Fréttir


Fréttir: apríl 2005

Fyrirsagnalisti

29.4.2005 : Jarðhitaráðstefna IGA í Tyrklandi

Þann 24. apríl hófst ráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Antalya í Tyrklandi og lýkur henni föstudaginn 29. apríl. Skráðir þátttakendur eru rúmlega 1000, þar af 63 frá Íslandi sem munu kynna 53 fræðigreinar. Ráðstefnur Alþjóða jarðhitasambandsins eru haldnar á fimm ára fresti og eru þær stærstu ráðstefnur sinnar tegundar sem haldnar eru í heiminum.

Lesa meira

25.4.2005 : Vetni - orkuberi framtíðar?

Á þessu ári lýkur formlega fyrstu alvöru tilraun á Íslandi við að nota vetni sem eldsneyti. Af því tilefni heldur Íslensk NýOrka ráðstefnu um niðurstöður verkefnis með tilraunaakstur vetnisstætisvagna (ECTOS- verkefnið). Allir helstu aðstandendur verkefnisins flytja erindi og einnig margir alþjóðlegir fulltrúar vetnisverkefna. Fjallað verður um reynslu af efnarafölum, vetnisstöðinni og viðtökur almennings. Síðari dagurinn verður helgaður horfum í vetnismálum og næstu verkefni. Allir áhugasamir um eldsneyti og orku á Íslandi eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hitta erlenda og íslenska sérfræðinga um málið og taka þátt í umræðum. Lesa meira

18.4.2005 : Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra veitt tímabundið leyfi frá starfi

Þorkell Helgason, orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi sínu um tveggja mánaða skeið og hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra orðið við þeirri ósk. Lesa meira

15.4.2005 : Norrænn fundur um mælitækni vatnamælinga

Þann 15. apríl var haldinn fundur á Orkustofnum um mælitækni við vatnamælingar. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Aðalefni fundarins voru mælingar með straumsjá sem er hljóðbylgjutæki sem notað er við mælingar í vatnsföllum. Farið var yfir stöðu tækninnar og hagnýtingu hennar á Norðurlöndum og hvernig best verði háttað upplýsingaflæði milli þeirra sem að þessum málum vinna. Lesa meira

11.4.2005 : Viðbrögð Orkustofnunar við athugasemdum Gríms Björnssonar um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarið um athugasemdir Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings á Íslenskum orkurannsóknum og fyrrverandi starfsmanns rannsóknasviðs Orkustofnunar, vill stofnunin taka fram að engum upplýsingum hefur verið leynt af hálfu hennar eins og gefið hefur verið í skyn. Lesa meira

8.4.2005 : Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra á vorfundi Jarðfræðafélags Íslands

Vorfundur Jarðfræðafélags Íslands verður haldinn 9. apríl. Nokkrir sérfræðingar á Orkustofnun flytja þar fyrirlestra. Lesa meira

7.4.2005 : Veðurfar og veðurbreytingar á vorþingi FÍV

Vorþing Félags íslenskra veðurfræðinga er haldið dagana 7. - 8. apríl. Þar verður m.a. fjallað um veðurfar og veðurbreytingar. Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á Vatnamælingum segir frá nýjustu niðurstöðum djúpkjarnaborana á heimskautajöklum jarðar. Greint verður frá rannsókn NGRIP ískjarnans (North Greenland Ice Coring Project), sem veitt hefur ítarlegar upplýsingar um veðurfar á Norður-Atlantshafssvæðinu á sl. 125.000 árum, m.a. varðandi lok síðasta hlýskeiðs (Eem skeiðsins) fyrir um 110.000 árum. Þá verður stuttlega fjallað um borunina á Dome C bungunni á Suðurskautslandinu, sem lauk við árslok 2004, en sá ískjarni segir sögu veðurfars og andrúmslofts a.m.k. 900.000 ár aftur í tímann.
Lesa meira

5.4.2005 : Útskýringar á háum rafmagnsreikningum

Vegna frétta undanfarna daga um miklar hækkanir á raforkuverði m.a. til íbúa á Vopnafirði vill Orkustofnun koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira