Fréttir


Fréttir: mars 2004

Fyrirsagnalisti

26.3.2004 : Gagnavefsjá Orkustofnunar tekin í notkun

Gagnavefsjáin var smíðuð til að auðvelda almenningi aðgang að gögnum Orkustofnunar um auðlindir og náttúru Íslands. Nálgast má upplýsingar um vatnshæðarmælakerfi Vatnamælinga, rennslismælistaði og aðrar upplýsingar tengdar fall- og stöðuvötnum.  Einnig ýmis gögn tengdum jarðhita, s.s. jarðhitasvæði landsins, borholur og aldursskiptingu jarðlaga. Lesa meira

26.3.2004 : Jarðhitinn: Auðlind og náttúrugersemi

Meðal merkustu tækniframfara hér á landi á liðinni öld eru þau vaxandi tök sem náðst hafa á nýtingu jarðhitans sem leynst hefur djúpt í berglögum undir landinu án þess að menn grunaði hvílíkur auður væri þar fólginn. Á seinni helmingi tuttugustu aldar varð bylting í rannsóknum og nýtingu jarðvarma hér á landi og á hún verulegan þátt í þeim góðu lífskjörum sem þjóðin býr nú við. Lesa meira

25.3.2004 : Ársfundur Orkustofnunar 2004

Ársfundur Orkustofnunar, miðvikudaginn 24. mars, Grand Hótel Reykjavík við Sigtún Lesa meira

24.3.2004 : Ársskýrsla Orkustofnunar 2003 er komin út og er aðgengileg bæði prentuð og á rafrænu formi

Í ársskýrslunni má finna upplýsingar um reikninga og rekstur Orkustofnunar, ávarp orkumálastjóra, annál orkumála og yfirlit yfir starfsemi deilda stofnunarinnar síðastliðið ár. Lesa meira

22.3.2004 : Hægir á aukningu jarðvarmanotkunar en eykst þó um 50% til ársins 2030

Undanfarna áratugi hefur notkun jarðvarma aukist mikið hér á landi og er nú 87% húsa hituð með jarðvarma. Hlutur jarðvarma í húshitun heldur áfram að vaxa en mun hægar en áður. Samhliða fjölgun fólks og uppbyggingu atvinnulífs eykst notkunin og er spáð að hún aukist um 50% á þremur fyrstu áratugum aldarinnar eða um 1,4% á ári að jafnaði. Gert er ráð fyrir að notkun jarðvarma aukist til húshitunar, snjóbræðslu, í sundlaugum, iðnaði og  fiskeldi en dragist saman í ylrækt. Lesa meira

18.3.2004 : Auglýsing um styrki úr Orkusjóði 2004

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2004. Lesa meira

12.3.2004 : Laus störf

Orkustofnun auglýsir 3 störf laus til umsóknar. Lesa meira

10.3.2004 : Íslensk orkustefna

Föstudaginn 12. mars stendur Samorka fyrir málþingi um íslenska orkustefnu í sal Orkuveitu Reykjavíkur kl. 12:45 - 17:00. Á málþinginu verður m.a. fjallað um ramma að íslenskri orkustefnu, orkulindir og orkulindanýtingu og orkurannsóknaáætlun. Lesa meira

10.3.2004 : Undirbúningur að greinargerð um tilkall Íslendinga til hafsbotns umhverfis landið

Þann 8. mars skilaði Hafrannsóknastofnun niðurstöðum fjölgeisladýptarmælinga sem gerðar voru fyrir Orkustofnun árið 2003 vegna undirbúnings að greinargerð um tilkall Íslendinga til hafsbotns umhverfis landið. Lesa meira

10.3.2004 : Orka Íslands komin út á ensku undir titlinum Energy in Iceland

Á haustmánuðum kom út kynningarritið Orka Íslands: Upplýsingarit um orkumál. Eins og nafnið gefur til kynna er fjallað um orkumál landsins almennt, uppruna orkunnar, hve mikið er notað af henni o.s.frv.

Lesa meira

2.3.2004 : Málþing um fyrirkomulag eftirlits með flutningi og dreifingu raforku á Norðurlöndum

Samtök norrænna eftirlitsstofnana með verðlagningu í sérleyfisþáttum raforkugeiranum (FNER) hélt vinnufund hér á landi um nýliðna helgi. Orkustofnun fer með þetta hlutverk hérlendis og er aðili að þessum samtökum. Lesa meira

1.3.2004 : Hækkar raforkuverð um 20% eða meira?

Að beiðni iðnaðarráðherra hefur Orkustofnun metið hugsanlegar afleiðingar nýrra raforkulaga og tillagna nítjánmannanefndar á raforkuverð í landinu. Stofnunin telur að ekki sé tilefni til almennra hækkana á raforkuverði af þessum sökum. Þvert á móti er markmið skipulagsbreytinga af þessu tagi, sem gerðar hafa verið í ríkjum EES og víðar um heim, það að stuðla að samkeppni í þeim þáttum raforkugeirans þar sem það á við. Lesa meira