• banner-os

Orkustofnun

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn  Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins  samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun. Auk þess er kveðið á um hlutverk stofnunarinnar í öðrum lögum.
  • Orkustofnun fer með stjórnsýslu í orkumálum og aflar þekkingar á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
  • Safnar gögnum og heldur gagnagrunn um nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
  • Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda og öðrum viðfangsefnum á sviði orkumála.
  • Vinnur að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar.
  • Er ríkisstjórn til ráðuneytis um orkumál og aðra auðlindanýtingu.
  • Fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu.
  • Annast stjórnsýslu sem stofnuninni er falin með lögum, svo sem auðlindalögum, vatnalögum, raforkulögum, lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og lögum um kolvetni.
  • Annast eftirlit með framkvæmd raforkulaga, sérstaklega sérleyfishluta þeirra, flutningi og dreifingu raforku, sem og framangreindum sérlögum á sviði auðlindamála.
  • Fer með umsýslu Orkusjóðs, jarðhitaleitarátaks, niðurgreiðslna vegna húshitunar og sér um vettvang um vistvænt eldsneyti sem og Orkusetur.

Orkumálastjóri er Halla Hrund Logadóttir


Bókasafn Orkustofnunar

Bókasafn Orkustofnunar er sérfræðisafn í orkumálum, auðlindanýtingu og jarðvísindum. Stóran hluta efnisins er ekki að finna annars staðar og safnið er því mikilvægur hluti af heildarsafnkosti landsins.

Gagnasöfn

Fjölbreytt stafræn gögn hafa orðið til í starfsemi Orkustofnunar í gegnum tíðina. Stór hluti þeirra er í Oracle gagnagrunni eða ArcInfo landupplýsingakerfi stofnunarinnar.

Leyfisveitingar

Síðan 1. ágúst 2008 hefur Orkustofnun farið með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, raforkulaga, og laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Kortasjár

Orkustofnun hefur staðið fyrir birtingu landrænna gagna í kortasjám á netinu. Stofnunin rekur tvær kortasjár, Landgrunnssjá  og Kortasjá Orkustofnunar og veitir með því aðgengi að upplýsingum um staðtengd gögn sem stofnunin sér um og varðveitir.

Jarðhitaskólinn

Jarðhitaskólinn var rekinn á Orkustofnun frá upphafi til ársins 2021.

Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita.

Niðurgreiðslur til húshitunarkostnaðar

Eigandi íbúðarhúsnæðis sem ekki hefur kost á fullri hitun með jarðvarma getur sótt um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar til Orkustofnunar sem metur á grundvelli umsóknar hvort skilyrði laga þessara fyrir niðurgreiðslum sbr. 4. grein séu uppfyllt.