Fréttir


Fréttir: desember 2006

Fyrirsagnalisti

28.12.2006 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005

Annað tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er víða komið við og m.a. fjallað um þróun eldsneytisverðs, eldsneytisnotkun, bifreiðaeign, vistvænt eldsneyti og olíuleit við Ísland.
Lesa meira

22.12.2006 : Skemmdir á Djúpadalsvirkjun

Síðastliðinn miðvikudag brast jarðvegsstífla uppistöðulóns við Djúpadalsvirkjun II. Sú virkjun er um 4 km innan við Djúpadalsvirkjun I en stöðvarhús hennar er skammt frá brúnni yfir Djúpadalsá þar sem Eyjafjarðarbraut fór í sundur beggja vegna við brúna. Áður hafa orðið skemmdir á sömu jarðvegsstíflu. Lesa meira

21.12.2006 : Þúsaldarnámskeið Jarðhitaskólans í El Salvador

Liðlega 50 þátttakendur tóku þátt í Þúsaldarnámskeiði Jarðhitaskólans í El Salvador um mánaðamótin síðustu. Þeir komu aðallega frá Mið-Ameríkulöndunum en auk þess voru fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Filippseyjum, Ítalíu, Kenýa og Mexíkó. Meðal fyrirlesara voru níu fyrrum nemendur Jarðhitaskólans frá Mið-Ameríku, en alls hefur skólinn útskrifað 43 jarðhitafræðinga frá Mið-Ameríkulöndunum fjórum. Lesa meira

20.12.2006 : Pæjur og peyjar úr Barnaskóla VE heimsækja Orkustofnun

Áttundubekkingar úr Barnaskóla Vestmannaeyja heimsóttu á dögunum Orkustofnun og fræddust um orkumál. Krakkarnir ferðuðust með Herjólfi milli lands og eyja og hrepptu vont í sjóinn á leiðinni til lands. Þau létu það þó ekki á sig fá og fóru víða í leit að fróðleik um orkuna, sem er uppruni alls og býr í öllu - kemur alls staðar við sögu.

Lesa meira

19.12.2006 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Raforka

Fyrsta tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er fjallað um raforkumál. Meðal efnis er grein um raforkuiðnaðinn 2005; umfjöllun um raforkunotkun Íslendinga og þróun næstu árin; fræðsla um orkuhagkvæmni; og grein um raforkuverð. Þá er fjallað um raforkulög og nýja hlutverkaskiptingu á raforkumarkaði. Ýtarlegar töflur sem áður voru birtar í Orkumálum eru nú aðeins birtar á vef Orkustofnunar. Lesa meira

16.12.2006 : Laust starf ráðgjafa hjá Norrænum orkurannsóknum (NEF)

Norrænar orkurannsóknir (Nordisk Energiforskning, NEF) auglýsa laust starf ráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. Lesa meira