Fréttir


Fréttir: júlí 2006

Fyrirsagnalisti

26.7.2006 : Fyrirvaralausar rekstrartruflanir í raforkukerfinu 1992-2002

Þegar rekstrartruflun í raforkukerfinu veldur skerðingu á orku til viðskiptavina (notenda) er metið hversu víðtæk hún er, hvaða hópar notenda verða fyrir henni og hversu mikil hún er í orkueiningum.
Lesa meira

17.7.2006 : Norræn ungmenni heimsækja Orkustofnun

80 norræn ungmenni heimsóttu Orkustofnun á föstudaginn sl. og fræddust um orkumál á Íslandi. Kristinn Einarsson vatnafræðingur flutti erindi um orkumálin og svaraði síðan spurningum fróðleiksfúsra í kjölfarið. Eftir það var tímabært að setja áheyrendur í orkuhleðslu og gæddu þeir sér á flatbökum og gosdrykkjum. Ungmennin héldu síðan til bækistöðva sinna í Mosfellsbæ með vetnisknúnum strætisvögnum á vegum Íslenskrar NýOrku. Lesa meira

12.7.2006 : Styrkveitingar úr Orkusjóði

Styrkveitingar Orkusjóðs voru auglýstar í febrúar sl. með umsóknarfresti til 10. mars.

Lesa meira

4.7.2006 : Norrænar rannsóknir í evrópsku samhengi

Norræna ráðherranefndin skipuleggur nú viðamikla ráðstefnu um rannsóknir og nýsköpun í Kaupmannahöfn, 16. - 18. október næstkomandi. Lesa meira

3.7.2006 : Orkusetur stuðlar að skilvirkri orkunotkun

Á vef orkuseturs má finna ýmislegt sem tengist orkunotkun almennings. Þar á meðal eru reiknivélar þar sem skoða má bæði eldsneytis- og rafmagnsnotkun. Lesa meira

1.7.2006 : Nýtt rannsóknarverkefni í Skaftárkötlum í Vatnajökli

Nýlokið er á Vatnajökli fyrsta áfanga nýs rannsóknarverkefnis, sem miðar að ítarlegri könnun á Skaftárkötlum og umhverfi þeirra. 12 vísinda- og tæknimenn frá Vatnamælingum Orkustofnunar, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og bandarískum vísindastofnunum dvöldu dagana 7. - 15. júní í búðum við suðurjaðar Vestari Skaftárketils. Lesa meira