Fréttir


Fréttir: október 2006

Fyrirsagnalisti

27.10.2006 : Haustráðstefna Jarðfræðafélagsins í Orkugarði

Haustráðstefna JFÍ, föstudaginn 27. október, kl. 13 - 19 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Lesa meira

23.10.2006 : Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tuttugasti og áttundi árgangur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaðist  föstudaginn 20. október sl. Lesa meira

16.10.2006 : Vettvangur um vistvænt eldsneyti: Áfangaskýrsla

Á nýliðnu Orkuþingi 2006 kynnti Vettvangur um vistvænt eldsneyti drög að áfangaskýrslunni Stefna Íslendinga í eldsneytismálum ásamt tillögum að aðgerðum stjórnvalda. Í skýrslunni er farið yfir störf Vettvangsins, þar er yfirlit yfir helstu möguleikana sem við stöndum frammi fyrir og einnig eru þar tillögur að breytingum á lögum um eldsneyti, ásamt öðrum aðgerðum stjórnvalda. Lesa meira

16.10.2006 : Fyrirlestrar Orkuþings aðgengilegir á pdf-formi

Orkuþing 2006 er afstaðið og var hið glæsilegasta í alla staði. Þingið var haldið á Grand-Hótel Reykjavík og fór aðsókn fram úr björtustu vonum. Skráðir gestir voru rúmlega 500 talsins, en til samanburðar voru um 400 manns sem sóttu Orkuþing 2001. Samorka, samtök raforku- hita- og vatnsveitna hafði veg og vanda að undirbúningi þingsins og á mikið lof skilið fyrir.

Lesa meira

10.10.2006 : Raforkuframleiðsla hafin í Hellisheiðarvirkjun

Stöðug framleiðsla fyrstu vélarsamstæðu Hellisheiðarvirkjunar hófst 1. október og er uppsett afl hennar 45 MW. Öll raforkan fer inn á kerfi Landsnets hf. Stefnt er að því að næsta vélasamstæða, jafnöflug hinni fyrstu, verði komin í fulla notkun eftir rúmar þrjár vikur. Orkan er öll notuð í álveri Norðuráls á Grundartanga.

Lesa meira

10.10.2006 : Minnisvarði um Sigurjón Rist

Föstudaginn 6. október var afhjúpaður minnisvarði um Sigurjón Rist (1917-1994) forstöðumann Vatnamælinga Orkustofnunar til ársins 1987.

Lesa meira

9.10.2006 : Orkuteljarinn - heitt vatn, rafmagn og olía

Lögbundið hlutverk Orkustofnunar er að hafa eftirlit með orkunotkun í landinu. Lesa meira

5.10.2006 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, Orkugarði, þriðjudaginn 10. október 2006 og hefjast kl. 10.

Lesa meira

4.10.2006 : Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu um raforkuverð

Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu 3. október sl. um raforkuverð vill Orkustofnun taka fram að í nýútkomnu riti Orkustofnunar um orkumál á Íslandi, Energy in Iceland, sem vísað er til í blaðinu, (Energy in Iceland) kemur fram að raforkuverð til heimila hér á landi er sambærilegt við það sem gerist í mörgum löndum Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. Lesa meira