Fréttir


Fréttir: janúar 2004

Fyrirsagnalisti

29.1.2004 : Málþing um 1. áfanga rammaáætlunar

Markmiðið með málþinginu er að fá fram sjónarmið og ábendingar um niðurstöður 1. áfanga rammaáætlunar, vinnubrögð og aðferðir og notagildi. Þá er tilgangurinn einnig að líta til þess sem helst bera að hafa hliðsjón af við skipulag 2. áfanga rammaáætlunar. Lesa meira

23.1.2004 : Framvinduskýrsla raflínunefndar nr.  7

Þann 21. janúar kom út Framvinduskýrsla raflínunefndar nr. 7. sem tekur fyrir tímabilið frá janúar 1997 til júní 2003. Þennan dag var einnig haldinn lokafundur Raflínunefndar, sem starfað hefur frá 1972, er nefndin var skipuð af iðnaðarráðuneytinu.

Lesa meira

23.1.2004 : Rafmagn á Íslandi í 100 ár

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan fyrsta virkjunin hóf starfsemi sína í Hafnarfirði hefur verið opnuð heimasíðan Rafmagn á Íslandi 1904-2004. Þar er að finna ýmsan fróðleik um þróun rafvæðingarinnar á Ísland. Lesa meira

21.1.2004 : Fyrirlestrar frá kynningarfundi um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála

Glærur frá erindum sem haldin voru á kynningarfundi um styrki á vegum ESB á sviði orkumála eru nú komnar á vefinn á pdf sniði. Sjá nánar um fundinn í frétt frá 16. janúar. Lesa meira

20.1.2004 : Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Á fundi ríkisstjórnar þann 13. janúar sl. var samþykkt tillaga iðnaðarráðherra um að komið yrði á fót vettvangi um vistvænt eldsneyti sem hefði aðsetur á Orkustofnun. Lesa meira

16.1.2004 : Kynningarfundur um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála

Þriðjudaginn 20. janúar 2004, kl. 8:30-10:30 standa RANNÍS og Orkustofnun fyrir kynningarfundi um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Kynnt verður ný áætlun ESB sem ber heitið "Intelligent energy - Europe" og áætlun um Sjálfbær orkukerfi í 6. rannsóknaáætlun ESB. Lesa meira

6.1.2004 : Nýtt skipurit

Þann 30. desember staðfesti iðnaðarráðherra nýtt skipurit fyrir Orkustofnun sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Skipulagi stofnunarinnar var breytt með nýjum lögum þann 1. júlí 2003 og því var nauðsynlegt að setja henni nýtt skipurit.

Lesa meira