Fréttir


Fréttir: nóvember 2005

Fyrirsagnalisti

30.11.2005 : Jarðhitaskólinn með námskeið í Kenýa

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hélt 14.-18. nóvember sl. námskeið í Kenýa fyrir yfirmenn raforkufyrirtækja, jarðfræðistofnana og orkuráðuneyta frá fimm löndum Austur Afríku þar sem aðstæður eru taldar hvað bestar til að virkja jarðhita til rafmagnsframleiðslu og annarra nota. Lesa meira

25.11.2005 : Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stóð fyrir ráðstefnu haustið 2005 um orkunotkun heimila og iðnaðar.
Hótel KEA, Akureyri, 24. nóvember 2005 kl. 9:15-14:30.

Lesa meira

23.11.2005 : Þitt er valið um áramót - opinn raforkumarkaður

Þitt er valið um áramót - opinn raforkumarkaður, nefnist nýútkominn bæklingur sem iðnaðarráðuneytið hefur gefið út. Lesa meira

21.11.2005 : Orkusetur tekur til starfa

Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu auk þess sem KEA og Samorka koma að fjármögnun setursins. Lesa meira

18.11.2005 : Fullt út úr dyrum á ráðstefnu Orkustofnunar og Landsnets um frelsi á raforkumarkaði

Í upphafi ráðstefnunnar flutti ráðherra orkumála, Valgerður Sverrisdóttir, ávarp. Hún talaði meðal annars um mikilvægi þess að halda uppi góðu raforkukerfi og að hingað til hefðu breytingar á raforkumarkaði gengið vel, þó enn væri margt ógert.

Lesa meira

18.11.2005 : Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stendur fyrir ráðstefnu 24. nóvember á Hótel KEA á Akureyri um orkunotkun heimila og iðnaðar.

Lesa meira

9.11.2005 : Norræn skýrsla um smásölumarkað raforku á Norðurlöndum

Samtök eftirlitsstofnana með orkufyrirtækjum á Norðurlöndunum (NordREG) hafa í samræmi við verkáætlun ársins 2005 lokið við gerð skýrslu sem fjallar um smásölumarkað raforku á Norðurlöndunum. Skýrslan heitir Supplier Switching in the Nordic Countries - Current practices and recommendations for the future development. Lesa meira

7.11.2005 : Ráðning aðstoðarorkumálastjóra

Ragnheiður Inga hefur verið deildarstjóri á orkumálasviði Orkustofnunar, en með breyttu skipulagi sviðsins, sem tekur gildi 1. janúar n.k. verður deildaskipting aflögð. Lesa meira

7.11.2005 : Eldsneytisspá 2005-2030

Orkuspárnefnd hefur gefið út endurreikning á eldsneytisspá frá 2001 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Þetta er í fyrsta skipti sem eldsneytisspá er endurreiknuð á milli þess sem hún er endurskoðuð frá grunni, en til framtíðar litið er gert ráð fyrir því að gildandi spá verði endurreiknuð einu sinni milli þess sem spáin er endurskoðuð frá grunni sem er á sex ára fresti. Notkunin er greind í innlenda notkun og millilanda noktun og spáð er fyrir um notkun olíu, kola og gas fram til ársins 2030. Lesa meira

4.11.2005 : Gestir frá Unalaska

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið stóðu fyrir kynningarfundi með fulltrúum frá Unalaska og skrifstofu ríkistjórans í Alaska. Lesa meira