Fréttir


Fréttir: 2004

Fyrirsagnalisti

15.10.2004 : Ráðstefna um vistvænt eldsneyti 26. október 2004

Þann 26. október nk. mun Orkustofnun standa fyrir ráðstefnu um vistvænt eldsneyti.  Kynnt verða málefni um bætta nýtingu eldsneytis, framleiðslu gervieldsneytis, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, nýtingu úrgangs til eldsneytisframleiðslu og  hagkvæmnisþætti tengda breyttri eldsneytisnotkun.    Lesa meira

1.10.2004 : Náttúruvefsjá formlega opnuð á ráðstefnu Lísusamtakanna

Vefsjáin varð til upp úr samræmdum gagnagrunni um náttúru Íslands.  Tíu stofnanir og fyrirtæki hafa lagt fram vinnu og gögn í þetta verkefni, sem var styrkt af Rannís.

Lesa meira

1.10.2004 : Bæklingurinn Orkutölur kominn út

Í Orkutölum er m.a. að finna upplýsingar um frumorkunotkun, raforkuvinnslu og notkun eldsneytis. Bæklingurinn hefur einnig verið gefinn út á ensku. Lesa meira

29.9.2004 : Starfsmenn Orkustofnunar leika stórt hluterk á ráðstefnu Lísu-samtakanna, 30. september

Meðal þess sem er á dagskrá ráðstefnunnar er kynning á Gagnavefsjánni.

Lesa meira

27.9.2004 : Orkustofnun og Umhverfisstofnun á vísindadögum í París

Í tengslum við kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í París og víðar í Frakklandi í september og október 2004, verður haldin vísindasýning í safninu Palais de la découverte. Lesa meira

26.9.2004 : Alþjóðlegur fundur IPHE á sviði vetnis haldinn á Íslandi dagana 23. og 24. september

IPHE, International Partnership for the Hydrogen Economy, er samstarfsvettvangur 15 þjóða sem stofnað var til að frumkvæði Bandaríkjamanna í nóvember 2003. Lesa meira

24.9.2004 : Fyrirlestrar um jarðhita og jarðhitanýtinug 27.-30. sept.

Dr. Peter Seibt frá GTN - Geothermie Neubrandenburg í Þýskalandi, er gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þetta árið. Lesa meira

2.9.2004 : Mælingum lokið á hafsbotninum umhverfis Ísland

Nýlega lauk umfangsmiklum mælingum á hafsbotninum umhverfis Ísland til þess að komast að því hversu langt íslenska landgrunnið teygir sig út fyrir 200-sjómílna efnahagslögsöguna. Lesa meira

26.8.2004 : Orkuþing skóla

Dagana 25. nóvember til 5. desember 2004 verður haldið orkuþing skóla. Þingið verður haldið í Perlunni og verður öllum opið. Lesa meira

12.8.2004 : Vitnað í úreltar mæliniðurstöður Orkustofnunar

Um langt árabil hefur tíðkast að gögn og upplýsingar Vatnamælinga um vatnafar landsins séu endurskoðuð og yfirfarin eftir því sem mælingar verða ítarlegri og framfarir verða í mælitækni og aðferðum við túlkun á mæliniðurstöðum. Lesa meira

11.8.2004 : Orkustofnun tekur þátt í ráðstefnu Alþjóða orkuráðsins

Dagana 5.-9. september nk. heldur Alþjóða orkuráðið (World Energy Council, WEC) 19. alþjóðaráðstefnu sína í Sydney í Ástralíu. Lesa meira

10.8.2004 : Samkomulag um mat á verðmæti flutningsvirkja

Nefnd eigenda flutningsvirkja, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði þann 4. júní sl. í samræmi við ákvæði 1. mgr. XI. bráðabirgðaákvæðis raforkulaga nr. 65/2003, sbr. lög nr. 89/2004, hefur komist að samkomulagi um verðmæti flutningsvirkja, sem mynda flutningskerfi raforku. Lesa meira

10.8.2004 : Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Þann 15. júní sl tóku gildi breytingar á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar sem gefur fleiri aðilum kost á því að fá niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Lesa meira

23.7.2004 : Nýr deildarstjóri auðlindadeildar orkumálasviðs Orkustofnunar

Hákon Aðalsteinsson stundaði nám í vatnalíffræði og tengdum greinum við Háskólann í Uppsölum og lauk þaðan kandidatsprófi 1971 og doktorsprófi 1979. Lesa meira

22.7.2004 : Vatnshæð Kleifarvatns

Síðastliðið ár hefur vatnshæð Kleifarvatns haldist nokkuð stöðug í kringum 137 m.y.s. en sveiflast með veðurfari að venju, hækkað við úrkomu og lækkað í þurrkatíð. Lesa meira

9.7.2004 : Jarðhitaleitarátak á köldum svæðum

Samkvæmt 5. gr. nýsamþykktra laga um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunar verður ráðherra heimilt að ákveða að sérstakt jarðhitaleitarátak á köldum svæðum fái allt að 5% af árlegri fjárveitingu til niðurgreiðslu húshitunarkostnaði og nýrra hitaveitna. Lesa meira

30.6.2004 : Samstarfssamningur milli Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands um vinnu að gerð vindatlass fyrir Ísland

Unnið er að því í samvinnu Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands að kortleggja vindorku Íslands.  Á Veðurstofunni eru þegar til gögn sem verða notuð við verkefnið.  Lesa meira

30.6.2004 : Ráðstefna um byggilega hnetti

Ráðstefnan Bioastronomy 2004: Habitable Worlds verður haldin í Háskólabíói í Reykjavík12.-17. júlí en á þriðja hundrað vísindamenn frá um 30 löndum og af ýmsum fræðasviðum eru nú skráðir til þátttöku. Lesa meira

25.6.2004 : Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Kynning á vettvangi um vistvænt eldsneyti var haldin á Grand Hótel 29. júní 2004. Til vettvangsins var stofnað á ríkisstjórnarfundi þann 13. janúar síðastliðinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Orkustofnunar og ráðuneyta. Sérstakur stýrihópur ráðuneytanna kemur að vettvanginum. Lesa meira

18.6.2004 : Norrænir orkumálastjórar funda á Íslandi

Forstöðumenn systurstofnana Orkustofnunar á Norðurlöndum hafa undanfarin ár haft með sér samstarf og fundað einu sinni á ári. Dagana 15. og 16. júní var fundur þeirra haldinn í Skálholti í Biskupstungum.

Lesa meira

16.6.2004 : Gullmýrin í Vatnsmýrinni í Reykjavík

Flestir Reykvíkingar kannast við Vatnsmýrina en fáir vita hvar sá blettur er í Vatnsmýrinni sem var kölluð Gullmýrin. Lesa meira

14.6.2004 : Breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Orkustofnun hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Samkvæmt lögunum þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar.
Lesa meira

11.6.2004 : Orkumál á Vestur-Norðurlöndum

Dagana 9. og 10. júní var haldinn fundur í Reykjavík um orkumál á Vestur-Norðurlöndum, þ.e. á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Lesa meira

27.5.2004 : Orkustofnunarfólk á alþjóðlega ráðstefnu um endurnýjanlega orku

Ráðstefnan sem ber heitið International Conference for Renewable Energies verður haldin í Bonn dagana 1.-4. júní. Lesa meira

27.5.2004 : Starfsmenn Orkustofnunar sækja námskeið um stjórnsýslu- og upplýsingalög

Þann 26. maí var haldið stjórnsýslunámskeið fyrir starfsmenn Orkustofnunar.

Lesa meira

21.5.2004 : Sendiherra Filippseyja í heimsókn á Orkustofnun

Nýlega tók til starfa nýr sendiherra Filippseyja á Íslandi, með aðsetur í London. Herra Edgardo Espiritu afhenti trúnaðarbréf sitt forseta Íslands á Bessastöðum þann 18. maí sl.
Lesa meira

21.5.2004 : Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hefur sitt 26. starfsár

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var settur í 26. skipti mánudaginn 3. maí. Alls eru 18 nemendur í hefðbundnu 6 mánaða námi og koma þeir frá 8 þjóðlöndum. Lesa meira

30.4.2004 : Vatnavextir í Múlakvísl og gasútstreymi við Sólheimajökul

Dagana 14. til 20. apríl sl. varð nokkur aukning á rennsli Múlakvíslar samfara aukinni rafleiðni árvatnsins en rafleiðnin er notuð sem mælikvarði á efnastyrk þess. Rafleiðnin fór yfir sett viðmiðunarmörk, 250 míkróSiemens/cm, að morgni laugardagsins 17. apríl, samkvæmt sjálfvirkri vöktunarstöð Vatnamælinga Orkustofnunar en stöðin er á brúnni á þjóðvegi nr. 1. Lesa meira

26.3.2004 : Gagnavefsjá Orkustofnunar tekin í notkun

Gagnavefsjáin var smíðuð til að auðvelda almenningi aðgang að gögnum Orkustofnunar um auðlindir og náttúru Íslands. Nálgast má upplýsingar um vatnshæðarmælakerfi Vatnamælinga, rennslismælistaði og aðrar upplýsingar tengdar fall- og stöðuvötnum.  Einnig ýmis gögn tengdum jarðhita, s.s. jarðhitasvæði landsins, borholur og aldursskiptingu jarðlaga. Lesa meira

26.3.2004 : Jarðhitinn: Auðlind og náttúrugersemi

Meðal merkustu tækniframfara hér á landi á liðinni öld eru þau vaxandi tök sem náðst hafa á nýtingu jarðhitans sem leynst hefur djúpt í berglögum undir landinu án þess að menn grunaði hvílíkur auður væri þar fólginn. Á seinni helmingi tuttugustu aldar varð bylting í rannsóknum og nýtingu jarðvarma hér á landi og á hún verulegan þátt í þeim góðu lífskjörum sem þjóðin býr nú við. Lesa meira

25.3.2004 : Ársfundur Orkustofnunar 2004

Ársfundur Orkustofnunar, miðvikudaginn 24. mars, Grand Hótel Reykjavík við Sigtún Lesa meira

24.3.2004 : Ársskýrsla Orkustofnunar 2003 er komin út og er aðgengileg bæði prentuð og á rafrænu formi

Í ársskýrslunni má finna upplýsingar um reikninga og rekstur Orkustofnunar, ávarp orkumálastjóra, annál orkumála og yfirlit yfir starfsemi deilda stofnunarinnar síðastliðið ár. Lesa meira

22.3.2004 : Hægir á aukningu jarðvarmanotkunar en eykst þó um 50% til ársins 2030

Undanfarna áratugi hefur notkun jarðvarma aukist mikið hér á landi og er nú 87% húsa hituð með jarðvarma. Hlutur jarðvarma í húshitun heldur áfram að vaxa en mun hægar en áður. Samhliða fjölgun fólks og uppbyggingu atvinnulífs eykst notkunin og er spáð að hún aukist um 50% á þremur fyrstu áratugum aldarinnar eða um 1,4% á ári að jafnaði. Gert er ráð fyrir að notkun jarðvarma aukist til húshitunar, snjóbræðslu, í sundlaugum, iðnaði og  fiskeldi en dragist saman í ylrækt. Lesa meira

18.3.2004 : Auglýsing um styrki úr Orkusjóði 2004

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2004. Lesa meira

12.3.2004 : Laus störf

Orkustofnun auglýsir 3 störf laus til umsóknar. Lesa meira

10.3.2004 : Íslensk orkustefna

Föstudaginn 12. mars stendur Samorka fyrir málþingi um íslenska orkustefnu í sal Orkuveitu Reykjavíkur kl. 12:45 - 17:00. Á málþinginu verður m.a. fjallað um ramma að íslenskri orkustefnu, orkulindir og orkulindanýtingu og orkurannsóknaáætlun. Lesa meira

10.3.2004 : Undirbúningur að greinargerð um tilkall Íslendinga til hafsbotns umhverfis landið

Þann 8. mars skilaði Hafrannsóknastofnun niðurstöðum fjölgeisladýptarmælinga sem gerðar voru fyrir Orkustofnun árið 2003 vegna undirbúnings að greinargerð um tilkall Íslendinga til hafsbotns umhverfis landið. Lesa meira

10.3.2004 : Orka Íslands komin út á ensku undir titlinum Energy in Iceland

Á haustmánuðum kom út kynningarritið Orka Íslands: Upplýsingarit um orkumál. Eins og nafnið gefur til kynna er fjallað um orkumál landsins almennt, uppruna orkunnar, hve mikið er notað af henni o.s.frv.

Lesa meira

2.3.2004 : Málþing um fyrirkomulag eftirlits með flutningi og dreifingu raforku á Norðurlöndum

Samtök norrænna eftirlitsstofnana með verðlagningu í sérleyfisþáttum raforkugeiranum (FNER) hélt vinnufund hér á landi um nýliðna helgi. Orkustofnun fer með þetta hlutverk hérlendis og er aðili að þessum samtökum. Lesa meira

1.3.2004 : Hækkar raforkuverð um 20% eða meira?

Að beiðni iðnaðarráðherra hefur Orkustofnun metið hugsanlegar afleiðingar nýrra raforkulaga og tillagna nítjánmannanefndar á raforkuverð í landinu. Stofnunin telur að ekki sé tilefni til almennra hækkana á raforkuverði af þessum sökum. Þvert á móti er markmið skipulagsbreytinga af þessu tagi, sem gerðar hafa verið í ríkjum EES og víðar um heim, það að stuðla að samkeppni í þeim þáttum raforkugeirans þar sem það á við. Lesa meira

20.2.2004 : Vetrarflóð í kjölfar hlýinda

Nokkur flóð hafa orðið í vatnsföllum á vestanverðu landinu og í hálendisám, og náðu þau yfirleitt hámarki í gær, fimmtudaginn 19. febrúar, eða í nótt. Lesa meira

17.2.2004 : Húsþing um Svein Pálsson náttúrufræðing

Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 13:15 standa Hið íslenska bókmenntafélag, Jöklarannsóknafélag Íslands, Félag um átjándu aldar fræði og Jarðfræðafélag Íslands fyrir Húsþingi í Norræna húsinu um Svein Pálsson náttúrufræðing. Tilefnið er útkoma bókarinnar Icelandic Ice Mountains sem er Jöklarit Sveins á ensku.

Lesa meira

11.2.2004 : Orkustofnun aðili að samtökum Evrópskra eftirlitsstofnana fyrir orkumál

Þátttaka í starfi samtakanna mun auðvelda Orkustofnun aðgang að ýmiskonar upplýsingum um eftirlitsmál í löndum Evrópusambandsins og gefa henni tækifæri á að fylgjast með þróun eftirlitsmála strax á frumstigi.  Þátttakan mun einnig  auðvelda bein samskipti milli eftirlitsstofnana þurfi á því að halda. Lesa meira

10.2.2004 : Ritið Orkumál nr. 52 fyrir árið 1999 er komið út

Ritið Orkumál hefur að geyma tölulegar upplýsingar um íslensk orkumál. Það hefti sem er nú komið út er nr. 52  og sýnir tölur um raforkuvinnslu, raforkusölu, raforkuverð, flutningskerfi raforku, hitaveitur, eldsneyti og frumorku frá árinu 1999. Lesa meira

29.1.2004 : Málþing um 1. áfanga rammaáætlunar

Markmiðið með málþinginu er að fá fram sjónarmið og ábendingar um niðurstöður 1. áfanga rammaáætlunar, vinnubrögð og aðferðir og notagildi. Þá er tilgangurinn einnig að líta til þess sem helst bera að hafa hliðsjón af við skipulag 2. áfanga rammaáætlunar. Lesa meira

23.1.2004 : Framvinduskýrsla raflínunefndar nr.  7

Þann 21. janúar kom út Framvinduskýrsla raflínunefndar nr. 7. sem tekur fyrir tímabilið frá janúar 1997 til júní 2003. Þennan dag var einnig haldinn lokafundur Raflínunefndar, sem starfað hefur frá 1972, er nefndin var skipuð af iðnaðarráðuneytinu.

Lesa meira

23.1.2004 : Rafmagn á Íslandi í 100 ár

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan fyrsta virkjunin hóf starfsemi sína í Hafnarfirði hefur verið opnuð heimasíðan Rafmagn á Íslandi 1904-2004. Þar er að finna ýmsan fróðleik um þróun rafvæðingarinnar á Ísland. Lesa meira

21.1.2004 : Fyrirlestrar frá kynningarfundi um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála

Glærur frá erindum sem haldin voru á kynningarfundi um styrki á vegum ESB á sviði orkumála eru nú komnar á vefinn á pdf sniði. Sjá nánar um fundinn í frétt frá 16. janúar. Lesa meira

20.1.2004 : Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Á fundi ríkisstjórnar þann 13. janúar sl. var samþykkt tillaga iðnaðarráðherra um að komið yrði á fót vettvangi um vistvænt eldsneyti sem hefði aðsetur á Orkustofnun. Lesa meira

16.1.2004 : Kynningarfundur um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála

Þriðjudaginn 20. janúar 2004, kl. 8:30-10:30 standa RANNÍS og Orkustofnun fyrir kynningarfundi um styrki Evrópusambandsins á sviði orkumála. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Kynnt verður ný áætlun ESB sem ber heitið "Intelligent energy - Europe" og áætlun um Sjálfbær orkukerfi í 6. rannsóknaáætlun ESB. Lesa meira

6.1.2004 : Nýtt skipurit

Þann 30. desember staðfesti iðnaðarráðherra nýtt skipurit fyrir Orkustofnun sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Skipulagi stofnunarinnar var breytt með nýjum lögum þann 1. júlí 2003 og því var nauðsynlegt að setja henni nýtt skipurit.

Lesa meira