Fréttir


Fréttir: júní 2006

Fyrirsagnalisti

23.6.2006 : Gróður á háhitasvæðum í Krýsuvík, Grændal og á Hveravöllum

Skýrslan er liður í gagnaöflun vegna annars áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafl og jarðvarma. Meginmarkmiðið er að fá yfirlit yfir einkenni háhitasvæða og þróa aðferð til að meta verndargildi þeirra.

Lesa meira

9.6.2006 : Freysteinn Sigurðsson heiðraður

Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun var sérstaklega heiðraður á nýafstaðinni norrænni ráðstefnu um neysluvatn á vegum Norðurlandadeildar IWA (International Water Association), sem haldin var í Reykjavík 8. - 9. júní 2006. Lesa meira

9.6.2006 : Loftslagsbreytingar og endurnýjanlegir orkugjafar

Evrópuráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa, EURENEW 2006, var haldin í Reykjavík 5. - 7. júní. Auk þess sem fjallað var um niðurstöður úr norræna samstarfsverkefninu Climate and Energy, sem staðið hefur yfir sl. fjögur ár, var litið til Evrópu á sama vettvangi og málin skoðuð í stærra samhengi. Lesa meira

2.6.2006 : Eurenew 2006 - Evrópuráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa, haldin 5. - 7. júní

Vatnamælingar Orkustofnunar hafa frá árinu 2003 tekið þátt í stóru samnorrænu rannsóknarverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnið nefnist Climate and Energy. Nú er verkefninu að ljúka og af því tilefni verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 5. - 7. júní þar sem niðurstöður verkefnisins verða kynntar. Lesa meira