Fréttir


Fréttir: janúar 2007

Fyrirsagnalisti

10.1.2007 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Jarðhiti

Þriðja tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er víða komið við og m.a. fjallað um vinnslu jarðvarmans, jarðhitaleit á köldum svæðum, húshitun og varmadælur, vinnslu raforku úr jarðhita, jarðhitarannsóknir og djúpborun.

Lesa meira

9.1.2007 : Dr. Steinar Þór Guðlaugsson hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs

Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright starfar á vegum Vísindafélags Íslendinga. Hann veitir árlega heiðursverðlaun íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Verðlaunin fyrir árið 2006 voru veitt Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi á samkomu í Norræna húsinu 28. desember síðastliðinn. Lesa meira

5.1.2007 : Framhald "Kýrholts verkefnisins"

Í Kýrholti fannst fyrir nokkrum árum sprungusvæði sem reyndist við borun geyma feikna vatnsmikið, volgt vatnskerfi. Fyrstu rannsóknarholur sem í það voru boraðar gáfu milli 80 og 100 l/s af rúmlega 20 °C heitu vatni úr vatnsæðum ofan 250 m. Lesa meira