Fréttir


Fréttir: 2007

Fyrirsagnalisti

18.12.2007 : Sérleyfi til leitar á olíu í útboð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti 18. desember 2007 tillögu iðnaðarráðherra um að stefnt verði að útboði sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Fram kemur í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að miðað sé við að hægt verði að bjóða leyfin út 15. janúar 2009. Engin trygging er þó fyrir því að gas eða olía finnst á svæðinu.

Lesa meira

17.12.2007 : Skýrsla iðnaðarráðherra um raforkumál 2007

Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um þróun raforkumála hérlendis, í samræmi við ákvæði 39. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, um upplýsingagjöf iðnaðarráðherra til Alþingis um raforkumálefni. Lesa meira

6.12.2007 : Hlaup er hafið í Skeiðará

Rennsli og rafleiðni hefur vaxið í Skeiðará undanfarna daga og segja sérfræðingar Vatnamælinga Orkustofnunar nú öruggt að Skeiðarárhlaup er hafið. Vatnstaðan í Grímsvötnum var frekar lág við upphaf hlaupsins svo að öllum líkindum verður hlaupið lítið. Síðast hljóp úr Grímsvötnum í nóvember 2004. Því hlaupi fylgdi eldgos í Grímsvötnum.

Lesa meira

28.11.2007 : Jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun hlýtur viðurkenningu fyrir meistaraverkefni

Jónas Ketilsson, jarðhitasérfræðingur á orkumálasviði Orkustofnun, hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í meistaranámi sínu í vélaverkfræði. Viðurkenningin var veitt á Ársfundi Verkfræðistofnunar HÍ 22. nóvember sl. Lesa meira

27.11.2007 : Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2007 / 2008 var kynnt í gær þriðjudag, í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Að þessu sinni var umfjöllunarefnið: „Baráttan við loftslagsbreytingar: Samstaða manna í sundruðum heimi“.

Lesa meira

26.11.2007 : Íslendingar áberandi á 20. heimsþingi Alþjóðaorkuráðsins

Tuttugasta heimsþing Alþjóðaorkuráðsins (World Energy Counsil, WEC) var haldið í Róm dagana 11. - 15. nóvember sl.

Lesa meira

26.11.2007 : Styrkveitingar Orkusjóðs 2007

Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrkveitingar Orkusjóðs 2007. Lesa meira

26.11.2007 : Orkusjóður og RES Orkuháskóli á Akureyri - verkefnislok

Þekkingarvörður ehf., sem unnið hefur að undirbúningi stofnunar RES Orkuháskóla undanfarin þrjú ár, hlaut á árunum 2006 og 2007 styrki úr Orkusjóði til uppbyggingar RESnet. Verkefninu er nú lokið og hafa verið gerðir samstarfssamningar við 24 háskóla, stofnanir og fyrirtæki í 9 Evrópulöndum auk Íslands.

Lesa meira

15.11.2007 : Framkvæmdaráðsfundur Alþjóðaorkuráðsins á Íslandi 2009

Á fundi stjórnarþings Alþjóðaorkuráðsins á heimsþingi ráðsins í Rómarborg í vikunni var samþykkt að halda árlegan framkvæmdaráðsfund ráðsins árið 2009 í Reykjavík. Um 500 manns munu sækja Ísland heim í tengslum við fundinn, þar á meðal margir helstu leiðtogar í orkumálum heimsins. Lesa meira

15.11.2007 : Jarðhiti - Málþing um eignarhald

Hver á jarðhitann og hvaða máli skiptir það? - er yfirskriftin á opnu málþingi sem Stofnun Sæmundar fróða stóð fyrir þann 9. nóvember síðastliðinn. Lesa meira

12.11.2007 : Ráðstefna um nýsköpun á sviði orkumála

Ráðstefna verður haldin um nýsköpun á sviði orkumála (New Trends in Nordic Innovation) í Oulu í Finnlandi dagana 29. og 30. nóvember næstkomandi. Lesa meira

2.11.2007 : Borholur í Gagnavefsjá

Nýlega voru gerðar breytingar á Gagnavefsjá, sem gera upplýsingar úr borholuská aðgengilegri en áður. Lesa meira

5.10.2007 : Haustþing Jarðhitafélags Íslands 9. okt.

Haustþingið stendur yfir allan daginn, 9. október, og er skráning milli kl. 8 og 8:45. Þá hefst þingið með opnunarræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Lesa meira

2.10.2007 : Lokafyrirlestrar nemenda jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um verkefni sín verða fluttir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 3. október 2007 og hefjast kl. 10:00.

Lesa meira

28.9.2007 : Bræðslubor Vatnamælinga á Vísindavöku

Kynning á rannsóknarverkefni í Skaftárkötlum í Vatnajökli verður framlag Orkustofnunar til Vísindavöku Rannís, sem haldin verður í Hafnarhúsinu föstudaginn 28. sept. kl. 17-21. Lesa meira

27.9.2007 : Orkustofnun í 40 ár - afmælisfagnaður í dag

Í dag fagnar Orkustofnun 40 ára afmæli. Í tilefni afmælisársins verður afmælisdagskrá milli kl. 14:00 og 15:30 og verða síðan bornar fram léttar veitingar að þeim loknum. Lesa meira

21.9.2007 : Orkutölur 2007 komnar út á íslensku og ensku

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út á prenti og á rafrænu formi handhægt smárit á harmonikkuformi á íslensku (Orkutölur) og ensku (Energy Statistics in Iceland) með talnaefni á mynda- og töfluformi um ýmsa orkuþætti á Íslandi.  Lesa meira

13.9.2007 : Verkefni leidd af Íslendingum áberandi á alþjóðlegri ráðstefnu um veður og vatn

Dagana 3. - 6. september sl. var haldin í Helsinki þriðja alþjóðlega ráðstefnan um veður og vatn (Climate & Water). Hana sóttu tæplega 200 manns frá um 50 löndum. Lesa meira

12.9.2007 : Orkumálastjóri lætur af embætti um áramót

Dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, hefur í dag ritað iðnaðarráðherra og óskað lausnar frá embætti orkumálastjóra frá og með 1. janúar nk. af persónulegum ástæðum. Lesa meira

10.9.2007 : Samanburður afltaxta á milli dreifiveitna

Leiðrétt og uppfærð hefur verið tafla sem sýnir samanburð afltaxta á milli dreifiveitna.
Lesa meira

6.9.2007 : Skipun verkefnisstjórnar til að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða

Iðnaðarráðherra hefur í samráði við umhverfisráðherra skipað verkefnisstjórn til að undirbúa rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Lesa meira

25.8.2007 : Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 2007

Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans á þessu ári er Antonio Rodriguez, forstjóri LaGeo orkufyrirtækisins í El Salvador. LaGeo er hliðstætt Landsvirkjun hér á landi, en framleiðir eingöngu rafmagn í jarðgufuvirkjunum. Lesa meira

21.8.2007 : Ráðherra skipar í orkuráð 2007-2011

Hinn 14. ágúst 2007 skipaði iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, í orkuráð til næstu fjögurra ára. Lesa meira

20.8.2007 : Vistvænar lausnir í samgöngum - Ráðstefna í september

Fyrsti tengiltvinnbíllinn (plug-in hybrid) á Íslandi og fyrstu etanólbílarnir á Íslandi verða teknir í notkun í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um orkugjafa framtíðarinnar og vistvænar lausnir í samgöngum Driving Sustainability '07, sem haldin verður í Reykjavík 17-18 september 2007. Lesa meira

8.8.2007 : Orkustofnun falið að kanna framkvæmdir við Múla- og Fjarðarárvirkjanir

Iðnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Orkustofnun kalli inn nú þegar öll gögn frá Fjarðarárvirkjun og eftirlitsaðilum vegna hennar. Um leið er lagt er fyrir stofnunina að fulltrúar hennar verði sendir tafarlaust á vettvang til að gera úttekt á stöðu framkvæmda með tilliti til þess hvort, og þá hvernig, framkvæmdir hafi farið umfram heimildir.

Lesa meira

7.8.2007 : Styrkveitingar úr Orkusjóði 2007

Iðnaðarráðherra hefur með bréfi dags. 11. júlí sl. staðfest tillögur Orkuráðs um styrkveitingar Orkusjóðs 2007. Lesa meira

4.7.2007 : Bandarísk ungmenni fræðast um íslensk orkumál

Þann 11. júní sl. komu 15 ungmenni frá Bandaríkjunum til sjö vikna námskeiðs um orku, orkunýtingu, orkustefnu og er hluti af námsefni sem kennt er við RES Orkuskóla á Akureyri. Lesa meira

3.7.2007 : Samráðsþing um frönsk-íslensk orkumál

Samráðsþing um frönsk-íslensk orkumál var haldið þann 29. júní sl. í París. Á þinginu komu saman framámenn í frönskum orkumálum og franskir þingmenn og voru þátttakendur vel á annað hundraðið, flestir franskir en auk þess nokkrir Íslendingar, ýmist að heiman komnir eða starfandi í Frakklandi á vegum íslenskra fyrirtækja. Lesa meira

27.6.2007 : Styrkir til að bæta einangrun húsa

Orkusetur stofnaði nú nýlega til tilraunaverkefnis til að meta áhrif af endurbótum á einangrun og orkunotkun húsnæðis. Auglýst var eftir þátttakendum úr hópi húseigenda sem njóta niðurgreiddrar húshitunar. Lesa meira

27.6.2007 : Aðgengi að Orkustofnun í júní og júlí

Vegna jarðvegsframkvæmda við framhlið húss Orkustofnunar að Grensásvegi 9 hefur heldur versnað aðgengið að stofnuninni.

Lesa meira

22.6.2007 : Eldsneyti: Útblástursgildi og eyðslutölur

Til að auðvelda fólki að finna réttu bifreiðina hefur Orkusetur nú sett upp aðgengilegt einkunnakerfi á vef sinn www.orkusetur.is þar sem hægt er að sjá hvaða einkunn bifreiðin fær og um leið eyðslutölur og útblástursgildi. Lesa meira

19.6.2007 : Fálkaorðan veitt dr. Kristjáni Sæmundssyni

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tíu Íslendinga, þar á meðal dr. Kristján Sæmundsson jarðfræðing, riddarakrossi, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní sl. Lesa meira

6.6.2007 : Nýr ráðherra orkumála heimsækir Orkustofnun

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra heimsótti ásamt föruneyti Orkustofnun í morgun. Lesa meira

4.6.2007 : Fagfundur Raforkusviðs Samorku í Vestmannaeyjum 31. maí og 1. júní

Fagfundur raforkusviðs Samorku var haldinn í Vestmannaeyjum 31. maí og 1. júní sl. og var dagskráin afar fjölbreytt að vanda. Lesa meira

23.5.2007 : Breytingar í ráðuneyti orkumála

Í kjölfar kosninga til Alþingis þann 12. maí sl. hefur verið mynduð ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og fara ríkisstjórnarskiptin fram á morgun, fimmtudag.

Lesa meira

21.5.2007 : Tímamót í 2. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma

Í september 2004 skipaði iðnaðarráðherra í samvinnu við umhverfisráðherra verkefnisstjórn til að hefja undirbúning að 2. áfanga rammaáætlunar. Lesa meira

27.4.2007 : Olíuleit við Ísland - Hádegisfundur

Iðnaðarráðuneytið og Auðlindaréttarstofnun HR bjóða til hádegisfundar mán. 30. apríl nk. kl. 12:00 - 13:30 í tilefni af skýrslu ráðuneytisins um hugsanlega útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn. Lesa meira

26.4.2007 : CO2 - Nýr vefur um loftslagsmál

Nú hefur Orkusetur sett í loftið nýjan vef um loftslagsmál, www.CO2.is.  Tilgangurinn er að setja fram á einum stað staðreyndir og upplýsingar um útblástursmál og loftslagsbreytingar. Lesa meira

26.4.2007 : Jarðhitaskólinn hefur 29. starfsár sitt

Jarðhitaskólinn verður settur á morgun, miðvikudaginn 25. apríl kl. 9:00 í Víðgelmi. Þetta er 29. starfsár skólans. Lesa meira

25.4.2007 : Dagur umhverfisins - Hrein orka og loftslagsmál

Dagur umhverfisins, 25. apríl, tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Umhverfisráðuneytið efnir til samkomu á Kjarvalsstöðum sem hefst kl. 12:00 á hádegi með ávarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra.
Lesa meira

23.4.2007 : Olíuleit við Ísland - opinn kynningarfundur í dag

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir kynningu á áætlun og umhverfismati vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, í dag mánudaginn 23. apríl, kl. 13.00-16.00.

Lesa meira

18.4.2007 : Nýtt samstarf Evrópuríkja um endurnýjanlega orku

Sex ríki og ríkjahlutar í Evrópu hafa gengið til samstarfs um málefni endurnýjanlegrar orku. Samningur þar að lútandi var undirritaður af ráðherrum eða sendiherrum í Brussel þann 17. apríl 2007. Lesa meira

17.4.2007 : Bifreiðar stjórnarráðsins og flugferðir starfsmanna þess verða kolefnisjafnaðar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að allar bifreiðar stjórnarráðsins verði kolefnisjafnaðar. Jafnframt verður öllum ráðuneytum og ríkisstofnunum gert að kolefnisjafna vegna flugferða ríkisstarfsmanna innanlands og erlendis frá og með næstu áramótum. Lesa meira

12.4.2007 : Raforkunotkun ársins 2006

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2006. Fram kemur að árið 2006 jókst raforkuvinnsla um 14,3% frá fyrra ári. Notkun raforku í stóriðjufyrirtækjum jókst um 20,7% frá fyrra ári og aukning almennrar notkunar var um 4,8%. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 269 GWh. Lesa meira

10.4.2007 : Tækifæri morgundagsins: Málþing á Akureyri

Orkustofnun og Impra nýsköpunarmiðstöð standa sameiginlega að málþingi á Akureyri, föstudaginn 13. apríl, kl. 14:00 til 16:30, allir velkomnir. Yfirskriftin er Tækifæri morgundagsins og koma fyrirlesarar víða að. Í hléi spilar hljómsveitin Hundur í óskilum. Lesa meira

31.3.2007 : Skýrsla vegna undirbúnings hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg

Iðnaðarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar skýrslu með tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn, ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Umhverfismatið tekur til hugsanlegra áhrifa helstu framkvæmdaþátta olíuleitaráætlunarinnar á umhverfið. Lesa meira

21.3.2007 : Ársskýrsla Orkustofnunar 2007

Ársskýrsla Orkustofnunar er komin út fyrir árið 2006 og er hægt að nálgast hana hjá Orkustofnun eða hér á vef Orkustofnunar á pdf-formi.
Lesa meira

16.3.2007 : Ársfundur Orkustofnunar 2007

Ársfundur Orkustofnunar var að þessu sinni haldinn á Akureyri.
Lesa meira

6.3.2007 : Nordisk Energiforskning – styrkveitingar

Norrænar orkurannsóknir. Opið er nú fyrir forumsóknir til verkefna í N-INNER prógramminu (Northern European INNovative Energy Research Programme). Frestur til umsókna er til 16. apríl Lesa meira

6.3.2007 : Norræna nýsköpunarmiðstöðin - Styrkir

Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordic Innovation Center) auglýsir opið fyrir forumsóknir á sviði micro- og nanotækni. Opið er fyrir forumsóknir til 15. mars 2007. Lesa meira

20.2.2007 : Jarðvarmi er myndefnið á nýju frímerki Vestnorræna ráðsins

Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þinga og ríkisstjórna Færeyja, Grænlands og Íslands sem stofnað var árið 1985. Þessi lönd standa nú í fyrsta sinn að sameiginlegri frímerkjaútgáfu. Þema hennar er endurnýjanleg orka og er myndefnið á íslenska frímerkinu jarðvarmi. Lesa meira

15.2.2007 : Orkusjóður - styrkveitingar 2007

Frestur til að skila inn umsóknum í orkusjóð er til 20. febrúar 2007.
Lesa meira

9.2.2007 : Orkumál á krossgötum: Hvert stefnir? Hvað viljum við?

Þorkell Helgason orkumálastjóri flutti í dag, 9. febrúar, ávarp á hádegisverðarfundi í kjölfar ársfundar Samorku. Lesa meira

5.2.2007 : Vistvænt eldsneyti: Áfangaskýrsla VVE og nýtt verkefni Vistorku

Út er komin áfangaskýrsla frá Vettvangi um vistvænt eldsneyti. Megintillaga í skýrslunni lýtur að því að endurskoða reglur um opinber gjöld af ökutækjum til að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum.
Lesa meira

10.1.2007 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Jarðhiti

Þriðja tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er víða komið við og m.a. fjallað um vinnslu jarðvarmans, jarðhitaleit á köldum svæðum, húshitun og varmadælur, vinnslu raforku úr jarðhita, jarðhitarannsóknir og djúpborun.

Lesa meira

9.1.2007 : Dr. Steinar Þór Guðlaugsson hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs

Sjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright starfar á vegum Vísindafélags Íslendinga. Hann veitir árlega heiðursverðlaun íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Verðlaunin fyrir árið 2006 voru veitt Steinari Þór Guðlaugssyni jarðeðlisfræðingi á samkomu í Norræna húsinu 28. desember síðastliðinn. Lesa meira

5.1.2007 : Framhald "Kýrholts verkefnisins"

Í Kýrholti fannst fyrir nokkrum árum sprungusvæði sem reyndist við borun geyma feikna vatnsmikið, volgt vatnskerfi. Fyrstu rannsóknarholur sem í það voru boraðar gáfu milli 80 og 100 l/s af rúmlega 20 °C heitu vatni úr vatnsæðum ofan 250 m. Lesa meira