Fréttir


Fréttir: janúar 2005

Fyrirsagnalisti

27.1.2005 : Áhrif og gildistaka nýrra raforkulaga

Þann 27. janúar voru umræður utan dagskrár á Alþingi um gildistöku og áhrif nýrra raforkulaga. Iðnaðarráðherra flutti þar framsöguræðu. Lesa meira

27.1.2005 : Orkuþing skóla í Perlunni, 25.- 26. febrúar

Efnt verður til orkuþings skóla í Perlunni dagana 25.og 26. febrúar undir heitinu ORKA -  FRÁ NÁTTÚRU TIL NEYTENDA. Sýning á verkefnum nemenda mun standa til 1. mars.
Lesa meira

26.1.2005 : Niðurstöður Alþjóða orkuþingsins í Sydney

Dagana 5.-9. september 2004 hélt Alþjóða orkuráðið (World Energy Council, WEC) 19. alþjóðaráðstefnu sína í Sydney í Ástralíu. Ráðstefnan sendi frá sér samandregnar niðurstöður sem hafa verið þýddar á íslensku.

Lesa meira

20.1.2005 : Ekki tilefni til hækkana vegna nýrra raforkulaga

Ný skipan raforkumála kom til framkvæmda um sl. áramót. Þessi nýskipan ein sér gefur ekki almennt tilefni til umtalsverðra breytinga á raforkuverði. Þó má búast við nokkrum tilfærslum milli svæða og neytendahópa. Þannig má rekja um 2-4% af hækkun á raunverði rafmagns suðvestanlands til breytingarinnar en með sama hætti ætti hún að leiða til lækkunar á veitusvæði RARIK, einkum í þéttbýli. Lesa meira

7.1.2005 : Valgarður Stefánsson kvaddur á Orkustofnun

Þann 1. september síðastliðinn tók Samorka við rekstri aðalskrifstofu Alþjóða jarðhitasambandsins, IGA, og mun hún verða þar næstu fimm árin. Lesa meira

6.1.2005 : Breyting á raforkulögum og nýjar reglugerðir

Þann 10. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi lög um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003. Lögin sem eru númer 149/2004 hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira

4.1.2005 : Nýjar gjaldskrár raforkufyrirtækja fyrir dreifingu og flutning

Samkvæmt nýjum raforkulögum ber dreifiveitum að setja nýja gjaldskrá frá og með 1. janúar 2005, þar sem skilið er á milli flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni en samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 giltu gjaldskrár dreifiveitna sem í gildi voru við gildistöku laganna til 1. janúar 2005. Lesa meira

3.1.2005 : Samkeppni á raforkumarkaði

Þann 1. janúar 2005 hófst  samkeppni á íslenskum raforkumarkaði þegar skilið var á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku.

Lesa meira