Fréttir


Fréttir: júní 2005

Fyrirsagnalisti

30.6.2005 : Færeyingar kynna sér framkvæmd raforkulaga hér á landi

Færeyingar eru nú farnir að huga að því að setja lög og reglur um raforkumakað sinn og komu starfsmenn frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Færeyja og frá Fjarskiptaeftirliti Færeyja í heimsókn á Orkustofnun, til að kynna sér framkvæmd raforkulaga hér á landi.

Lesa meira

29.6.2005 : Orkunotkun í íbúðarhúsnæði

Um síðustu áramót settu Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið af stað verkefni um orkunotkun í íbúðarhúsnæði í samstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Verkfræðideild Háskóla Íslands. Lesa meira

15.6.2005 : Hönnun land- og vatnafræðilegs gagnagrunns með tilliti til Vatnatilskipunar Evrópusambandsins

Nýlega varði Stefanía G. Halldórsdóttir starfsmaður Vatnamælinga Orkustofnunar meistaraverkefni sitt í umhverfisfræðum við verkfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um gerð gagnagrunns með þarfir íslenskra stjórnvalda í huga. Lesa meira

1.6.2005 : Erindi Orkustofnunarmanna á jarðhitaráðstefnu í Tyrklandi

Um 700 erindi voru flutt á ráðstefnunni en hana sóttu um 1000 manns, þar af um 60 frá Íslandi. Lesa meira

1.6.2005 : Meistaraverkefni um rennslislykla

Markmið verkefnisins var að nota Bayesíska tölfræði til þess að reikna rennslislykla, þ.e. samband vatnshæðar og rennslis. Mjög var stuðst við gögn Vatnamælinga Orkustofnunar við matið, þar á meðal alla gildandi rennslislykla. Reynt var að minnka hlutdrægni í ferlinu með leifagreiningu og mat lagt á óvissu rennslislykilsins sem og allar afleiddar stærðir s.s. ársmeðalrennsli og hámarks- og lágmarksrennsli. Einnig var reynt að leggja mat á gæði rennslislykla með nýjum gæðastuðlum. Niðurstöður voru svo bornar ítarlega saman við niðurstöður hóps um rennslislykla á vegum CHIN, samstarfs vatnamælinga á Norðurlöndunum. Lesa meira