Fréttir


Fréttir: 2005

Fyrirsagnalisti

29.12.2005 : Opinn rafmagnsmarkaður

Frá 1. janúar 2006 geta neytendur keypt raforku af þeim sem þeir kjósa. Iðnaðarráðherra hélt blaðamannafund í dag þar sem breytingar á raforkumarkaði voru kynntar. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, flutti þar erindi um hlutverk Orkustofnunar í framkvæmd raforkulaga, en það felst m.a. í almennu eftirliti með raforkulögum, umsögnum, verðeftirliti, gæða- og afhendingaröryggi og bókhaldslegum aðskilnaði. Lesa meira

28.12.2005 : Jökulhlaupaannáll 1989-2004

Rannsóknarsaga jökulhlaupa nær aftur til ritaldar. Þar sem hlaupin eru í mörgum tilvikum verulegur áhrifavaldur á land og þjóð hefur þótt ástæða til að setja þau í einskonar annál en annáll jökulhlaupa hefur áður verið gefinn út fyrir tímabilið 1967-1988.

Lesa meira

28.12.2005 : Virkjun jarðhita með háa nýtni að markmiði

Nýtni er lág ef eingöngu er unnin raforka úr orku háhitakerfa, þ.e.a.s. ef ekki er markaður eða aðstæður til að nýta þann varma sem af gengur til hitunar eða iðnaðar. Lesa meira

21.12.2005 : Ný bók um hagnýtar rannsóknir á Íslandi

Hinn 29. apríl árið 2004 undirrituðu forstjórar rannsóknastofnana atvinnulífsins samning um að standa sameiginlega að útgáfu bókar um sögu rannsókna stofnananna. Kveikjan að hugmyndinni var að í ár eru  40 ár frá því stofnanirnar, eða forverar þeirra, voru stofnaðar. Lesa meira

13.12.2005 : Ný úttekt á vefjum á vegum ríkis og sveitarfélaga

Megintilgangurinn með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Alls voru skoðaðir 256 vefir og þeir metnir með tilliti til innihalds, nytsemis og aðgengis.

Lesa meira

30.11.2005 : Jarðhitaskólinn með námskeið í Kenýa

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hélt 14.-18. nóvember sl. námskeið í Kenýa fyrir yfirmenn raforkufyrirtækja, jarðfræðistofnana og orkuráðuneyta frá fimm löndum Austur Afríku þar sem aðstæður eru taldar hvað bestar til að virkja jarðhita til rafmagnsframleiðslu og annarra nota. Lesa meira

25.11.2005 : Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stóð fyrir ráðstefnu haustið 2005 um orkunotkun heimila og iðnaðar.
Hótel KEA, Akureyri, 24. nóvember 2005 kl. 9:15-14:30.

Lesa meira

23.11.2005 : Þitt er valið um áramót - opinn raforkumarkaður

Þitt er valið um áramót - opinn raforkumarkaður, nefnist nýútkominn bæklingur sem iðnaðarráðuneytið hefur gefið út. Lesa meira

21.11.2005 : Orkusetur tekur til starfa

Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu auk þess sem KEA og Samorka koma að fjármögnun setursins. Lesa meira

18.11.2005 : Fullt út úr dyrum á ráðstefnu Orkustofnunar og Landsnets um frelsi á raforkumarkaði

Í upphafi ráðstefnunnar flutti ráðherra orkumála, Valgerður Sverrisdóttir, ávarp. Hún talaði meðal annars um mikilvægi þess að halda uppi góðu raforkukerfi og að hingað til hefðu breytingar á raforkumarkaði gengið vel, þó enn væri margt ógert.

Lesa meira

18.11.2005 : Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar

Orkusetur, í samvinnu við Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið, stendur fyrir ráðstefnu 24. nóvember á Hótel KEA á Akureyri um orkunotkun heimila og iðnaðar.

Lesa meira

9.11.2005 : Norræn skýrsla um smásölumarkað raforku á Norðurlöndum

Samtök eftirlitsstofnana með orkufyrirtækjum á Norðurlöndunum (NordREG) hafa í samræmi við verkáætlun ársins 2005 lokið við gerð skýrslu sem fjallar um smásölumarkað raforku á Norðurlöndunum. Skýrslan heitir Supplier Switching in the Nordic Countries - Current practices and recommendations for the future development. Lesa meira

7.11.2005 : Ráðning aðstoðarorkumálastjóra

Ragnheiður Inga hefur verið deildarstjóri á orkumálasviði Orkustofnunar, en með breyttu skipulagi sviðsins, sem tekur gildi 1. janúar n.k. verður deildaskipting aflögð. Lesa meira

7.11.2005 : Eldsneytisspá 2005-2030

Orkuspárnefnd hefur gefið út endurreikning á eldsneytisspá frá 2001 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Þetta er í fyrsta skipti sem eldsneytisspá er endurreiknuð á milli þess sem hún er endurskoðuð frá grunni, en til framtíðar litið er gert ráð fyrir því að gildandi spá verði endurreiknuð einu sinni milli þess sem spáin er endurskoðuð frá grunni sem er á sex ára fresti. Notkunin er greind í innlenda notkun og millilanda noktun og spáð er fyrir um notkun olíu, kola og gas fram til ársins 2030. Lesa meira

4.11.2005 : Gestir frá Unalaska

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið stóðu fyrir kynningarfundi með fulltrúum frá Unalaska og skrifstofu ríkistjórans í Alaska. Lesa meira

31.10.2005 : Vistvænt eldsneyti

Alkunna er að með notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. olíu og olíuafurða, er gengið á óendurnýjanlegar orkulindir heimsins. Því hefur í síauknum mæli verið leitað ráða til að draga úr notkun þessarar auðlindar svo og hvað hægt sé að nota í staðinn fyrir hana.

Lesa meira

31.10.2005 : Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tuttugasti og sjöundi árgangur Jarðhitaskólans útskrifaðist föstudaginn 28. október. Nemendur sem útskrifuðust að þessu sinni eru tuttugu og koma frá Djibouti (1), Egyptalandi (1), El Salvador (2), Eþíópíu (1), Erítreu (1), Indónesíu (2), Íran (2), Kenýa (2), Kína (4), Rússlandi (3), og Úganda (1). Lesa meira

27.10.2005 : Málþing til minningar um Dr. Guðmund Pálmason

Guðmundur fæddist 11. júní 1928 og lést 11. mars 2004. Guðmundur nam eðlisfræði í Svíþjóð og Bandaríkjunum, en ævistarf hans sem forstöðumanns Jarðhitadeidar Orkustofnunar sneri að jarðeðlisfræði og nýtingu jarðhita. Málþingið verður haldið á Orkustofnun, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 2. nóvember og hefst kl. 13:00. Lesa meira

21.10.2005 : Styrkir í IEE sjóð Evrópusambandsins

Búið er að auglýsa eftir umsóknum um styrki í Intelligent Energy for Europe (IEE) sjóð Evrópusambandsins.  Styrkir eru veittir til orkusparnaðar (t.d. í byggingum) og endurnýjanlegra orkugjafa. Lesa meira

18.10.2005 : Ráðstefna um umhverfiskostnað 27. október 2005

Umhverfiskostnaður er hugtak sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum. Hugtakið vísar til þess að nauðsynlegt sé að verðleggja umhverfið áður en farið er í ýmiskonar framkvæmdir og framleiðslu og að umhverfiskostnaður sé mikilvæg breyta þegar spáð er fyrir um hagnað framkvæmda. Lesa meira

11.10.2005 : Verkefnastyrkir á sviði sjálfbærra orkukerfa

Morgunverðarfundur
Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 08:30-12:00
Hótel Loftleiðir við Hlíðarfót
Lesa meira

22.9.2005 : Fjármögnun fyrstu djúpborunarholunnar tryggð

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt allt að 300 m.kr. þátttöku í djúpborunarverkefninu. Lesa meira

21.9.2005 : Vísindavaka

Evrópusambandið hefur tileinkað föstudaginn 23. september vísindamönnum í Evrópu. Háskólar, rannsóknastofnanir og söfn víðs vegar í Evrópu hafa af því tilefni skipulagt ýmsa atburði þar sem m.a. er bent á möguleikana á starfsvettvangi í vísindum og rannsóknum. Lesa meira

15.9.2005 : Ráðstefna um landupplýsingar

Þórarinn Jóhannsson flytur erindið Hydrological classification on a catchment scale with GIS og Helga P. Finnsdóttir flytur erindið Internet Map Server for Geographical Data on Water and Energy. Lesa meira

14.9.2005 : Úttekt á yfirborðshita í Kerlingarfjöllum og á Hveravöllum

Meðal verkefna í 2. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er yfirlitsrannsókn á jarðhita í Kerlingafjöllum og Hveravöllum á Kili. Lesa meira

14.9.2005 : Gagnavefsjá í nýmiðlunarsamkeppni Sameinuðu þjóðanna

Tilgangurinn með nýmiðlunarverðlaunum Sameinuðu þjóðanna (World Summit Award, WSA) er að velja og kynna besta stafræna efnið og nýmiðlun  í veröldinni um þessar mundir. Lesa meira

5.9.2005 : Nýjar lausnir í orkumálum Norðurlanda

Í tilefni af 20 ára afmæli Norrænna orkurannsókna (Nordisk energiforskning - NEF)  verður haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn þann 13. október, n.k. Lesa meira

31.8.2005 : Djúpborunarverkefni fær fjárveitingu frá ríkisstjórninni

Djúpborunarverkefnið, IDDP, hefur verið í undirbúningi síðastliðin fimm ár. Að því standa, auk Orkustofnunar, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja. Lesa meira

24.8.2005 : Raforkuspá 2005-2030 - Orkuspárnefnd hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun

Orkuspárnefnd hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi næsta aldarfjórðung en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 1997. Mesta breytingin á spánni núna er að áætluð notkun stóriðju er mun meiri en gert var ráð fyrir í eldri spá enda er einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Lesa meira

22.8.2005 : Sendinefnd frá Nikaragúa kynnir sér orkumál á Íslandi

Þrír fulltrúar frá stjórnvöldum í Nikaragúa eru hér á landi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.  Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið munu aðstoða við að kynna sendinefndinni fyrirkomulag jarðhitamála hér á landi. Auk þess að skoða jarðhitanýtingu sérstaklega, verður kynning á  íslenskri löggjöf um auðlindanýtingu, raforkumál og  mat á umhverfisáhrifum.
Lesa meira

3.8.2005 : Styrkveitingar Orkusjóðs 2005

Styrkveitingar Orkusjóðs voru auglýstar í febrúar sl.  með umsóknarfresti 4. mars. Lesa meira

2.8.2005 : Hlaup í Skaftá

Skaftárhlaup náði hámarki við Sveinstind í morgun klukkan 4:15 og var rennslið þá 720 rúmmetrar á sekúndu. Lesa meira

26.7.2005 : Flóð í jökulám vegna sumarhita

Í kjölfar hlýinda á hálendinu undanfarna daga, einkum austanlands, hefur rennsli farið stigvaxandi í helstu jökulám. Lesa meira

22.7.2005 : Heimarafstöðvar eru víða um land

Á fyrri hluta síðustu aldar voru byggðar margar heimarafstöðvar víða um land með virkjun vatnsafls. Flestar voru þær minni en 30 kW og raforkan nýtt til eigin þarfa. Lesa meira

22.7.2005 : Heimarafstöðvar eru menningarverðmæti

Íslendingar eiga að stand vörð um heimarafstöðvar og varðveita þær í upprunanlegri mynd eins og kostur er.

Lesa meira

21.7.2005 : Umsóknir sem bárust jarðhitaleitarátaki hafa verið afgreiddaR

Umsjónarhópur með jarðhitaleitarátaki 2005 hefur afgreitt þær umsóknir sem bárust. Lesa meira

15.7.2005 : Laus störf hjá Orkustofnun

Orkustofnun vill efla og auka starfsemi sína á Akureyri.

Lesa meira

14.7.2005 : Verkefni lokið sem hlaut styrk úr Orkusjóði 2004

Rafeindastýrði borholumælirinn hefur nú verið prófaðar og frekari þróunarvinna er í gangi. Lesa meira

13.7.2005 : Verkefni lokið sem hlaut styrk úr Orkustjóði 2003

Lokaskýrslu ÍSOR vegna TEM mælinga í Öxarfirði hefur nú verið skilað til Orkusjóðs. Lesa meira

8.7.2005 : Hagkvæmni varmadælna könnuð í Vík

Orkustofnun og Mýrdalshreppur hafa gert samning við Fjarhitun hf. um að kanna möguleika á því að nota varmadælur til húshitunar í Vík í Mýrdal. Lesa meira

7.7.2005 : Hlaup í Múlakvísl

Að morgni miðvikudags þann 6. júlí, mældi síriti aukna rafleiðni í Múlakvísl sem rennur frá Mýrdalsjökli. Lesa meira

4.7.2005 : Samkomulag undirritað um eignagrunn Landsnets hf.

Þann 1. júlí var skrifað undir samkomulag um verðmæti flutningsvirkja og annars lausafjár á milli Landsnets hf. og þeirra fyrirtækja sem kosið hafa að leggja sín flutningsvirki inn í Landsnet hf. Lesa meira

1.7.2005 : Orkuráð hefur farið yfir umsóknir til Orkusjóðs

Á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 30. júní, afgreiddi orkuráð tillögur til iðnaðarráðherra um afgreiðslu styrkumsókna til Orkusjóðs. Afgreiðslu iðnaðarráðherra á tillögum orkuráðs er að vænta um miðjan júlí. Lesa meira

30.6.2005 : Færeyingar kynna sér framkvæmd raforkulaga hér á landi

Færeyingar eru nú farnir að huga að því að setja lög og reglur um raforkumakað sinn og komu starfsmenn frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Færeyja og frá Fjarskiptaeftirliti Færeyja í heimsókn á Orkustofnun, til að kynna sér framkvæmd raforkulaga hér á landi.

Lesa meira

29.6.2005 : Orkunotkun í íbúðarhúsnæði

Um síðustu áramót settu Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið af stað verkefni um orkunotkun í íbúðarhúsnæði í samstarfi við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Verkfræðideild Háskóla Íslands. Lesa meira

15.6.2005 : Hönnun land- og vatnafræðilegs gagnagrunns með tilliti til Vatnatilskipunar Evrópusambandsins

Nýlega varði Stefanía G. Halldórsdóttir starfsmaður Vatnamælinga Orkustofnunar meistaraverkefni sitt í umhverfisfræðum við verkfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um gerð gagnagrunns með þarfir íslenskra stjórnvalda í huga. Lesa meira

1.6.2005 : Erindi Orkustofnunarmanna á jarðhitaráðstefnu í Tyrklandi

Um 700 erindi voru flutt á ráðstefnunni en hana sóttu um 1000 manns, þar af um 60 frá Íslandi. Lesa meira

1.6.2005 : Meistaraverkefni um rennslislykla

Markmið verkefnisins var að nota Bayesíska tölfræði til þess að reikna rennslislykla, þ.e. samband vatnshæðar og rennslis. Mjög var stuðst við gögn Vatnamælinga Orkustofnunar við matið, þar á meðal alla gildandi rennslislykla. Reynt var að minnka hlutdrægni í ferlinu með leifagreiningu og mat lagt á óvissu rennslislykilsins sem og allar afleiddar stærðir s.s. ársmeðalrennsli og hámarks- og lágmarksrennsli. Einnig var reynt að leggja mat á gæði rennslislykla með nýjum gæðastuðlum. Niðurstöður voru svo bornar ítarlega saman við niðurstöður hóps um rennslislykla á vegum CHIN, samstarfs vatnamælinga á Norðurlöndunum. Lesa meira

23.5.2005 : Stærsta jarðvarmaveita í heimi verður byggð í Kína í samstarfi við íslensk fyrirtæki

Sendinefnd á sviði jarðhita sótti Alþýðulýðveldið Kína heim í lok ágúst 2001 í boði ráðuneytis landgæða og auðlinda í Kína. Lesa meira

21.5.2005 : Gagnavefsjá kemst áfram í aðalkeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna

Umsögn dómnefndar um Gagnavefsjá:
Vefsvæði Gagnavefsjár Orkustofnunar og Ísor byggir á öflugum gagnagrunni um auðlindir og náttúru Íslands. Gagnavefsjáin gerir jafnt fræðimönnum og almenningi kleift að nálgast þessar heimildir og leita upplýsinga um sértækt efni á skýran og myndrænan hátt. Hugbúnaðurin gefur aðgang að verkfærum til að leita upplýsinga, en einnig kost á að vinna með þær innan ramma einstakra verkefna t.d. við áætlunargerð. Vefurinn býður upp á myndræna tilvísun þeirra staða sem verið er að kanna hverju sinni. Gagnavefsjáin býður upp á margvíslega notkunarmöguleika sem vinna má með til framtíðar.

Lesa meira

18.5.2005 : Gagnavefsjá kynnt á nýmiðlunarhátíð í Öskju

Gagnavefsjá Orkustofnunar og Ísor er eitt þeirra verkefna sem kynnt verða á nýmiðlunarhátíð sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 21. maí frá kl. 13:00 til 18:00. Þar gefst almenningi og fagfólki einstakt tækifæri til að kynna sér bestu afurðir íslenskra nýmiðlunarfyrirtækja um þessar mundir. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning af þessu tagi er haldin hérlendis en á henni verða sýnd og kynnt þau fimmtán nýmiðlunarverkefni sem dómnefnd í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna valdi í forval. Átta þeirra verða síðan valin úr og þau send sem framlag Íslands í aðalkeppni World Summit Award (sjá: www.wsis-award.org) sem haldin verður í Túnis í haust.
Lesa meira

11.5.2005 : Nýtt starfsár hafið í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Nýtt starfsár hjá Jarðhitaskólanum hófs 11. maí og er það tuttugasta og sjöunda starfsár Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Tuttugu nemendur frá 11 löndum munu stunda sex mánaða sérfræðinám við skólann. Þau eru öll með háskólapróf í raungreinum, a.m.k. eins árs starfsreynslu við jarðhita og eru í föstum störfum við rannsóknir eða nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum.

Lesa meira

10.5.2005 : Gagnavefsjá Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna valin í forval í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna

Dómnefnd hefur valið   Gagnavefsjá Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna eitt þeirra fimmtán verkefna sem komast í forval landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar útnefningarinnar mun Gagnavefsjáin verða kynnt á sýningu þann 21. maí í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ. Þann sama dag verður jafnframt tilkynnt hvaða verkefni verða send áfram af Íslands hálfu í aðalkeppnina í Túnis í haust. Lesa meira

10.5.2005 : Alþjóðabankinn vill auka notkun endurnýjanlegrar orku í þróunarlöndum

Fyrir skömmu funduðu starfsmenn Alþjóðabankans með fulltrúum Norðurlandanna um það hvernig auka mætti nýtingu endurnýjanlegrar orku í þróunarlöndum en ákveðið hefur verið að Alþjóðabankinn auki verulega lán og styrki til orkumála. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að auka bæði framboð á orku í þróunarlöndunum og auðvelda íbúum aðgang að henni. Mikilvægt er í þessu sambandi að auka hlut endurnýjanlegrar orku, en í þróunarlöndunum er víða hægt að virkja vatnsorku og jarðhita, auk þess sem hægt er að nota þar varmadælur, vindmyllur og sólarorku. Lesa meira

29.4.2005 : Jarðhitaráðstefna IGA í Tyrklandi

Þann 24. apríl hófst ráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Antalya í Tyrklandi og lýkur henni föstudaginn 29. apríl. Skráðir þátttakendur eru rúmlega 1000, þar af 63 frá Íslandi sem munu kynna 53 fræðigreinar. Ráðstefnur Alþjóða jarðhitasambandsins eru haldnar á fimm ára fresti og eru þær stærstu ráðstefnur sinnar tegundar sem haldnar eru í heiminum.

Lesa meira

25.4.2005 : Vetni - orkuberi framtíðar?

Á þessu ári lýkur formlega fyrstu alvöru tilraun á Íslandi við að nota vetni sem eldsneyti. Af því tilefni heldur Íslensk NýOrka ráðstefnu um niðurstöður verkefnis með tilraunaakstur vetnisstætisvagna (ECTOS- verkefnið). Allir helstu aðstandendur verkefnisins flytja erindi og einnig margir alþjóðlegir fulltrúar vetnisverkefna. Fjallað verður um reynslu af efnarafölum, vetnisstöðinni og viðtökur almennings. Síðari dagurinn verður helgaður horfum í vetnismálum og næstu verkefni. Allir áhugasamir um eldsneyti og orku á Íslandi eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hitta erlenda og íslenska sérfræðinga um málið og taka þátt í umræðum. Lesa meira

18.4.2005 : Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra veitt tímabundið leyfi frá starfi

Þorkell Helgason, orkumálastjóri hefur af persónulegum ástæðum óskað eftir leyfi frá starfi sínu um tveggja mánaða skeið og hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra orðið við þeirri ósk. Lesa meira

15.4.2005 : Norrænn fundur um mælitækni vatnamælinga

Þann 15. apríl var haldinn fundur á Orkustofnum um mælitækni við vatnamælingar. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Aðalefni fundarins voru mælingar með straumsjá sem er hljóðbylgjutæki sem notað er við mælingar í vatnsföllum. Farið var yfir stöðu tækninnar og hagnýtingu hennar á Norðurlöndum og hvernig best verði háttað upplýsingaflæði milli þeirra sem að þessum málum vinna. Lesa meira

11.4.2005 : Viðbrögð Orkustofnunar við athugasemdum Gríms Björnssonar um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarið um athugasemdir Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings á Íslenskum orkurannsóknum og fyrrverandi starfsmanns rannsóknasviðs Orkustofnunar, vill stofnunin taka fram að engum upplýsingum hefur verið leynt af hálfu hennar eins og gefið hefur verið í skyn. Lesa meira

8.4.2005 : Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra á vorfundi Jarðfræðafélags Íslands

Vorfundur Jarðfræðafélags Íslands verður haldinn 9. apríl. Nokkrir sérfræðingar á Orkustofnun flytja þar fyrirlestra. Lesa meira

7.4.2005 : Veðurfar og veðurbreytingar á vorþingi FÍV

Vorþing Félags íslenskra veðurfræðinga er haldið dagana 7. - 8. apríl. Þar verður m.a. fjallað um veðurfar og veðurbreytingar. Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á Vatnamælingum segir frá nýjustu niðurstöðum djúpkjarnaborana á heimskautajöklum jarðar. Greint verður frá rannsókn NGRIP ískjarnans (North Greenland Ice Coring Project), sem veitt hefur ítarlegar upplýsingar um veðurfar á Norður-Atlantshafssvæðinu á sl. 125.000 árum, m.a. varðandi lok síðasta hlýskeiðs (Eem skeiðsins) fyrir um 110.000 árum. Þá verður stuttlega fjallað um borunina á Dome C bungunni á Suðurskautslandinu, sem lauk við árslok 2004, en sá ískjarni segir sögu veðurfars og andrúmslofts a.m.k. 900.000 ár aftur í tímann.
Lesa meira

5.4.2005 : Útskýringar á háum rafmagnsreikningum

Vegna frétta undanfarna daga um miklar hækkanir á raforkuverði m.a. til íbúa á Vopnafirði vill Orkustofnun koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

29.3.2005 : Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi

Íslensk orka í alþjóðlegu samhengi verður efni málstofu Landverndar sem haldin verður í Norræna húsinu 30. mars kl. 16.30.

Lesa meira

18.3.2005 : Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar er komin út

Jarðhitabók: Eðli og nýting auðlindar kom út 17. mars. Lesa meira

16.3.2005 : Mesta aukning almennrar forgangsorku í tvo áratugi

Í samantekt Orkuspárnefndar, sem nýlega hefur verið birt, kemur fram að raforkunotkun hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna eflingar orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig vaxið talsvert en árin 2002 og 2003 dró nokkuð úr þeim vexti. Árið 2004 jókst hann að nýju og hefur notkun almennrar forgangsorku ekki vaxið jafn mikið frá árinu 1987. Raforkunotkun á íbúa er sú mesta í heiminum hér á landi og á síðasta ári notaði hver Íslendingur að meðaltali 29.500 kílóvattstundir af raforku og er þar bæði um að ræða notkun heimila, fyrirtækja, og stóriðju. Til samanburðar notar meðalheimilið um 4.000 kílóvattstundir af raforku til annarra þátta en hitunar húsnæðis. Lesa meira

10.3.2005 : Góð þátttaka á ársfundi Orkustofnunar

Eftir ávarp ráðherra orkumála, Valgerðar Sverrisdóttur, flutti Gunnar Berge, forstjóri olíustofnunar Noregs, erindi um framtíð orkumála í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Þá sagði Jóna Finndís Jónsdóttir frá vatnafarsrannsóknum Vatnamælinga og norrænu samstarfi og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skýrði frá breytingum á raforkumarkaði. Lesa meira

9.3.2005 : Erindi orkumálastjóra á ráðstefnu um arðsemi góðrar stjórnsýslu

Þann 9. mars stóðu fjármálaráðuneytið, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana fyrir ráðstefnu undir heitinu Arðsemi góðrar stjórnsýslu. Þar flutti Þorkell Helgason orkumálastjóri erindi sem hann nefndi "Hvað hindrar góða stjórnsýslu?".

Lesa meira

3.3.2005 : Tjörnesverkefnið hlaut Menningarverðlaun DV í flokki fræða

Fimmtudaginn 25 febrúar 2005 voru Menningarverðlaun DV veitt. Veitt voru verðlaun í flokki fræða í fyrsta sinn og hlaut Tjörnesverkefnið þennan heiður. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands veitti verðlaununum móttöku fyrir hönd allra samstarfsaðila. Lesa meira

2.3.2005 : Spurningakeppni á Orkuþingi skóla - verðlaunahafar

Vinningshafar í getraun Orkustofnuar á Orkuþingi skóla í Perlunni. Lesa meira

24.2.2005 : Dagskrá Orkuþings skóla

Orkuþing skóla í Perlunni 25. – 27. febrúar 2005. Lesa meira

15.2.2005 : Ársfundur Orkustofnunar 2005

Ársfundur Orkustofnunar 2005 haldinn fimmtudaginn 10. mars á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún

Lesa meira

11.2.2005 : Styrkir til jarðhitaleitar á köldum svæðum

Iðnaðarráðherra hefur á grundvelli laga nr. 58/2004, ákveðið að standa á ný fyrir sérstöku jarðhitaleitarátaki á köldum svæðum. Lesa meira

6.2.2005 : Styrkveitingar úr Orkusjóði

Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði.

Lesa meira

27.1.2005 : Áhrif og gildistaka nýrra raforkulaga

Þann 27. janúar voru umræður utan dagskrár á Alþingi um gildistöku og áhrif nýrra raforkulaga. Iðnaðarráðherra flutti þar framsöguræðu. Lesa meira

27.1.2005 : Orkuþing skóla í Perlunni, 25.- 26. febrúar

Efnt verður til orkuþings skóla í Perlunni dagana 25.og 26. febrúar undir heitinu ORKA -  FRÁ NÁTTÚRU TIL NEYTENDA. Sýning á verkefnum nemenda mun standa til 1. mars.
Lesa meira

26.1.2005 : Niðurstöður Alþjóða orkuþingsins í Sydney

Dagana 5.-9. september 2004 hélt Alþjóða orkuráðið (World Energy Council, WEC) 19. alþjóðaráðstefnu sína í Sydney í Ástralíu. Ráðstefnan sendi frá sér samandregnar niðurstöður sem hafa verið þýddar á íslensku.

Lesa meira

20.1.2005 : Ekki tilefni til hækkana vegna nýrra raforkulaga

Ný skipan raforkumála kom til framkvæmda um sl. áramót. Þessi nýskipan ein sér gefur ekki almennt tilefni til umtalsverðra breytinga á raforkuverði. Þó má búast við nokkrum tilfærslum milli svæða og neytendahópa. Þannig má rekja um 2-4% af hækkun á raunverði rafmagns suðvestanlands til breytingarinnar en með sama hætti ætti hún að leiða til lækkunar á veitusvæði RARIK, einkum í þéttbýli. Lesa meira

7.1.2005 : Valgarður Stefánsson kvaddur á Orkustofnun

Þann 1. september síðastliðinn tók Samorka við rekstri aðalskrifstofu Alþjóða jarðhitasambandsins, IGA, og mun hún verða þar næstu fimm árin. Lesa meira

6.1.2005 : Breyting á raforkulögum og nýjar reglugerðir

Þann 10. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi lög um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003. Lögin sem eru númer 149/2004 hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Lesa meira

4.1.2005 : Nýjar gjaldskrár raforkufyrirtækja fyrir dreifingu og flutning

Samkvæmt nýjum raforkulögum ber dreifiveitum að setja nýja gjaldskrá frá og með 1. janúar 2005, þar sem skilið er á milli flutnings, dreifingar og sölu á rafmagni en samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 giltu gjaldskrár dreifiveitna sem í gildi voru við gildistöku laganna til 1. janúar 2005. Lesa meira

3.1.2005 : Samkeppni á raforkumarkaði

Þann 1. janúar 2005 hófst  samkeppni á íslenskum raforkumarkaði þegar skilið var á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku.

Lesa meira