Fréttir


Fréttir: desember 2005

Fyrirsagnalisti

29.12.2005 : Opinn rafmagnsmarkaður

Frá 1. janúar 2006 geta neytendur keypt raforku af þeim sem þeir kjósa. Iðnaðarráðherra hélt blaðamannafund í dag þar sem breytingar á raforkumarkaði voru kynntar. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, flutti þar erindi um hlutverk Orkustofnunar í framkvæmd raforkulaga, en það felst m.a. í almennu eftirliti með raforkulögum, umsögnum, verðeftirliti, gæða- og afhendingaröryggi og bókhaldslegum aðskilnaði. Lesa meira

28.12.2005 : Jökulhlaupaannáll 1989-2004

Rannsóknarsaga jökulhlaupa nær aftur til ritaldar. Þar sem hlaupin eru í mörgum tilvikum verulegur áhrifavaldur á land og þjóð hefur þótt ástæða til að setja þau í einskonar annál en annáll jökulhlaupa hefur áður verið gefinn út fyrir tímabilið 1967-1988.

Lesa meira

28.12.2005 : Virkjun jarðhita með háa nýtni að markmiði

Nýtni er lág ef eingöngu er unnin raforka úr orku háhitakerfa, þ.e.a.s. ef ekki er markaður eða aðstæður til að nýta þann varma sem af gengur til hitunar eða iðnaðar. Lesa meira

21.12.2005 : Ný bók um hagnýtar rannsóknir á Íslandi

Hinn 29. apríl árið 2004 undirrituðu forstjórar rannsóknastofnana atvinnulífsins samning um að standa sameiginlega að útgáfu bókar um sögu rannsókna stofnananna. Kveikjan að hugmyndinni var að í ár eru  40 ár frá því stofnanirnar, eða forverar þeirra, voru stofnaðar. Lesa meira

13.12.2005 : Ný úttekt á vefjum á vegum ríkis og sveitarfélaga

Megintilgangurinn með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Alls voru skoðaðir 256 vefir og þeir metnir með tilliti til innihalds, nytsemis og aðgengis.

Lesa meira