Fréttir


Fréttir: september 2008

Fyrirsagnalisti

23.9.2008 : Raforkuspá 2008 - 2030

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2008 – 2030. Spáin sem unnin er á vegum Orkupárnefndar er endurreikningur á spá frá árinu 2005 út frá nýjum gögnum og breytum forsendum, sem eru mannfjöldi, fjöldi heimila, landsframleiðsla og framleiðsla einstakra atvinnugreina. Lesa meira

19.9.2008 : Nemendafyrirlestrar Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9,
mánudaginn 22. september 2008 og hefjast kl. 10:00. Allir áhugamenn um jarðhita eru velkomnir. Lesa meira

12.9.2008 : Ísland gerir samstarfssamning við Bandaríkin og Nýja Sjáland um aukna notkun hreinnar orku og þróun nýrrar tækni til betri orkunýtingar

Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, sat fund þ. 27. ágúst með Katharine Fredriksen, aðstoðarráðherra í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann undirritaði fyrir hönd Íslands samning um alþjóðlegt samtarf um þróun endurnýjanlegrar orkunotkunar eyríkja, International Partnership for Energy Development in Island Nations (EDIN). Bandaríkin og Nýja Sjáland undirrituðu samninginn upphaflega 24. júlí sl. Lesa meira

9.9.2008 : Ráðstefna um olíuleit við Ísland - fréttatilkynning

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu við opnun ráðstefnu um kolvetnaleit við Ísland, Iceland Exploration Conference 2008, að það væri trú sín að olía yrði í framtíðinni takmörkuð og eftirsótt auðlind á enn hærra verði en nú þekkist. Lesa meira

9.9.2008 : Rafbílabyltingin í brennidepli: Ráðstefna um orkugjafa framtíðar í samgöngum

Ísland gæti innan skamms orðið nær óháð erlendum orkugjöfum samhliða komandi fjöldaframleiðslu á rafmagns- og tengil-tvinnbílum. Lesa meira