Fréttir


Fréttir: janúar 2006

Fyrirsagnalisti

23.1.2006 : Lífríki í hverum á Torfajökulssvæðinu

Skýrslan er liður í gagnaöflun vegna annars áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafl og jarðvarma. Á fyrra ári kom út hliðstæð skýrsla um Hengilssvæði.
Lesa meira

19.1.2006 : Ný heimarafstöð í Varmahlíð undir Vestur-Eyjafjöllum

Fjölmenni var í Varmahlíð laugardaginn 14. janúar 2006 þegar formlega var vígð ný rafstöð sem heitir því skemmtilega nafni Gullkvörn. Lesa meira

19.1.2006 : Undirbúningur reglna um leyfisveitingar til olíuleitar og olíuvinnslu (19.01.2006)

Íslendingar horfa m.a. til Færeyja varðandi fyrirmyndir að slíkri reglusetningu, en Færeyingar eru komnir nokkuð langt í setningu slíkra reglna bæði hvað varðar almennar reglur og reglur varðandi leyfin sjálf.

Lesa meira

10.1.2006 : Aurburður jökuláa dregur úr gróðurhúsaáhrifum

Ríkulegt magn af kalsíum er í aurframburði, en kalsíum bindur koltvísýring í hafinu og tekur hafið þ.a.l. við meira af gróðurhúsalofti úr andrúmslofti.
Lesa meira

10.1.2006 : Borun að Hala í Suðursveit lofar góðu

Í haust var rannsóknarhola HA-14 að Hala í Suðursveit dýpkuð úr 67 m í 480 m.  Holan skar um 73°C litla vatnsæð (um 1 l/s) í 450 m og botnhiti í 480 m var 77,8°C. Hitastigull neðan við æðina var því 147°C/km, eða sem svarar til 14,7°C fyrir hverja 100 m sem holan dýpkar að næstu vatnsæð. Við dælingu úr holunni fengust um 0,7 l/s af  44°C heitu vatni við um 60 m niðurdrátt, en hluti vatnsins kom úr æð rétt ofan við 200 m. Því var talið álitlegt að dýpka holuna enn frekar til að kanna hitann í jarðhitakerfinu og freista þess að fá heitara vatn í holuna. Lesa meira

10.1.2006 : Jarðhitaleitarátak á Djúpavogi

Þær vísbendingar sem þegar liggja fyrir eru jákvæðar og í næsta áfanga er því áætlað að halda áfram með þessa holu og bora niður á allt að 600 metra dýpi.  Þetta er svipuð aðferðafræði og beitt hefur verið annarsstaðar á Austurlandi m.a. á Eskifirði. Þar hefur verið leitast við að sjá í “ódýrum” rannsóknarholum hvort til staðar er nýtanlegt vatn til hitaveitu áður en lagt er í boranir sem kostað geta tugi milljóna.
Lesa meira