Fréttir


Fréttir: mars 2006

Fyrirsagnalisti

29.3.2006 : Norrænar orkurannsóknir (NEF) auglýsa styrki til verkefna á sviði orkumála

Norrænar orkurannsóknir óska eftir forumsóknum um styrki til verkefna á sviði orkumála fyrir tímabilið 2007-2010. Hugmyndir að verkefnum þurfa að berast sjóðnum fyrir 19. maí n.k. Stjórn sjóðsins velur úr þeim hugmyndum sem berast og tilkynnir um þau verkefni sem þykja hæf til frekari styrkumsóknar.

Lesa meira

20.3.2006 : Raforkunotkun ársins 2005

Orkuspárnefnd hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2005. Fram kemur að raforkuvinnsla i landinu jókst um 0,7% árið 2005 frá fyrra ári og var heildarvinnsla í landinu samtals 8.679 GWh. Stórnotkun nam 5.191 GWh á árinu 2005 og minnkaði um 0,8% frá fyrra ári. Almenn notkun jókst um 3,2% og nam 3.234 GWh.

Lesa meira

20.3.2006 : Dýptarkort stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði

Nú hafa dýptarkort nokkurra stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði bæst í þetta safn. Þau eru byggð á dýptarmælingum niður í gegnum ís, sem starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu í tveimur leiðöngrum á árunum 2001 og 2002.
Lesa meira

16.3.2006 : Ársskýrsla 2005

Nálgast má ársskýrslu Orkustofnunar 2005 hér á vef stofnunarinnar.

6.3.2006 : Er gert of mikið úr endalokum olíunnar?

Fimmtudaginn 16. mars n.k., kl. 14:30, heldur doktor Mark Jaccard fyrirlestur í Orkugarði, Grensásvegi 9, sem hann byggir á nýútkominni bók sinni Sustainable Fossil Fuels: The Unusual Suspect in the Quest for Clean and Enduring Energy. Lesa meira