Fréttir


Fréttir: apríl 2007

Fyrirsagnalisti

27.4.2007 : Olíuleit við Ísland - Hádegisfundur

Iðnaðarráðuneytið og Auðlindaréttarstofnun HR bjóða til hádegisfundar mán. 30. apríl nk. kl. 12:00 - 13:30 í tilefni af skýrslu ráðuneytisins um hugsanlega útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn. Lesa meira

26.4.2007 : CO2 - Nýr vefur um loftslagsmál

Nú hefur Orkusetur sett í loftið nýjan vef um loftslagsmál, www.CO2.is.  Tilgangurinn er að setja fram á einum stað staðreyndir og upplýsingar um útblástursmál og loftslagsbreytingar. Lesa meira

26.4.2007 : Jarðhitaskólinn hefur 29. starfsár sitt

Jarðhitaskólinn verður settur á morgun, miðvikudaginn 25. apríl kl. 9:00 í Víðgelmi. Þetta er 29. starfsár skólans. Lesa meira

25.4.2007 : Dagur umhverfisins - Hrein orka og loftslagsmál

Dagur umhverfisins, 25. apríl, tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Umhverfisráðuneytið efnir til samkomu á Kjarvalsstöðum sem hefst kl. 12:00 á hádegi með ávarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra.
Lesa meira

23.4.2007 : Olíuleit við Ísland - opinn kynningarfundur í dag

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir kynningu á áætlun og umhverfismati vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, í dag mánudaginn 23. apríl, kl. 13.00-16.00.

Lesa meira

18.4.2007 : Nýtt samstarf Evrópuríkja um endurnýjanlega orku

Sex ríki og ríkjahlutar í Evrópu hafa gengið til samstarfs um málefni endurnýjanlegrar orku. Samningur þar að lútandi var undirritaður af ráðherrum eða sendiherrum í Brussel þann 17. apríl 2007. Lesa meira

17.4.2007 : Bifreiðar stjórnarráðsins og flugferðir starfsmanna þess verða kolefnisjafnaðar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að allar bifreiðar stjórnarráðsins verði kolefnisjafnaðar. Jafnframt verður öllum ráðuneytum og ríkisstofnunum gert að kolefnisjafna vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis frá og með næstu áramótum. Lesa meira

12.4.2007 : Raforkunotkun ársins 2006

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2006. Fram kemur að árið 2006 jókst raforkuvinnsla um 14,3% frá fyrra ári. Notkun raforku í stóriðjufyrirtækjum jókst um 20,7% frá fyrra ári og aukning almennrar notkunar var um 4,8%. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 269 GWh. Lesa meira

10.4.2007 : Tækifæri morgundagsins: Málþing á Akureyri

Orkustofnun og Impra nýsköpunarmiðstöð standa sameiginlega að málþingi á Akureyri, föstudaginn 13. apríl, kl. 14:00 til 16:30, allir velkomnir. Yfirskriftin er Tækifæri morgundagsins og koma fyrirlesarar víða að. Í hléi spilar hljómsveitin Hundur í óskilum. Lesa meira