Bókasafn Orkustofnunar

Bókasafn Orkustofnunar er sérfræðisafn í orkumálum, auðlindanýtingu og jarðvísindum.

Stóran hluta efnisins er ekki að finna annars staðar og er því mikilvægur hluti af heildarsafnkosti landsins.

Safnkosturinn er yfir 20.000 titlar  og er skráður  í Gegni – http://www.gegnir.is/ , landskerfi bókasafna.   

Skýrslur Orkustofnunar og forvera hennar eru skráðar í Gegni og flestar aðgengilegar þar á rafrænu formi.  Nú eru allar aðgengilegar greinargerðir frá árunum 1979 - 2008 komnar í Gegni, með fullum texta.  Þá er allt útgefið efni Jarðhitaskólans aðgengilegt rafrænt með fullum texta.

Meðal annars efnis í safninu eru bækur, skýrslur ÍSOR, ráðstefnurit, doktorsritgerðir og skýrslur frá öðrum útgefendum.

Bókasafn Orkustofnunar hefur frá upphafi greitt sinn hlut í landsaðgangi að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á http://www.hvar.is/. Fjölmörg vísindatímarit á fagsviði stofnunarinnar eru í þessum landsaðgangi. Eldri árgangar sem ekki eru í landsaðgangi eru oft til á pappír í safninu.

Safnið þjónar fyrst og fremst starfsfólki og nemendum Orkustofnunar, Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Íslenskra orkurannsókna.  Safnið býður notendum aðgengi að ritum og upplýsingaþjónustu í tengslum við rannsóknir, nám og kennslu.

Safnið er einnig opið almenningi, þótt safnefni sé fyrst og fremst til afnota á staðnum. Þá er hægt að senda fyrirspurnir til safnsins.

Safnið er opið frá kl. 9 – 16 alla virka daga.

Póstfang safnins er:  bokasafn@os.is

Forstöðumaður bókasafns  :

Rósa S. Jónsdóttir – rosa.s.jonsdottir@os.is