við Brekkuboða, vestan og suðvestan við Laufagrunn og út af Kiðafelli í Kjós.

Lesa meira

2.7.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum við Syðra-Hraun í sunnanverðum Faxaflóa; í Fláskarðskrika, við Sandhala og Ólastað

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum við Syðra-Hraun í sunnanverðum Faxaflóa þann 29. júní 2009. Um er að ræða efnistökusvæði í Fláskarðskrika, sunnan Syðra-Hrauns, efnistökusvæði við Sandhala, austan og suðaustan Syðra-Hrauns og efnistökusvæði á Ólastað, austan Syðra-Hrauns.

Lesa meira

2.7.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á fimm svæðum í Kollafirði; á Viðeyjarflaki, við Lundey, Þerney, Álfsnes og Saltvík

Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á fimm svæðum í Kollafirði; á Viðeyjarflaki, við Lundey, Þerney, Álfsnes og Saltvík.

Lesa meira