Fréttir


Fréttir: 2008

Fyrirsagnalisti

23.12.2008 : Jólaerindi orkumálastjóra

Erindi flutt á jólafundi Orkustofnunar 17/12 2008. Lesa meira

8.12.2008 : Sjálfbær nýting jarðhita: Málþing í minningu Valgarðs Stefánssonar

Þriðjudaginn 9. desember kl. 13:00, stendur Jarðhitafélag Íslands fyrir málþingi í minningu Valgarðs Stefánssonar um sjálfbæra nýtingu jarðhita. Lesa meira

4.12.2008 : Orkumálastjóri heiðursdoktor í Debrecen

Við virðulega athöfn við háskólann í Debrecen í Ungverjalandi þann 29. november var Guðni A. Jóhannesson útnefndur heiðursdoktor.

Lesa meira

1.12.2008 : Innlent og umhverfisvænt

Fjallað verður um möguleika á framleiðslu vistvæns eldsneytis hér á landi, á 10. stefnumóti Umhverfisstofnunar og Stofnunar Sæmundar fróða. Lesa meira

27.11.2008 : Undirbúningur fyrir útboð á sérleyfum til olíuleitar á Drekasvæðinu gengur vel

Í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar vinna iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun nú að undirbúningi fyrsta útboðs á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði með góðri aðstoð og stuðningi ýmissa aðila. Útboðstímabilið hefst um miðjan janúar 2009 og lýkur 15. maí 2009.

Lesa meira

24.11.2008 : Samnorræn námsstefna um orkunýtni í samgöngum og fiskveiði á dreifbýlissvæðum

Samnorræn námsstefna verður haldin í Orkugarði dagana 3-4 desember n.k. um orkunýtni í samgöngum og fiskveiðum á Norrænum dreifbýlissvæðum.

Lesa meira

21.11.2008 : Orkustofnun og Sagex Petroleum ASA styrkja Íslandsmót í OilSim tölvuleiknum

Þann 20. nóvember sl. stóð breska fyrirtækið SIMPRENTIS, í samvinnu við Orkustofnun og SAGEX PETROLEUM ASA, fyrir Íslandsmóti framhaldskólanema í OilSim tölvuleiknum.
Lesa meira

21.11.2008 : Samstarf við Mitsubishi um hagkvæmniathugun á framleiðslu eldsneytis

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra undirritaði viljayfirlýsingu í morgun með japanska fyrirtækinu Mitsubishi, Heklu hf. Orkustofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands um gerð hagkvæmniathugunar fyrir byggingu og rekstur eldsneytisverksmiðju á Íslandi.
Lesa meira

23.10.2008 : Jöklabreytingar og loftslag

Mánudaginn 27. október kl. 17:15 flytur Oddur Sigurðsson erindi fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag. Erindið fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Lesa meira

21.10.2008 : Náttúruvefsjá komin í loftið

Þann 15. október 2008 var opnuð veflausn sem birtir fjölbreytt gögn um náttúrufar og auðlindir Íslands á vefslóðinni www.natturuvefsja.is Lesa meira

16.10.2008 : Útgáfa

Í septembermánuði kom út hjá U.S. Geological Survey í Bandaríkjum Norður-Ameríku í samstarfi við Vatnamælingar Orkustofnunar bókin Geographic Names of Iceland's Glaciers: Historic and Modern eftir Odd Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr.

Lesa meira

7.10.2008 : Orkutölur 2008 komnar á vefinn!

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út á prenti og á rafrænu formi handhægt smárit á harmonikkuformi á íslensku (Orkutölur) og ensku (Energy Statistics in Iceland) með talnaefni á mynda- og töfluformi um ýmsa orkuþætti á Íslandi. Lesa meira

23.9.2008 : Raforkuspá 2008 - 2030

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2008 – 2030. Spáin sem unnin er á vegum Orkupárnefndar er endurreikningur á spá frá árinu 2005 út frá nýjum gögnum og breytum forsendum, sem eru mannfjöldi, fjöldi heimila, landsframleiðsla og framleiðsla einstakra atvinnugreina. Lesa meira

19.9.2008 : Nemendafyrirlestrar Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9,
mánudaginn 22. september 2008 og hefjast kl. 10:00. Allir áhugamenn um jarðhita eru velkomnir. Lesa meira

12.9.2008 : Ísland gerir samstarfssamning við Bandaríkin og Nýja Sjáland um aukna notkun hreinnar orku og þróun nýrrar tækni til betri orkunýtingar

Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, sat fund þ. 27. ágúst með Katharine Fredriksen, aðstoðarráðherra í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann undirritaði fyrir hönd Íslands samning um alþjóðlegt samtarf um þróun endurnýjanlegrar orkunotkunar eyríkja, International Partnership for Energy Development in Island Nations (EDIN). Bandaríkin og Nýja Sjáland undirrituðu samninginn upphaflega 24. júlí sl. Lesa meira

9.9.2008 : Ráðstefna um olíuleit við Ísland - fréttatilkynning

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu við opnun ráðstefnu um kolvetnaleit við Ísland, Iceland Exploration Conference 2008, að það væri trú sín að olía yrði í framtíðinni takmörkuð og eftirsótt auðlind á enn hærra verði en nú þekkist. Lesa meira

9.9.2008 : Rafbílabyltingin í brennidepli: Ráðstefna um orkugjafa framtíðar í samgöngum

Ísland gæti innan skamms orðið nær óháð erlendum orkugjöfum samhliða komandi fjöldaframleiðslu á rafmagns- og tengil-tvinnbílum. Lesa meira

30.8.2008 : Samstarfssamningur undirritaður milli Ástralíu, Bandaríkjanna og Íslands um hátækni og aukin afköst jarðvarmakerfa

Nýr kafli í samskiptum Bandaríkjanna, Ástralíu og Íslands hófst í dag með undirritun alþjóðlegs samstarfssamnings um jarðhitatækni í húsakynnum Keilis hf. á Keflavíkurflugvelli en þar voru lögð drög að þessu vísinda- og tæknisamstarfi fyrir réttu ári. Lesa meira

18.8.2008 : Afmælisráðstefna Jarðhitaskólans

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli sínu með ráðstefnu á Grand Hóteli Reykjavík 26. - 27. ágúst nk. Lesa meira

8.8.2008 : Ísland í aðalhlutverki á ráðstefnu um endurnýjanlega orku

Ísland var áberandi á nýafstaðinni ráðstefnu World Renewable Energy Congress í Glasgow sem sótt var af 700 gestum frá um hundrað löndum.

Lesa meira

23.7.2008 : Rannsóknir á Drekasvæðin

Átján daga kortlagningar leiðangri um Drekasvæðið, með því markmiði að afla almennra upplýsinga vegna leitar á ólíu og gasi, hefur nú verið lokið.

Lesa meira

10.7.2008 : Heimsókn ráðherra raforkumála og endurnýjanlegrar orku í Ekvador

Ráðherra raforkumála og endurnýjanlegrar orku í Ekvador er í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 7. - 10. júlí. Lesa meira

7.7.2008 : Nýr gagnasamningur Orkustofnunar og Landmælinga Íslands

Orkustofnun og Landmælingar Íslands hafa endurnýjað samning um samstarf, sem tekur við af eldri samstarfssamningi frá árinu 2000. Lesa meira

4.7.2008 : Starfsfólk OS í Níkaragva

Þessa dagana eru starfsmenn frá Orkustofnun, þau Jónas Ketilsson jarðhitasérfræðingur og Guðlín Steinsdóttir laganemi stödd í Níkaragva. Lesa meira

2.7.2008 : Fjórtán styrkir til að rannsaka og kynna innlenda orkugjafa og hagkvæma orkunotkun

Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr sjóðnum til rannsókar- og kynningarverkefna fyrir árið 2008. Styrkirnir eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun. Lesa meira

20.6.2008 : StatoilHydro gengur til liðs við djúpborunarverkefnið

Í gær undirrituðu samstarfsaðilar um djúpboranir á Íslandi samning við StatoilHydro um aðkomu þeirra að djúpborunarverkefninu (IDDP). Lesa meira

13.6.2008 : Fréttatilkynning

Í ljósi fréttaflutnings af endurupptökubeiðni framkvæmdaraðila vatnsátöppunar-verksmiðju að Hlíðarenda í Ölfusi á matsskylduúrskurði umhverfisráðherra vill Orkustofnun koma á framfæri eftirfarandi. Lesa meira

13.6.2008 : Wavefield-InSeis leitar að kolvetni á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur í dag veitt norska olíuleitarfyrirtækinu Wavefield-InSeis leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu.

Lesa meira

9.6.2008 : 172 milljónum úthlutað til jarðhitaleitar á 29 stöðum

Orkuráð hefur á fundi sínum 7. júní, á Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri úthlutað samtals 172 milljónum til jarðhitaleitar á 29 stöðum þar sem ekki nýtur hitaveitu. Lesa meira

30.5.2008 : Orkustofnun í þróunarsamvinnu vegna jarðhitaverkefnis í Nicaragua

Orkustofnun hefur tekið að sér verkþátt í þróunarsamvinnuverkefni á sviði jarðhita sem ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnun Íslands leiða í Nicaragua. Lesa meira

28.5.2008 : Meistaravörn Jaime Jemuel C. Austria, Jr. fyrir M.S. gráðu í vélaverkfræði

Meistaravörn Jaime Jemuel C. Austria, Jr. fyrir M.S. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands verður í dag, 28. maí kl. 13:00-14:00 í VR-II, stofu 157. Við hvetjum alla til þess að mæta! Lesa meira

23.5.2008 : Nemendafyrirlestrar Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um stöðu jarðhitans í heimalöndum þeirra, verða haldnir mánudaginn 26. maí í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 10.00 og eru allir áhugamenn um jarðhita velkomnir. Lesa meira

21.5.2008 : Miðvikudagserindi 21. maí

Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur og áhugaljósmyndari, ætlar að sýna okkur stórkostlegar myndir úr ferð sinni um Patagóníu í Chile. Lesa meira

14.5.2008 : Aukið samstarf við innlenda og erlenda háskóla

Orkustofnun og Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hafa gert samning við Háskóla Íslands sem auka samstarf stofnananna til muna. Lesa meira

5.5.2008 : Miðvikudagserindi 14. maí, 2008

Ragnar K. Ásmundsson, sérfræðingur hjá ÍSOR, heldur erindi um "Koltvísýrings varmadælu á Íslandi". Lesa meira

30.4.2008 : Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðingur er látin

Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðingur, og fyrrum starfsmaður Rannsóknasviðs Orkustofnunar, lést að kvöldi síðasta vetrardags 23. apríl sl. 75 ára að aldri. Lesa meira

25.4.2008 : Jarðhitaskólinn settur í þrítugasta sinn

Jarðhitaskólinn verður settur í 30. sinn miðvikudaginn 16. apríl kl. 9 í Víðgelmi Orkugarðs. Námsráð og kennarar skólans eru velkomnir í stutta setingarathöfn. Fyrirlestrar byrja síðan á fullu. Lesa meira

23.4.2008 : Miðvikudagserindi endurvakin 23. apríl n.k.

Þann 23.04.2008 n.k. verða Miðvikudagserindin endurvakin. Ástralskur jarðfræðingur frá fylkisstjórn Suður Ástralíu, Tony Hill kemur í heimsókn og ætlar að kynna fyrir okkur jarðhitaverkefni Ástralíumanna. Lesa meira

14.4.2008 : Málþing um nýjungar í endurnýjanlegri orku

Breska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Iðnaðarráðuneytið og Orkuveita Reykjavíkur standa fyrir málþingi um nýjungar í endurnýjanlegri orku Lesa meira

7.4.2008 : Orkumálastjóri á ferð og flugi

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri sækir norrænt málþing um loftslagsbreytingar og fjármögnunartækifæri einkageirans í þróunarlöndum dagana 7-8 apríl. Lesa meira

10.3.2008 : Samningur um rannsóknir á náttúrufari háhitasvæða

Þann 10. mars voru undirritaðir samningar um rannsóknir og gagnaöflun um lífríki háhitasvæða og jarðminjar milli Orkustofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Lesa meira

7.3.2008 : Orkusjóður auglýsir styrki til jarðhitaleitar

Um er að ræða tvær gerðir styrkja. Annarsvegar styrki til sérstaks jarðhitaleitarátaks árin 2008 - 2010, hinsvegar styrki til almennrar jarðhitaleitar á köldum svæðum fyrir árið 2008. Lesa meira

6.3.2008 : Orkusjóður - styrkveitingar 2008

Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2008. Lesa meira

6.3.2008 : Orkustofnun og Jarðhitaskólinn styrkja gerð heimildamyndar

Orkustofnun og Jarðhitaskóli HSÞ leggja hvor um sig fram styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 til gerðar heimildamyndar. Lesa meira

4.3.2008 : Raforkunotkun ársins 2007

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2007. Lesa meira

1.2.2008 : Nýr starfsmaður á sviði olíuleitar

Dr. Þórarinn Sveinn Arnarson hefur verið ráðinn til að sinna umsýslu Orkustofnunar á sviði olíuleitar. Á síðasta ári voru Orkustofnun falin aukin verkefni í umsýslu fyrir hönd ríkisins á sviði leitar, rannsókna og vinnslu á kolvetni. Lesa meira

30.1.2008 : Útgáfufrétt: Orkumál 2006/ Jarðhiti

Jarðhitahluti Orkumála er kominn út. Í ritinu má lesa um m.a.helstu lykiltölur jarðhitamála á árinu 2006, aukna frumorkunotkun, jarðvarmavinnslu, framleiðslu raforku úr jarðvarma, nýjar hitaveitur, verð á heitu vatni, jarðhitaleit á köldum svæðum, dreifingu jarðhita í Hrunamannahreppi og loks er grein um viðhorf til nýtingar á jarðvarmanum.

Lesa meira

28.1.2008 : Jarðvarmasamstarf við Níkaragva

Orkumálaráðherra Níkaragva, Emilio Rapaccioli, er staddur hér á landi til að kynna sér stöðu jarðvarmamála á Íslandi og heimsækja stofnanir og fyrirtæki sem að þeim málum koma.
Lesa meira

25.1.2008 : Útgáfufrétt: Orkumál 2006/ Eldsneyti

Að þessu sinni er ritið að miklu leyti helgað breytingum af ýmsu tagi sem urðu á árinu. Þróun eldsneytismála hefur verið ör, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Í ritinu er gerð grein fyrir endurskoðun Orkustofnunar á gagnasöfnun og eldsneytisspám. Þá er einnig grein um eyðslueinkunn bifreiða.

Lesa meira

2.1.2008 : Guðni A. Jóhannesson ráðinn orkumálastjóri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið prófessor Guðna A. Jóhannesson PhD, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns byggingartæknideildar Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára.

Lesa meira