Fréttir


Fréttir: desember 2007

Fyrirsagnalisti

18.12.2007 : Sérleyfi til leitar á olíu í útboð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 18. desember 2007 tillögu iðnaðarráðherra um að stefnt verði að útboði sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Fram kemur í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að miðað sé við að hægt verði að bjóða leyfin út 15. janúar 2009. Engin trygging er þó fyrir því að gas eða olía finnst á svæðinu.

Lesa meira

17.12.2007 : Skýrsla iðnaðarráðherra um raforkumál 2007

Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um þróun raforkumála hérlendis, í samræmi við ákvæði 39. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, um upplýsingagjöf iðnaðarráðherra til Alþingis um raforkumálefni. Lesa meira

6.12.2007 : Hlaup er hafið í Skeiðará

Rennsli og rafleiðni hefur vaxið í Skeiðará undanfarna daga og segja sérfræðingar Vatnamælinga Orkustofnunar nú öruggt að Skeiðarárhlaup er hafið. Vatnstaðan í Grímsvötnum var frekar lág við upphaf hlaupsins svo að öllum líkindum verður hlaupið lítið. Síðast hljóp úr Grímsvötnum í nóvember 2004. Því hlaupi fylgdi eldgos í Grímsvötnum.

Lesa meira