Fréttir


Fréttir: maí 2005

Fyrirsagnalisti

23.5.2005 : Stærsta jarðvarmaveita í heimi verður byggð í Kína í samstarfi við íslensk fyrirtæki

Sendinefnd á sviði jarðhita sótti Alþýðulýðveldið Kína heim í lok ágúst 2001 í boði ráðuneytis landgæða og auðlinda í Kína. Lesa meira

21.5.2005 : Gagnavefsjá kemst áfram í aðalkeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna

Umsögn dómnefndar um Gagnavefsjá:
Vefsvæði Gagnavefsjár Orkustofnunar og Ísor byggir á öflugum gagnagrunni um auðlindir og náttúru Íslands. Gagnavefsjáin gerir jafnt fræðimönnum og almenningi kleift að nálgast þessar heimildir og leita upplýsinga um sértækt efni á skýran og myndrænan hátt. Hugbúnaðurin gefur aðgang að verkfærum til að leita upplýsinga, en einnig kost á að vinna með þær innan ramma einstakra verkefna t.d. við áætlunargerð. Vefurinn býður upp á myndræna tilvísun þeirra staða sem verið er að kanna hverju sinni. Gagnavefsjáin býður upp á margvíslega notkunarmöguleika sem vinna má með til framtíðar.

Lesa meira

18.5.2005 : Gagnavefsjá kynnt á nýmiðlunarhátíð í Öskju

Gagnavefsjá Orkustofnunar og Ísor er eitt þeirra verkefna sem kynnt verða á nýmiðlunarhátíð sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 21. maí frá kl. 13:00 til 18:00. Þar gefst almenningi og fagfólki einstakt tækifæri til að kynna sér bestu afurðir íslenskra nýmiðlunarfyrirtækja um þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning af þessu tagi er haldin hérlendis en á henni verða sýnd og kynnt þau fimmtán nýmiðlunarverkefni sem dómnefnd í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna valdi í forval. Átta þeirra verða síðan valin úr og þau send sem framlag Íslands í aðalkeppni World Summit Award (sjá: www.wsis-award.org) sem haldin verður í Túnis í haust.
Lesa meira

11.5.2005 : Nýtt starfsár hafið í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Nýtt starfsár hjá Jarðhitaskólanum hófs 11. maí og er það tuttugasta og sjöunda starfsár Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Tuttugu nemendur frá 11 löndum munu stunda sex mánaða sérfræðinám við skólann. Þau eru öll með háskólapróf í raungreinum, a.m.k. eins árs starfsreynslu við jarðhita og eru í föstum störfum við rannsóknir eða nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum.

Lesa meira

10.5.2005 : Gagnavefsjá Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna valin í forval í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna

Dómnefnd hefur valið   Gagnavefsjá Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna eitt þeirra fimmtán verkefna sem komast í forval landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar útnefningarinnar mun Gagnavefsjáin verða kynnt á sýningu þann 21. maí í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ. Þann sama dag verður jafnframt tilkynnt hvaða verkefni verða send áfram af Íslands hálfu í aðalkeppnina í Túnis í haust. Lesa meira

10.5.2005 : Alþjóðabankinn vill auka notkun endurnýjanlegrar orku í þróunarlöndum

Fyrir skömmu funduðu starfsmenn Alþjóðabankans með fulltrúum Norðurlandanna um það hvernig auka mætti nýtingu endurnýjanlegrar orku í þróunarlöndum en ákveðið hefur verið að Alþjóðabankinn auki verulega lán og styrki til orkumála. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að auka bæði framboð á orku í þróunarlöndunum og auðvelda íbúum aðgang að henni. Mikilvægt er í þessu sambandi að auka hlut endurnýjanlegrar orku, en í þróunarlöndunum er víða hægt að virkja vatnsorku og jarðhita, auk þess sem hægt er að nota þar varmadælur, vindmyllur og sólarorku. Lesa meira