Fréttir


Fréttir: október 2005

Fyrirsagnalisti

31.10.2005 : Vistvænt eldsneyti

Alkunna er að með notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. olíu og olíuafurða, er gengið á óendurnýjanlegar orkulindir heimsins. Því hefur í síauknum mæli verið leitað ráða til að draga úr notkun þessarar auðlindar svo og hvað hægt sé að nota í staðinn fyrir hana.

Lesa meira

31.10.2005 : Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tuttugasti og sjöundi árgangur Jarðhitaskólans útskrifaðist föstudaginn 28. október. Nemendur sem útskrifuðust að þessu sinni eru tuttugu og koma frá Djibouti (1), Egyptalandi (1), El Salvador (2), Eþíópíu (1), Erítreu (1), Indónesíu (2), Íran (2), Kenýa (2), Kína (4), Rússlandi (3), og Úganda (1). Lesa meira

27.10.2005 : Málþing til minningar um Dr. Guðmund Pálmason

Guðmundur fæddist 11. júní 1928 og lést 11. mars 2004. Guðmundur nam eðlisfræði í Svíþjóð og Bandaríkjunum, en ævistarf hans sem forstöðumanns Jarðhitadeidar Orkustofnunar sneri að jarðeðlisfræði og nýtingu jarðhita. Málþingið verður haldið á Orkustofnun, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 2. nóvember og hefst kl. 13:00. Lesa meira

21.10.2005 : Styrkir í IEE sjóð Evrópusambandsins

Búið er að auglýsa eftir umsóknum um styrki í Intelligent Energy for Europe (IEE) sjóð Evrópusambandsins.  Styrkir eru veittir til orkusparnaðar (t.d. í byggingum) og endurnýjanlegra orkugjafa. Lesa meira

18.10.2005 : Ráðstefna um umhverfiskostnað 27. október 2005

Umhverfiskostnaður er hugtak sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum. Hugtakið vísar til þess að nauðsynlegt sé að verðleggja umhverfið áður en farið er í ýmiskonar framkvæmdir og framleiðslu og að umhverfiskostnaður sé mikilvæg breyta þegar spáð er fyrir um hagnað framkvæmda. Lesa meira

11.10.2005 : Verkefnastyrkir á sviði sjálfbærra orkukerfa

Morgunverðarfundur
Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 08:30-12:00
Hótel Loftleiðir við Hlíðarfót
Lesa meira