Fréttir


Fréttir: 2009

Fyrirsagnalisti

30.12.2009 : Nýr samanburður á gjaldskrám dreifiveitna fyrir dreifingu raforku er komin á vefinn

Samanburðurinn sýnir bæði einingarverð og heildarverð fyrir mismunandi magn orku.

Lesa meira

30.12.2009 : Orkutölur 2009 komnar á vefinn

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út bæklinginn Orkutölur. Bæklingurinn sýnir talnaefni um ýmsa orkuþætti á Íslandi í mynda- og töfluformi.
Lesa meira

30.12.2009 : Orkunýtnishvatinn 2010

Þýska orkustofnunin, í samvinnu við Deutsche Messe og DZ Bank, hefur síðan 2007 heiðrað fyrirtæki sem hafa sýnt framúrskarandi árangur á sviði orkunýtni. Lesa meira

29.12.2009 : Jólaerindi orkumálastjóra

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, flutti árlegt jólaerindi sitt þann 16. desember sl.
Lesa meira

10.12.2009 : Orkusetur veitir Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenningu fyrir vefinn „Orkan mín“

Í dag veitti Orkusetrið Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenningu fyrir vefinn „Orkan mín“ sem framúrskarandi lausn fyrir viðskiptavini.

Lesa meira

4.11.2009 : Orkustofnun veitir rannsóknarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit

Orkustofnun veitti Þeistareykjum ehf. rannsóknarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit þann 30. október 2009. Rannsóknarleyfið er veitt til fjögurra ára og gildir til 31. desember 2013.
Lesa meira

4.11.2009 : Styrkir vegna umhverfisvænnar orkuöflunar

Fyrsti samningur um greiðslu styrkja, vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun, var undirritað í húsakynnum Orkustofnunar á Akureyri í gær.

Lesa meira

23.10.2009 : Erindi opins fundar um sjálfbæra nýtingu jarðhitans

Sjálfbær nýting jarðhitans var yfirskrift opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 21. október. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn en að honum stóðu Samorka, ÍSOR, Orkustofnun, Iðnaðarráðuneytið, Jarðhitafélag Íslands og GEORG (Geothermal Research Group).

Lesa meira

21.10.2009 : Sjálfbær nýting jarðhitans

Miðvikudaginn 21. október verður haldinn opinn fundur á Hilton Reykjavík Nordica, undir yfirskriftinni Sjálfbær nýting jarðhitans. Að fundinum standa GEORG (Geothermal Research Group), iðnaðarráðuneytið, Jarðhitafélag Íslands, ÍSOR, Orkustofnun og Samorka. Lesa meira

16.10.2009 : Norrænt rannsóknarátak auglýsir eftir umsóknum

Norrænt rannsóknarátak auglýsir eftir umsóknum um þverfaglegar rannsóknir á sviði stórra vindorkugarða. Lesa meira

15.10.2009 : Metanreiknivél í loftið

Orkusetur hefur nú sett í loftið reiknivél sem hjálpar fólki að bera saman stofn- og rekstrarkostnað metanbíla og hefbundinna bíla með afar einföldum hætti.

Lesa meira

14.10.2009 : Fyrstu áhrif efnahagssamdráttar á raforkunotkun

Nú þegar miklar breytingar eiga sér stað í þjóðfélaginu er mikilvægt að fylgst sé vel með þróun raforkunotkunar þar sem búast má við að efnahagssamdrátturinn muni koma fram í almennri raforkunotkun.
Lesa meira

29.9.2009 : Veggspjöld til kynningar á orkumálum

Orkustofnun hefur nú tilbúin veggspjöld ætluð til kynningar á orkumálum Íslands á erlendri grundu.

Lesa meira

23.9.2009 : Umsókn Sagex Petroleum og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis dregin til baka

Orkustofnun barst síðla dags þann 22. september 2009 erindi frá Sagex Petroleum, þar sem sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu er dregin tilbaka.

Lesa meira

23.9.2009 : Nemendafyrirlestrar Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9, mánudaginn 28. september 2009 og hefjast kl. 10:00. Allir áhugamenn um jarðhita eru velkomnir. Lesa meira

8.9.2009 : Milljarður á mánuði í gjaldeyri myndi sparast með því að nota innlenda orku á bílaflotann

Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan.
Lesa meira

7.9.2009 : Orkustofnun veitir rannsóknarleyfi á vatnasviði Hólmsár í Skaftártungu

Orkustofnun veitti Landsvirkjun og RARIK ohf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Hólmsár í Skaftártungu þann 21. ágúst 2009. Rannsóknarleyfið er veitt til þriggja ára og gildir til 31. desember 2012.
Lesa meira

7.9.2009 : Samstarfssamningur á milli Orkustofnunar og Háskólans í Reykjavík

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samstarfssamningur á milli Orkustofnunar og Háskólans í Reykjavík vegna starfsnáms.

Lesa meira

7.9.2009 : Styrkir vegna umhverfisvænnar orkuöflunar

Þann 8. apríl 2008 voru samþykktar breytingar á lögum um niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði um greiðslu styrkja vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun.
Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Björgun leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell í Hvalfirði fyrir tímabilið 2009-2019

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 29. júlí 2009. Um var að ræða um 28 hektara efnistökusvæði allnokkru austnorðaustan við Brekkuboða, um 59 hektara efnistökusvæði vestan og suðvestan við Laufagrunn og um 122 hektara efnistökusvæði út af Kiðafelli í Kjós, samtals um 209 hektarar. Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti franska fyrirtækinu Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi þann 4. ágúst 2009.
Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði og Hrútafirði í Húnaflóa fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti franska fyrirtækinu Groupe Roullier leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði og Hrútafirði í Húnaflóa þann 6. ágúst 2009.

Lesa meira

25.8.2009 : Orkustofnun veitir Björgun og Íslenska kalkþörungafélaginu leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði, Hrútafirði og Steingrímsfirði í Húnaflóa fyrir tímabilið 2009-2011

Orkustofnun veitti Björgun ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Miðfirði, Hrútafirði og Steingrímsfirði í Húnaflóa þann 17. ágúst 2009.
Lesa meira

6.8.2009 : Raforkuspá 2009 - 2030 komin út

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2009 – 2030. Hún unnin er á vegum Orkupárnefndar og er endurreikningur á spá frá árinu 2005 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Spáin er byggð á forsendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðsla og framleiðsla einstakra atvinnugreina.
Lesa meira

20.7.2009 : Aker Exploration AS dregur umsókn sína til baka

Orkustofnun barst í dag þ. 20. júlí 2009 bréf frá Aker Exploration AS.
Í bréfinu segir að vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu hafi Aker Exploration AS ákveðið að draga til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna samkvæmt 1. útboði á Drekasvæðinu. Lesa meira

9.7.2009 : Orkustofnun framlengir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell til 1. ágúst 2009

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 16. mars 2009. Um var að ræða efnistökusvæði allnokkru austnorðaustan við Brekkuboða, vestan og suðvestan við Laufagrunn og út af Kiðafelli í Kjós.

Lesa meira

2.7.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum við Syðra-Hraun í sunnanverðum Faxaflóa; í Fláskarðskrika, við Sandhala og Ólastað

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum við Syðra-Hraun í sunnanverðum Faxaflóa þann 29. júní 2009. Um er að ræða efnistökusvæði í Fláskarðskrika, sunnan Syðra-Hrauns, efnistökusvæði við Sandhala, austan og suðaustan Syðra-Hrauns og efnistökusvæði á Ólastað, austan Syðra-Hrauns.

Lesa meira

2.7.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á fimm svæðum í Kollafirði; á Viðeyjarflaki, við Lundey, Þerney, Álfsnes og Saltvík

Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á fimm svæðum í Kollafirði; á Viðeyjarflaki, við Lundey, Þerney, Álfsnes og Saltvík.

Lesa meira

5.6.2009 : ION GX Technology leitar að kolvetni á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur í dag, að fengnum umsögnum frá umhverfisráðuneyti og sjávar- og landbúnaðarráðuneyti, veitt bandaríska fyrirtækinu ION GX Technology leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Lesa meira

4.6.2009 : Orkusetur og Vistvæn Orka ehf. hefja samstarf um smíði og prófanir á ljósdíóðulömpum fyrir garðyrkju

Orkusetur og Vistvæn Orka ehf. hafa nú hafið samstarf um lokasmíði og prófanir á ljósdíóðulömpum sem þróaðir eru á Íslandi

Lesa meira

3.6.2009 : Orkustofnun framlengir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell til 1. júlí 2009

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 16. mars 2009.

Lesa meira

28.5.2009 : Fyrirlestur Dr. Björns Oddssonar um efnistöku og umhverfismál í Sviss

Dr. Björn Oddsson, jarðverkfræðingur, mun halda fyrirlestur um efnistöku og umhverfismál í Sviss í boði Orkustofnunar, fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 13:00 í Víðgelmi á 1. hæð Orkugarðs, Grensásvegi 9.
Lesa meira

19.5.2009 : Staða forstjóra norrænna orkurannsókna er laus til umsóknar

Á heimasíðu NORDEN er auglýst eftir umsóknum um starf forstjóra norrænna orkurannsókna. Lesa meira

18.5.2009 : Niðurstaða fyrsta útboðs sérleyfa á Drekasvæðinu

Þann 15. maí sl. rann út frestur til að sækja um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði.
Lesa meira

15.5.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni í Fláskarðskrika, sunnan Syðra-Hrauns í Faxaflóa

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni í Fláskarðskrika, sunnan Syðra-Hrauns í Faxaflóa þann 14. maí 2009.
Lesa meira

15.5.2009 : Útboði sérleyfa á Drekasvæðinu lokið

Í dag, 15. maí 2009, kl. 16:00 rann út frestur til að sækja um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði. Orkustofnun bárust tvær umsóknir um sérleyfi á útboðstímabilinu. Lesa meira

14.5.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á Sandhala, austan Syðra-Hrauns í Faxaflóa

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á Sandhala, austan Syðra-Hrauns í Faxaflóa þann 8. maí 2009.
Lesa meira

4.5.2009 : Orkustofnun framlengir leyfi til efnistöku af hafsbotni við Lundey og á Viðeyjarflaki í Kollafirði til 1. júlí 2009

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á tveimur svæðum í Kollafirði þann 12. febrúar 2009.
Lesa meira

4.5.2009 : Fyrirlestur Dr. Oskars Sigvaldasonar, Orkustefna stjórnvalda – Hvernig umbreytum við orkukerfum heimsins?

Vestur-Íslendingurinn Dr. Oskar T. Sigvaldason, verður með fyrirlestur í boði Landsnefndar Íslands í Alþjóðaorkuráðinu, fimmtudaginn 7. maí kl. 16:00. 
Lesa meira

1.4.2009 : Erindi haldin á Ársfundi Orkustofnunar eru komin á vefinn

Erindi haldin á Ársfundi Orkustofnunar 2009, sem haldinn var í gær, eru komin á vefinn. Lesa meira

23.3.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði, við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði þann 16. mars 2009.
Lesa meira

19.3.2009 : Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2009

Umsóknarfrestur er til 15 apríl 2009. Lesa meira

18.3.2009 : Ársfundur Orkustofnunar 2009

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 13:30-17:00 á Grand Hótel. Lesa meira

11.3.2009 : Iðnaðarráðuneytið ríður á vaðið í orkusparnaði

Nýlega var ákveðið að gera úttekt á lýsingu í iðnaðarráðuneytinu og hefur nú verið vottað að öll lýsing í húsnæði ráðuneytisins sé til fyrirmyndar. Lesa meira

6.3.2009 : Forseti Íslands í Orkugarði

Þann 4. mars 2009 kom forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn í Orkugarð.

Heimsóknin hófst á fundi með orkumálastjóra og forstjóra ÍSOR ásamt sérfræðingum frá þessum stofnunum þar sem farið var yfir stöðu Íslands á sviði orkumála erlendis í ljósi þeirrar djúpu efnahagskreppu sem nú ríkir. Í umræðunum kom fram að þrátt fyrir þessar þrengingar séu enn vaxandi tækifæri fyrir íslenska sérfræðiþekkingu og að mörg verkefni sem í gangi eru standi enn styrkum fótum.
Lesa meira

19.2.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til efnistöku af hafsbotni á tveimur svæðum í Kollafirði, við Lundey og á Viðeyjarflaki

Orkustofnun veitti Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til efnistöku af hafsbotni á tveimur svæðum í Kollafirði, Faxaflóa þann 12. febrúar 2009.

Lesa meira

12.2.2009 : Útboð sérleyfa kynnt á APPEX sýningunni í Lundúnum, 3.-5. mars 2009

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið mun senda fulltrúa til að kynna útboð sérleyfa til rannókna og vinnslu á kolvetnum á APPEX-sýningunni sem er á vegum samtaka bandarískra olíujarðfræðinga (AAPG).

Lesa meira

12.2.2009 : Raforkunotkun ársins 2008

Árið 2008 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 16.467 GWh og jókst um 37,5% frá fyrra ári. Lesa meira

3.2.2009 : Íslenska liðið sigrar í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim

Nemendur frá Höfn í Hornafirði komu sáu og sigruðu í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim í London sl. helgi. 

Lesa meira

30.1.2009 : Úrslit í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim 2008

Núna um helgina munu framhaldskólanemendur frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Bretlandi taka þátt í úrslitum í alþjóðlegu olíuleitarkepninni við Imperial College í Lundúnaborg.
Lesa meira

29.1.2009 : Kynningarfundur vegna leyfisútboðs 5. febrúar 2009

Opinn kynningarfundur vegna leyfisútboðs fyrir olíuleit á norðanverðu Drekasvæðinu verður haldinn 5. febrúar n.k.

Lesa meira

22.1.2009 : Opnun vefsíðu vegna útboðs sérleyfa á Drekasvæði

Í dag fimmtudaginn 22. janúar kl. 12:00 opnaði iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson vefsíðu vegna olíuleitar á Drekasvæði (www.os.is/utbod2009). Athöfnin fór fram í húsakynnum Orkustofnunar.

Lesa meira

16.1.2009 : Orkustofnun veitir leyfi til töku steypuefnis af hafsbotni í Álftafirði vegna jarðgangnagerðar í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals

Orkustofnun veitti steypustöðinni Árseli ehf. á Ísafirði leyfi til efnistöku af hafsbotni norðan við Hattareyri í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi þann 14. janúar 2009.

Lesa meira

14.1.2009 : Leiðrétting vegna frétta varðandi opnun útboða á Drekasvæði

Að gefnu tilefni vill Orkustofnun leiðrétta það sem fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að útboð á sérleyfum til rannsóknar- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði verði opnað á morgun, fimmtudaginn 15. janúar.
Lesa meira

13.1.2009 : Landgrunnsvefsjá tekin í notkun

Orkustofnun hefur tekið í notkun nýja vefsjá vegna umsýslu sinnar um auðlindir á landgrunni Íslands, en hana má finna á vefslóðinni www.landgrunnsvefsja.is Lesa meira

9.1.2009 : Eldsneytisspá 2008-2050 komin út

Að undanförnu hefur á vegum orkuspárnefndar verið unnið að gerð nýrrar spár um eldsneytissölu og notkun hér á landi. Lesa meira

5.1.2009 : Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur látinn

Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, lést 29. desember síðastliðinn eftir stranga baráttu við krabbamein 67 ára að aldri. Lesa meira