Fréttir


Fréttir: mars 2005

Fyrirsagnalisti

29.3.2005 : Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi

Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi verður efni málstofu Landverndar sem haldin verður í Norræna húsinu 30. mars kl. 16.30.

Lesa meira

18.3.2005 : Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar er komin út

Jarðhitabók: Eðli og nýting auðlindar kom út 17. mars. Lesa meira

16.3.2005 : Mesta aukning almennrar forgangsorku í tvo áratugi

Í samantekt Orkuspárnefndar, sem nýlega hefur verið birt, kemur fram að raforkunotkun hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna eflingar orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig vaxið talsvert en árin 2002 og 2003 dró nokkuð úr þeim vexti. Árið 2004 jókst hann að nýju og hefur notkun almennrar forgangsorku ekki vaxið jafn mikið frá árinu 1987. Raforkunotkun á íbúa er sú mesta í heiminum hér á landi og á síðasta ári notaði hver Íslendingur að meðaltali 29.500 kílóvattstundir af raforku og er þar bæði um að ræða notkun heimila, fyrirtækja, og stóriðju. Til samanburðar notar meðalheimilið um 4.000 kílóvattstundir af raforku til annarra þátta en hitunar húsnæðis. Lesa meira

10.3.2005 : Góð þátttaka á ársfundi Orkustofnunar

Eftir ávarp ráðherra orkumála, Valgerðar Sverrisdóttur, flutti Gunnar Berge, forstjóri olíustofnunar Noregs, erindi um framtíð orkumála í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Þá sagði Jóna Finndís Jónsdóttir frá vatnafarsrannsóknum Vatnamælinga og norrænu samstarfi og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skýrði frá breytingum á raforkumarkaði. Lesa meira

9.3.2005 : Erindi orkumálastjóra á ráðstefnu um arðsemi góðrar stjórnsýslu

Þann 9. mars stóðu fjármálaráðuneytið, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana fyrir ráðstefnu undir heitinu Arðsemi góðrar stjórnsýslu. Þar flutti Þorkell Helgason orkumálastjóri erindi sem hann nefndi "Hvað hindrar góða stjórnsýslu?".

Lesa meira

3.3.2005 : Tjörnesverkefnið hlaut Menningarverðlaun DV í flokki fræða

Fimmtudaginn 25 febrúar 2005 voru Menningarverðlaun DV veitt. Veitt voru verðlaun í flokki fræða í fyrsta sinn og hlaut Tjörnesverkefnið þennan heiður. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands veitti verðlaununum móttöku fyrir hönd allra samstarfsaðila. Lesa meira

2.3.2005 : Spurningakeppni á Orkuþingi skóla - verðlaunahafar

Vinningshafar í getraun Orkustofnuar á Orkuþingi skóla í Perlunni. Lesa meira