Fréttir


Fréttir: nóvember 2006

Fyrirsagnalisti

29.11.2006 : Miðvikudagserindi 6. des: Vetni á vagninn

María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri Nýorku fjallar um Evrópusambandsverkefnið Ectos og framtíðarmúsík hámörkun á nýtni og fjöldaframleiðslu vetnisfarartækja. Lesa meira

27.11.2006 : Jarðhitaskólinn heldur námskeið í El Salvador

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heldur í samstarfi við LaGeo, orkufyrirtæki El Salvador, námskeið í San Salvador dagana 26. nóvember - 2. desember. Námskeiðið er það fyrsta í röð námskeiða sem haldin verða árlega í Mið-Ameríku á næstu árum. Sams konar námskeið var haldið í Kenýa í nóvember 2005 fyrir Austur-Afríkulönd. Annað námskeiðið fyrir Afríku var haldið í Kenýa dagana 12. - 22. nóvember sl. Námskeiðin eru framlag Íslands til Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

27.11.2006 : Tjáningarfrelsi og hollustuskylda opinberra starfsmanna

Haustmálþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og forsætisráðuneytið var haldið 16. nóvember síðastliðinn í Norræna húsinu. Þorkell Helgason orkumálastjóri fjallaði um tjáningarfrelsi og hollustuskyldu frá sjónarhóli stjórnanda í opinberri stofnun.

Lesa meira

23.11.2006 : Íslendingar taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni á sviði jarðhita

Íslendingar hafa tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um rannsóknir og tækni á sviði jarðhita (Geothermal Implementing Agreement) innan Alþjóðaorkustofnunarinnar (International Energy Agency) síðan 2001. Lesa meira

16.11.2006 : Miðvikudagserindi 22. nóvember - Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Í erindinu fer Ágústa yfir nokkra helstu kosti Íslendinga hvað varðar vistvænt eldsneyti og hugmyndir að hagrænum breytingum sem gætu stuðlað að upptöku þeirra. Tími: Miðvikudagur 22. nóv. kl. 13:00 - 14:00.

Lesa meira

14.11.2006 : Miðvikudagserindi 15. nóvember - Afturkræfni virkjana

Á miðvikudagserindi 15. nóvember fjallar Birgir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands, um afturkræfni virkjana. Erindið hefst kl. 13. Lesa meira

7.11.2006 : Miðvikudagserindi 8. nóvember - Framkvæmd Vatnatilskipunar ESB

Í miðvikudagserindi morgundagsins 8. nóvember fjallar Hákon Aðalsteinsson, sérfræðingur á Orkustofnun, um Hlutverk Orkustofnunar við framkvæmd Vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Erindið hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Lesa meira

6.11.2006 : Frumvarp um flutning Vatnamælinga til Íslenskra orkurannsókna

Áform eru nú uppi um að starfsemi Vatnamælinga Orkustofnunar flytjist um áramót til Íslenskra orkurannsókna. Þetta var kynnt á sameiginlegum starfsmannafundi með OS og ÍSOR þann 23. október síðastliðinn, þar sem Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu sagði frá áformunum. Lesa meira

3.11.2006 : Forseti Íslands heimsækir Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í dag, 3. nóvember, Orkugarð og kynnti sér starfsemi, verkefni og framtíðarhorfur Orkustofnunar (OS) og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Lesa meira

2.11.2006 : Miðvikudagserindi Orkustofnunar og ÍSOR

Hér getur að líta dagskrá Miðvikudagserinda Orkustofnunar og ÍSOR fram að áramótum. Erindin eru flutt í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Lesa meira