Fréttir


Fréttir: febrúar 2004

Fyrirsagnalisti

20.2.2004 : Vetrarflóð í kjölfar hlýinda

Nokkur flóð hafa orðið í vatnsföllum á vestanverðu landinu og í hálendisám, og náðu þau yfirleitt hámarki í gær, fimmtudaginn 19. febrúar, eða í nótt. Lesa meira

17.2.2004 : Húsþing um Svein Pálsson náttúrufræðing

Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 13:15 standa Hið íslenska bókmenntafélag, Jöklarannsóknafélag Íslands, Félag um átjándu aldar fræði og Jarðfræðafélag Íslands fyrir Húsþingi í Norræna húsinu um Svein Pálsson náttúrufræðing. Tilefnið er útkoma bókarinnar Icelandic Ice Mountains sem er Jöklarit Sveins á ensku.

Lesa meira

11.2.2004 : Orkustofnun aðili að samtökum Evrópskra eftirlitsstofnana fyrir orkumál

Þátttaka í starfi samtakanna mun auðvelda Orkustofnun aðgang að ýmiskonar upplýsingum um eftirlitsmál í löndum Evrópusambandsins og gefa henni tækifæri á að fylgjast með þróun eftirlitsmála strax á frumstigi.  Þátttakan mun einnig  auðvelda bein samskipti milli eftirlitsstofnana þurfi á því að halda. Lesa meira

10.2.2004 : Ritið Orkumál nr. 52 fyrir árið 1999 er komið út

Ritið Orkumál hefur að geyma tölulegar upplýsingar um íslensk orkumál. Það hefti sem er nú komið út er nr. 52  og sýnir tölur um raforkuvinnslu, raforkusölu, raforkuverð, flutningskerfi raforku, hitaveitur, eldsneyti og frumorku frá árinu 1999. Lesa meira