Fréttir


Fréttir: september 2007

Fyrirsagnalisti

28.9.2007 : Bræðslubor Vatnamælinga á Vísindavöku

Kynning á rannsóknarverkefni í Skaftárkötlum í Vatnajökli verður framlag Orkustofnunar til Vísindavöku Rannís, sem haldin verður í Hafnarhúsinu föstudaginn 28. sept. kl. 17-21. Lesa meira

27.9.2007 : Orkustofnun í 40 ár - afmælisfagnaður í dag

Í dag fagnar Orkustofnun 40 ára afmæli. Í tilefni afmælisársins verður afmælisdagskrá milli kl. 14:00 og 15:30 og verða síðan bornar fram léttar veitingar að þeim loknum. Lesa meira

21.9.2007 : Orkutölur 2007 komnar út á íslensku og ensku

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út á prenti og á rafrænu formi handhægt smárit á harmonikkuformi á íslensku (Orkutölur) og ensku (Energy Statistics in Iceland) með talnaefni á mynda- og töfluformi um ýmsa orkuþætti á Íslandi.  Lesa meira

13.9.2007 : Verkefni leidd af Íslendingum áberandi á alþjóðlegri ráðstefnu um veður og vatn

Dagana 3. - 6. september sl. var haldin í Helsinki þriðja alþjóðlega ráðstefnan um veður og vatn (Climate & Water). Hana sóttu tæplega 200 manns frá um 50 löndum. Lesa meira

12.9.2007 : Orkumálastjóri lætur af embætti um áramót

Dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, hefur í dag ritað iðnaðarráðherra og óskað lausnar frá embætti orkumálastjóra frá og með 1. janúar nk. af persónulegum ástæðum. Lesa meira

10.9.2007 : Samanburður afltaxta á milli dreifiveitna

Leiðrétt og uppfærð hefur verið tafla sem sýnir samanburð afltaxta á milli dreifiveitna.
Lesa meira

6.9.2007 : Skipun verkefnisstjórnar til að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða

Iðnaðarráðherra hefur í samráði við umhverfisráðherra skipað verkefnisstjórn til að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Lesa meira