Fréttir


Fréttir: ágúst 2005

Fyrirsagnalisti

31.8.2005 : Djúpborunarverkefni fær fjárveitingu frá ríkisstjórninni

Djúpborunarverkefnið, IDDP, hefur verið í undirbúningi síðastliðin fimm ár. Að því standa, auk Orkustofnunar, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja. Lesa meira

24.8.2005 : Raforkuspá 2005-2030 - Orkuspárnefnd hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun

Orkuspárnefnd hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi næsta aldarfjórðung en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 1997. Mesta breytingin á spánni núna er að áætluð notkun stóriðju er mun meiri en gert var ráð fyrir í eldri spá enda er einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Lesa meira

22.8.2005 : Sendinefnd frá Nikaragúa kynnir sér orkumál á Íslandi

Þrír fulltrúar frá stjórnvöldum í Nikaragúa eru hér á landi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.  Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið munu aðstoða við að kynna sendinefndinni fyrirkomulag jarðhitamála hér á landi. Auk þess að skoða jarðhitanýtingu sérstaklega, verður kynning á  íslenskri löggjöf um auðlindanýtingu, raforkumál og  mat á umhverfisáhrifum.
Lesa meira

3.8.2005 : Styrkveitingar Orkusjóðs 2005

Styrkveitingar Orkusjóðs voru auglýstar í febrúar sl.  með umsóknarfresti 4. mars. Lesa meira

2.8.2005 : Hlaup í Skaftá

Skaftárhlaup náði hámarki við Sveinstind í morgun klukkan 4:15 og var rennslið þá 720 rúmmetrar á sekúndu. Lesa meira