Fréttir


Fréttir: janúar 2008

Fyrirsagnalisti

30.1.2008 : Útgáfufrétt: Orkumál 2006/ Jarðhiti

Jarðhitahluti Orkumála er kominn út. Í ritinu má lesa um m.a.helstu lykiltölur jarðhitamála á árinu 2006, aukna frumorkunotkun, jarðvarmavinnslu, framleiðslu raforku úr jarðvarma, nýjar hitaveitur, verð á heitu vatni, jarðhitaleit á köldum svæðum, dreifingu jarðhita í Hrunamannahreppi og loks er grein um viðhorf til nýtingar á jarðvarmanum.

Lesa meira

28.1.2008 : Jarðvarmasamstarf við Níkaragva

Orkumálaráðherra Níkaragva, Emilio Rapaccioli, er staddur hér á landi til að kynna sér stöðu jarðvarmamála á Íslandi og heimsækja stofnanir og fyrirtæki sem að þeim málum koma.
Lesa meira

25.1.2008 : Útgáfufrétt: Orkumál 2006/ Eldsneyti

Að þessu sinni er ritið að miklu leyti helgað breytingum af ýmsu tagi sem urðu á árinu. Þróun eldsneytismála hefur verið ör, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Í ritinu er gerð grein fyrir endurskoðun Orkustofnunar á gagnasöfnun og eldsneytisspám. Þá er einnig grein um eyðslueinkunn bifreiða.

Lesa meira

2.1.2008 : Guðni A. Jóhannesson ráðinn orkumálastjóri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið prófessor Guðna A. Jóhannesson PhD, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns byggingartæknideildar Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára.

Lesa meira