Fréttir


Fréttir: 2006

Fyrirsagnalisti

28.12.2006 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005

Annað tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er víða komið við og m.a. fjallað um þróun eldsneytisverðs, eldsneytisnotkun, bifreiðaeign, vistvænt eldsneyti og olíuleit við Ísland.
Lesa meira

22.12.2006 : Skemmdir á Djúpadalsvirkjun

Síðastliðinn miðvikudag brast jarðvegsstífla uppistöðulóns við Djúpadalsvirkjun II. Sú virkjun er um 4 km innan við Djúpadalsvirkjun I en stöðvarhús hennar er skammt frá brúnni yfir Djúpadalsá þar sem Eyjafjarðarbraut fór í sundur beggja vegna við brúna. Áður hafa orðið skemmdir á sömu jarðvegsstíflu. Lesa meira

21.12.2006 : Þúsaldarnámskeið Jarðhitaskólans í El Salvador

Liðlega 50 þátttakendur tóku þátt í Þúsaldarnámskeiði Jarðhitaskólans í El Salvador um mánaðamótin síðustu. Þeir komu aðallega frá Mið-Ameríkulöndunum en auk þess voru fyrirlesarar frá Íslandi, Bandaríkjunum, Filippseyjum, Ítalíu, Kenýa og Mexíkó. Meðal fyrirlesara voru níu fyrrum nemendur Jarðhitaskólans frá Mið-Ameríku, en alls hefur skólinn útskrifað 43 jarðhitafræðinga frá Mið-Ameríkulöndunum fjórum. Lesa meira

20.12.2006 : Pæjur og peyjar úr Barnaskóla VE heimsækja Orkustofnun

Áttundubekkingar úr Barnaskóla Vestmannaeyja heimsóttu á dögunum Orkustofnun og fræddust um orkumál. Krakkarnir ferðuðust með Herjólfi milli lands og eyja og hrepptu vont í sjóinn á leiðinni til lands. Þau létu það þó ekki á sig fá og fóru víða í leit að fróðleik um orkuna, sem er uppruni alls og býr í öllu - kemur alls staðar við sögu.

Lesa meira

19.12.2006 : Útgáfufrétt: Orkumál 2005 - Raforka

Fyrsta tölublað Orkumála 2005 er komið út. Í ritinu er fjallað um raforkumál. Meðal efnis er grein um raforkuiðnaðinn 2005; umfjöllun um raforkunotkun Íslendinga og þróun næstu árin; fræðsla um orkuhagkvæmni; og grein um raforkuverð. Þá er fjallað um raforkulög og nýja hlutverkaskiptingu á raforkumarkaði. Ýtarlegar töflur sem áður voru birtar í Orkumálum eru nú aðeins birtar á vef Orkustofnunar. Lesa meira

16.12.2006 : Laust starf ráðgjafa hjá Norrænum orkurannsóknum (NEF)

Norrænar orkurannsóknir (Nordisk Energiforskning, NEF) auglýsa laust starf ráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. Lesa meira

29.11.2006 : Miðvikudagserindi 6. des: Vetni á vagninn

María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri Nýorku fjallar um Evrópusambandsverkefnið Ectos og framtíðarmúsík hámörkun á nýtni og fjöldaframleiðslu vetnisfarartækja. Lesa meira

27.11.2006 : Jarðhitaskólinn heldur námskeið í El Salvador

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heldur í samstarfi við LaGeo, orkufyrirtæki El Salvador, námskeið í San Salvador dagana 26. nóvember - 2. desember. Námskeiðið er það fyrsta í röð námskeiða sem haldin verða árlega í Mið-Ameríku á næstu árum. Sams konar námskeið var haldið í Kenýa í nóvember 2005 fyrir Austur-Afríkulönd. Annað námskeiðið fyrir Afríku var haldið í Kenýa dagana 12. - 22. nóvember sl. Námskeiðin eru framlag Íslands til Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

27.11.2006 : Tjáningarfrelsi og hollustuskylda opinberra starfsmanna

Haustmálþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF) í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og forsætisráðuneytið var haldið 16. nóvember síðastliðinn í Norræna húsinu. Þorkell Helgason orkumálastjóri fjallaði um tjáningarfrelsi og hollustuskyldu frá sjónarhóli stjórnanda í opinberri stofnun.

Lesa meira

23.11.2006 : Íslendingar taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni á sviði jarðhita

Íslendingar hafa tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um rannsóknir og tækni á sviði jarðhita (Geothermal Implementing Agreement) innan Alþjóðaorkustofnunarinnar (International Energy Agency) síðan 2001. Lesa meira

16.11.2006 : Miðvikudagserindi 22. nóvember - Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Í erindinu fer Ágústa yfir nokkra helstu kosti Íslendinga hvað varðar vistvænt eldsneyti og hugmyndir að hagrænum breytingum sem gætu stuðlað að upptöku þeirra. Tími: Miðvikudagur 22. nóv. kl. 13:00 - 14:00.

Lesa meira

14.11.2006 : Miðvikudagserindi 15. nóvember - Afturkræfni virkjana

Á miðvikudagserindi 15. nóvember fjallar Birgir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands, um afturkræfni virkjana. Erindið hefst kl. 13. Lesa meira

7.11.2006 : Miðvikudagserindi 8. nóvember - Framkvæmd Vatnatilskipunar ESB

Í miðvikudagserindi morgundagsins 8. nóvember fjallar Hákon Aðalsteinsson, sérfræðingur á Orkustofnun, um Hlutverk Orkustofnunar við framkvæmd Vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Erindið hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Lesa meira

6.11.2006 : Frumvarp um flutning Vatnamælinga til Íslenskra orkurannsókna

Áform eru nú uppi um að starfsemi Vatnamælinga Orkustofnunar flytjist um áramót til Íslenskra orkurannsókna. Þetta var kynnt á sameiginlegum starfsmannafundi með OS og ÍSOR þann 23. október síðastliðinn, þar sem Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu sagði frá áformunum. Lesa meira

3.11.2006 : Forseti Íslands heimsækir Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í dag, 3. nóvember, Orkugarð og kynnti sér starfsemi, verkefni og framtíðarhorfur Orkustofnunar (OS) og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Lesa meira

2.11.2006 : Miðvikudagserindi Orkustofnunar og ÍSOR

Hér getur að líta dagskrá Miðvikudagserinda Orkustofnunar og ÍSOR fram að áramótum. Erindin eru flutt í Víðgelmi, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík. Fyrirlesarar koma víða að og eru allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Lesa meira

27.10.2006 : Haustráðstefna Jarðfræðafélagsins í Orkugarði

Haustráðstefna JFÍ, föstudaginn 27. október, kl. 13 - 19 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Lesa meira

23.10.2006 : Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tuttugasti og áttundi árgangur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaðist  föstudaginn 20. október sl. Lesa meira

16.10.2006 : Vettvangur um vistvænt eldsneyti: Áfangaskýrsla

Á nýliðnu Orkuþingi 2006 kynnti Vettvangur um vistvænt eldsneyti drög að áfangaskýrslunni Stefna Íslendinga í eldsneytismálum ásamt tillögum að aðgerðum stjórnvalda. Í skýrslunni er farið yfir störf Vettvangsins, þar er yfirlit yfir helstu möguleikana sem við stöndum frammi fyrir og einnig eru þar tillögur að breytingum á lögum um eldsneyti, ásamt öðrum aðgerðum stjórnvalda. Lesa meira

16.10.2006 : Fyrirlestrar Orkuþings aðgengilegir á pdf-formi

Orkuþing 2006 er afstaðið og var hið glæsilegasta í alla staði. Þingið var haldið á Grand-Hótel Reykjavík og fór aðsókn fram úr björtustu vonum. Skráðir gestir voru rúmlega 500 talsins, en til samanburðar voru um 400 manns sem sóttu Orkuþing 2001. Samorka, samtök raforku- hita- og vatnsveitna hafði veg og vanda að undirbúningi þingsins og á mikið lof skilið fyrir.

Lesa meira

10.10.2006 : Raforkuframleiðsla hafin í Hellisheiðarvirkjun

Stöðug framleiðsla fyrstu vélarsamstæðu Hellisheiðarvirkjunar hófst 1. október og er uppsett afl hennar 45 MW. Öll raforkan fer inn á kerfi Landsnets hf. Stefnt er að því að næsta vélasamstæða, jafnöflug hinni fyrstu, verði komin í fulla notkun eftir rúmar þrjár vikur. Orkan er öll notuð í álveri Norðuráls á Grundartanga.

Lesa meira

10.10.2006 : Minnisvarði um Sigurjón Rist

Föstudaginn 6. október var afhjúpaður minnisvarði um Sigurjón Rist (1917-1994) forstöðumann Vatnamælinga Orkustofnunar til ársins 1987.

Lesa meira

9.10.2006 : Orkuteljarinn - heitt vatn, rafmagn og olía

Lögbundið hlutverk Orkustofnunar er að hafa eftirlit með orkunotkun í landinu. Lesa meira

5.10.2006 : Fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, Orkugarði, þriðjudaginn 10. október 2006 og hefjast kl. 10.

Lesa meira

4.10.2006 : Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu um raforkuverð

Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu 3. október sl. um raforkuverð vill Orkustofnun taka fram að í nýútkomnu riti Orkustofnunar um orkumál á Íslandi, Energy in Iceland, sem vísað er til í blaðinu, (Energy in Iceland) kemur fram að raforkuverð til heimila hér á landi er sambærilegt við það sem gerist í mörgum löndum Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. Lesa meira

29.9.2006 : Útgáfa: Energy in Iceland - 2. útgáfa

Út er komin 2. útgáfa ritsins Energy in Iceland - Historical Perspective, Present Status, Future Outlook.

Lesa meira

28.9.2006 : Hlaup er hafið í Skaftá (28.09.2006)

Hlaup hófst í Skaftá síðdegis í gær, 27. september.  Hlaupið fór mjög rólega af stað og verður væntanlega ekki stórt þar sem hvorugur Skaftárkatla hefur fyllst.  Rennslið hefur vaxið úr um 90 m³/s í um 170 m³/s klukkan átta í kvöld.  Stórt hlaup kom úr Eystri-Skaftárkatli í april á þessu ári og hlaup kom úr vestari katlinum í byrjun águst á síðasta ári. Venjulega eru katlarnir um tvö ár að fyllast aftur eftir Skaftárhlaup.

Lesa meira

21.9.2006 : Samkomulag milli Íslands, Danmerkur/Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna í suðurhluta Síldarsmugunnar

Nýlega var undirritað samkomulag um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna milli Íslands, Færeyja, meginlands Noregs og Jan Mayen í suðurhluta Síldarsmugunnar.

Lesa meira

19.9.2006 : Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sþ 2006

Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans á þessu ári er Hagen Hole, borverkfræðingur frá Nýja Sjálandi.
Lesa meira

12.9.2006 : Elko hlýtur viðurkenningu fyrir merkingar raftækja

Á dögunum veitti Orkusetur fyrirtækinu Elko viðurkenningu fyrir átak í merkingum raftækja í verslunum sínum.

Lesa meira

12.9.2006 : Málþing um sjálfbærar byggingar

Hönnun og útfærsla sjálfbærra bygginga hefur lítið verið í umræðunni hér á Íslandi og erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í þeim málum. Áhuginn hefur þó verið að glæðast og verður efnt til málþings þann 20. september kl. 12:30 til 17:00 til að koma umræðunni af stað. Á málþinginu verður fjallað um sjálfbær hús í bæði íslensku og alþjóðlegu samhengi og möguleikarnir á Íslandi skoðaðir sérstaklega. Lesa meira

1.9.2006 : Raforkuspá 2006-2030. Endurútreikningur á spá frá 2005

Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun fram til ársins 2030. Hún er unnin á vegum orkuspárnefndar og er endurreikningur á spá frá 2005 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Lesa meira

31.8.2006 : Greinargerð orkumálastjóra um athugasemdir Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings

Orkumálastjóri afhenti meðfylgjandi greinargerð frá 25. ágúst síðastliðnum á fundi iðnaðarnefndar í gær. Greinargerðin var tekin saman að beiðni iðnaðarráðuneytisins . Í greinargerðinni er fjallað um málsmeðferð vegna athugasemda Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings frá 14. febrúar 2002. Lesa meira

25.8.2006 : Viðbrögð Orkustofnunar við athugasemdum Gríms Björnssonar um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Orkustofnun vekur athygli á eldri frétt stofnunarinnar vegna umræðu um athugasemdir Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. Fréttin birtist á heimasíðu Orkustofnunar þann 11. apríl 2005 og birtist nú aftur óbreytt, utan þess að leiðrétt hefur verið rangt ártal í 4. mgr.

Lesa meira

26.7.2006 : Fyrirvaralausar rekstrartruflanir í raforkukerfinu 1992-2002

Þegar rekstrartruflun í raforkukerfinu veldur skerðingu á orku til viðskiptavina (notenda) er metið hversu víðtæk hún er, hvaða hópar notenda verða fyrir henni og hversu mikil hún er í orkueiningum.
Lesa meira

17.7.2006 : Norræn ungmenni heimsækja Orkustofnun

80 norræn ungmenni heimsóttu Orkustofnun á föstudaginn sl. og fræddust um orkumál á Íslandi. Kristinn Einarsson vatnafræðingur flutti erindi um orkumálin og svaraði síðan spurningum fróðleiksfúsra í kjölfarið. Eftir það var tímabært að setja áheyrendur í orkuhleðslu og gæddu þeir sér á flatbökum og gosdrykkjum. Ungmennin héldu síðan til bækistöðva sinna í Mosfellsbæ með vetnisknúnum strætisvögnum á vegum Íslenskrar NýOrku. Lesa meira

12.7.2006 : Styrkveitingar úr Orkusjóði

Styrkveitingar Orkusjóðs voru auglýstar í febrúar sl. með umsóknarfresti til 10. mars.

Lesa meira

4.7.2006 : Norrænar rannsóknir í evrópsku samhengi

Norræna ráðherranefndin skipuleggur nú viðamikla ráðstefnu um rannsóknir og nýsköpun í Kaupmannahöfn, 16. - 18. október næstkomandi. Lesa meira

3.7.2006 : Orkusetur stuðlar að skilvirkri orkunotkun

Á vef orkuseturs má finna ýmislegt sem tengist orkunotkun almennings. Þar á meðal eru reiknivélar þar sem skoða má bæði eldsneytis- og rafmagnsnotkun. Lesa meira

1.7.2006 : Nýtt rannsóknarverkefni í Skaftárkötlum í Vatnajökli

Nýlokið er á Vatnajökli fyrsta áfanga nýs rannsóknarverkefnis, sem miðar að ítarlegri könnun á Skaftárkötlum og umhverfi þeirra. 12 vísinda- og tæknimenn frá Vatnamælingum Orkustofnunar, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og bandarískum vísindastofnunum dvöldu dagana 7. - 15. júní í búðum við suðurjaðar Vestari Skaftárketils. Lesa meira

23.6.2006 : Gróður á háhitasvæðum í Krýsuvík, Grændal og á Hveravöllum

Skýrslan er liður í gagnaöflun vegna annars áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafl og jarðvarma. Meginmarkmiðið er að fá yfirlit yfir einkenni háhitasvæða og þróa aðferð til að meta verndargildi þeirra.

Lesa meira

9.6.2006 : Freysteinn Sigurðsson heiðraður

Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun var sérstaklega heiðraður á nýafstaðinni norrænni ráðstefnu um neysluvatn á vegum Norðurlandadeildar IWA (International Water Association), sem haldin var í Reykjavík 8. - 9. júní 2006. Lesa meira

9.6.2006 : Loftslagsbreytingar og endurnýjanlegir orkugjafar

Evrópuráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa, EURENEW 2006, var haldin í Reykjavík 5. - 7. júní. Auk þess sem fjallað var um niðurstöður úr norræna samstarfsverkefninu Climate and Energy, sem staðið hefur yfir sl. fjögur ár, var litið til Evrópu á sama vettvangi og málin skoðuð í stærra samhengi. Lesa meira

2.6.2006 : Eurenew 2006 - Evrópuráðstefna um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa, haldin 5. - 7. júní

Vatnamælingar Orkustofnunar hafa frá árinu 2003 tekið þátt í stóru samnorrænu rannsóknarverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnið nefnist Climate and Energy. Nú er verkefninu að ljúka og af því tilefni verður haldin ráðstefna á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 5. - 7. júní þar sem niðurstöður verkefnisins verða kynntar. Lesa meira

30.5.2006 : Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Nýtt starfsár hófst hjá Jarðhitaskólanum 2. maí sl. Þetta er tuttugasta og áttunda starfsárið. Lesa meira

16.5.2006 : Orka handa álverum

Mikill vöxtur hefur verið í álvinnslu hér á landi undanfarinn áratug og stórt álver, Fjarðaál, í byggingu austanlands samhliða stækkun álversins á Grundartanga. Þessu hefur fylgt stóraukin raforkuframleiðsla, en segja má að rafgreining súráls sé aðferð til að nýta og flytja út raforku.

Lesa meira

10.5.2006 : Nýtt rit um jarðhita á ensku

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið hafa gefið út ritið Geothermal Development and Research in Iceland.

Lesa meira

25.4.2006 : Hlaup í Skaftá

Föstudaginn 21. apríl hófst hlaup í Skaftá. Fyrst varð þess vart í Skaftártungu snemma á laugardagsmorgun. Hlaupið jókst mjög hratt og náði hámarki í byggð um og upp úr hádegi sunnudags. Síðan hefur dregið úr því jafnt og þétt.

Lesa meira

6.4.2006 : Eru orkulindir okkar ofmetnar?

Umræða hefur verið í ræðu og riti undanfarið um stærð orkulinda okkar; um það hvað við gætum framleitt mikla raforku - handa álverum eða í öðru skyni. Alllengi hefur verið miðað við að framleiða megi 50 teravattstundir af raforku á ári (TWh/a), þar af 30 úr vatnsorku en 20 úr jarðhita. Grein þessari er ætlað að varpa ljósi á þessar stærðir. Fyrst verður rifjað upp hvernig þetta mat varð til og síðan hvort ástæða sé til að endurskoða það. Lesa meira

29.3.2006 : Norrænar orkurannsóknir (NEF) auglýsa styrki til verkefna á sviði orkumála

Norrænar orkurannsóknir óska eftir forumsóknum um styrki til verkefna á sviði orkumála fyrir tímabilið 2007-2010. Hugmyndir að verkefnum þurfa að berast sjóðnum fyrir 19. maí n.k. Stjórn sjóðsins velur úr þeim hugmyndum sem berast og tilkynnir um þau verkefni sem þykja hæf til frekari styrkumsóknar.

Lesa meira

20.3.2006 : Raforkunotkun ársins 2005

Orkuspárnefnd hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2005. Fram kemur að raforkuvinnsla i landinu jókst um 0,7% árið 2005 frá fyrra ári og var heildarvinnsla í landinu samtals 8.679 GWh. Stórnotkun nam 5.191 GWh á árinu 2005 og minnkaði um 0,8% frá fyrra ári. Almenn notkun jókst um 3,2% og nam 3.234 GWh.

Lesa meira

20.3.2006 : Dýptarkort stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði

Nú hafa dýptarkort nokkurra stöðuvatna á Ófeigsfjarðarheiði bæst í þetta safn. Þau eru byggð á dýptarmælingum niður í gegnum ís, sem starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu í tveimur leiðöngrum á árunum 2001 og 2002.
Lesa meira

16.3.2006 : Ársskýrsla 2005

Nálgast má ársskýrslu Orkustofnunar 2005 hér á vef stofnunarinnar.

6.3.2006 : Er gert of mikið úr endalokum olíunnar?

Fimmtudaginn 16. mars n.k., kl. 14:30, heldur doktor Mark Jaccard fyrirlestur í Orkugarði, Grensásvegi 9, sem hann byggir á nýútkominni bók sinni Sustainable Fossil Fuels: The Unusual Suspect in the Quest for Clean and Enduring Energy. Lesa meira

20.2.2006 : Styrkir úr Orkusjóði

Umsóknarfrestur um styrki úr Orkusjóði er til 10. mars 2006.
Lesa meira

16.2.2006 : Ársfundur Orkustofnunar 2006

Haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
15. mars, kl. 13:30-16:30
Fundarstjóri: Anna Sveinsdóttir, Orkustofnun Lesa meira

23.1.2006 : Lífríki í hverum á Torfajökulssvæðinu

Skýrslan er liður í gagnaöflun vegna annars áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafl og jarðvarma. Á fyrra ári kom út hliðstæð skýrsla um Hengilssvæði.
Lesa meira

19.1.2006 : Ný heimarafstöð í Varmahlíð undir Vestur-Eyjafjöllum

Fjölmenni var í Varmahlíð laugardaginn 14. janúar 2006 þegar formlega var vígð ný rafstöð sem heitir því skemmtilega nafni Gullkvörn. Lesa meira

19.1.2006 : Undirbúningur reglna um leyfisveitingar til olíuleitar og olíuvinnslu (19.01.2006)

Íslendingar horfa m.a. til Færeyja varðandi fyrirmyndir að slíkri reglusetningu, en Færeyingar eru komnir nokkuð langt í setningu slíkra reglna bæði hvað varðar almennar reglur og reglur varðandi leyfin sjálf.

Lesa meira

10.1.2006 : Aurburður jökuláa dregur úr gróðurhúsaáhrifum

Ríkulegt magn af kalsíum er í aurframburði, en kalsíum bindur koltvísýring í hafinu og tekur hafið þ.a.l. við meira af gróðurhúsalofti úr andrúmslofti.
Lesa meira

10.1.2006 : Borun að Hala í Suðursveit lofar góðu

Í haust var rannsóknarhola HA-14 að Hala í Suðursveit dýpkuð úr 67 m í 480 m.  Holan skar um 73°C litla vatnsæð (um 1 l/s) í 450 m og botnhiti í 480 m var 77,8°C. Hitastigull neðan við æðina var því 147°C/km, eða sem svarar til 14,7°C fyrir hverja 100 m sem holan dýpkar að næstu vatnsæð. Við dælingu úr holunni fengust um 0,7 l/s af  44°C heitu vatni við um 60 m niðurdrátt, en hluti vatnsins kom úr æð rétt ofan við 200 m. Því var talið álitlegt að dýpka holuna enn frekar til að kanna hitann í jarðhitakerfinu og freista þess að fá heitara vatn í holuna. Lesa meira

10.1.2006 : Jarðhitaleitarátak á Djúpavogi

Þær vísbendingar sem þegar liggja fyrir eru jákvæðar og í næsta áfanga er því áætlað að halda áfram með þessa holu og bora niður á allt að 600 metra dýpi.  Þetta er svipuð aðferðafræði og beitt hefur verið annarsstaðar á Austurlandi m.a. á Eskifirði. Þar hefur verið leitast við að sjá í “ódýrum” rannsóknarholum hvort til staðar er nýtanlegt vatn til hitaveitu áður en lagt er í boranir sem kostað geta tugi milljóna.
Lesa meira