Fréttir


Fréttir: mars 2007

Fyrirsagnalisti

31.3.2007 : Skýrsla vegna undirbúnings hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg

Iðnaðarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar skýrslu með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn, ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Umhverfismatið tekur til hugsanlegra áhrifa helstu framkvæmdaþátta olíuleitaráætlunarinnar á umhverfið. Lesa meira

21.3.2007 : Ársskýrsla Orkustofnunar 2007

Ársskýrsla Orkustofnunar er komin út fyrir árið 2006 og er hægt að nálgast hana hjá Orkustofnun eða hér á vef Orkustofnunar á pdf-formi.
Lesa meira

16.3.2007 : Ársfundur Orkustofnunar 2007

Ársfundur Orkustofnunar var að þessu sinni haldinn á Akureyri.
Lesa meira

6.3.2007 : Nordisk Energiforskning – styrkveitingar

Norrænar orkurannsóknir. Opið er nú fyrir forumsóknir til verkefna í N-INNER prógramminu (Northern European INNovative Energy Research Programme). Frestur til umsókna er til 16. apríl Lesa meira

6.3.2007 : Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Styrkir

Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordic Innovation Center) auglýsir opið fyrir forumsóknir á sviði micro- og nanotækni. Opið er fyrir forumsóknir til 15. mars 2007. Lesa meira