Gagnayfirlit
Töluvert er til af gögnum um íslenska langrunnið s.s. úr hljóðendurvarpsmælingum. Ýmist hafa háskólastofnanir, ríkisstofnanir eða af einkafyrirtæki safnað þessum gögnum. Upplýsingar um gögnin er hægt að nálgast í Landgrunnsvefsjá Orkustofnunar (sjá einnig lista yfir helstu gagnasöfn hér að neðan).
Aðeins hefur verið borað í Jan Mayen‐hrygginn árið 1974 í tengslum við alþjóðlega djúpborunarverkefnið á hafsbotni, DSDP, en það var forveri ODP og IODP. Það tókst að bora fimm holur á Drekasvæðinu, en þær voru því miður ekki nægilega vel staðsettar með tilliti til þess að ná sýnum af elstu setlögum hryggjarinns. Því náðu þær ekki til þeirra jarðlaga sem að öllum líkindum skipta mestu varðandi olíu‐ og gasauðlindir.
Hér að neðan er listi yfir helstu gögn eru til fyrir íslenska landgrunnið, með eigendanda gagnanna gefinn upp fremst:
- Western Geophysical (nú: WesternGeco), 1978: landgrunnið norðan Íslands, 900 km, hljóðendurvarpsmælingar gerðar af Western Geophysical. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
- Norska Olíustofnunin, 1979: Jan Mayen hryggurinn innan Jan Mayen samkomulagssvæðisins. Hægt að panta gögnin frá norsku olíustofnuninni, 600 km, gögnum safnað af GECO sem sá einnig um úrvinnsluna.
- Norska Olíustofnunin og Orkustofnun, 1985: Jan Mayen hryggurinn, Jan Mayen samkomulagssvæðið og suðurhluti Jan Mayen hryggjarins, sameiginlegt eignarhald, 4000 km, gögnum safnað af GECO sem sá einnig um úrvinnsluna. Hægt er að fá gögnin afhent á "raw stack"- og "raw migrated"-formum frá Orkustofnun (thorarinn.sveinn.arnarson (hjá) os.is). Fyrirtækið Spectrum hefur endurunnið gögnin og hefur nýja og endurbætta útgáfu af þeim til sölu.
- Orkustofnun, 1985: Flateyjarsvæðið, landgrunnið úti fyrir Norðurlandi, 300 km, gögnum safnað af GECO sem sá einnig um úrvinnsluna.
- Norska Olíustofnunin og Orkustofnun, 1988: Jan Mayen hryggurinn, einkum innan Jan Mayen samkomulagssvæðisins og suðurhluti Jan Mayen hryggjarins, sameiginlegt eignarhald, 950 km, gögnum safnað af Háskólanum í Bergen, Orkustofnun annaðist úrvinnsluna. Hægt er að fá gögnin afhent á "raw stack"-, "raw migrated"-, "final stack"- og "final migrated"-formum frá Orkustofnun (thorarinn.sveinn.arnarson (hjá) os.is) að greiddum afgreiðslukostnaði. Fyrirtækið Spectrum hefur endurunnið gögnin og hefur nýja og endurbætta útgáfu af þeim til sölu.
- Orkustofnun og Jarðfræðistofnun Danmerkur (GEUS), 1987: Hatton-Rockall svæðið, sameiginlegt eignarhald, trúnaðargögn, 1800 km, safnað af Digital Exploration Ltd., Orkustofnun annaðist úrvinnsluna.
- Norska Olíustofnunin, Orkustofnun og Jarðfræðistofnun Færeyja, 2000: Síldarsmugan, sameiginlegt eignarhald, trúnaðargögn, 4100 km, Fugro-Geoteam safnaði gögnunum og annaðist úrvinnsluna á þeim.
- InSeis Terra (nú: Spectrum), 2001: Suðurhluti Jan Mayen hryggjarins, mælingar samkvæmt leitarleyfi, 2800 km, InSeis Terra safnaði gögnunum og Ensign Geophysics annaðist úrvinnsluna. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Trúnaðartímabili upprunalegu úrvinnslunnar á þessum gögnum lauk um áramótin 2011-2012. Því hefur Orkustofnun gert gögnin opinber og hægt að nálgast þau með því að hafa samband við Þórarinn Sv. Arnarson (thorarinn.s.arnarson (hjá) os.is).
- TGS-NOPEC, 2002: Suðurhluti Jan Mayen hryggjarins og landgrunnið austur af landinu, mælingar samkvæmt leitarleyfi, 800 km, TGS-NOPEC safnaði og annaðist úrvinnsluna á gögnunum. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Trúnaðartímabili upprunalegu úrvinnslunnar á þessum gögnum lauk um áramótin 2012-2013. Því hefur Orkustofnun gert gögnin opinber og hægt að nálgast þau með því að hafa samband við Þórarinn Sv. Arnarson (thorarinn.s.arnarson (hjá) os.is).
- Wavefield Inseis (nú: Spectrum), 2008: Suðurhluti Jan Mayen hryggjarins, mælingar samkvæmi leitarleyfi, 900 km, gögnum safnað af Wavefield Inseis, Geotrace annaðist úrvinnsluna. Gögnin nú í eigu Spectrum. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
- Norska Olíustofnunin og Háskólinn í Bergen, 2011: Söfnun á bergsýnum með fjarstýrðum kafbáti á Jan Mayen hrygg. Nánari upplýsingar í glærum um leiðangurinn frá Vetrarfundi norænna jarfræðinga, Reykjavík, 9.-12. janúar 2012.
- TGS-NOPEC og VBPR, 2011: Yfirborðssetsýni á Drekasvæðinu haustið 2011. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
- Norska jarðfræðistofnunin, 2011-2012: JAS-11 flugsegulmælingar austur og norðaustur af Íslandi haustið 2011. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
- CGG NPA, 2012: Greining á ratsjármyndum frá gervihnöttum þar sem greinist töluverður fjöldi olíuflekkja, einhverjir þeirra gætu verið af völdum náttúrulegs olíuleka af hafsbotni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
- Norska Olíustofnunin og Háskólinn í Bergen, 2012: Söfnun á bergsýnum með fjarstýrðum kafbáti útbúnum með keðjusög á Jan Mayen hrygg. Nánari upplýsingar í fréttatilkynningu Olíustofnunarinnar um leiðangurinn og sýnishorn af myndböndum úr kafbátnum.
- Norska Olíustofnunin, 2011 og 2012: Endurkastsmælingaleiðangrar NPD-JM-2011 og NPD1202, 3065 km og 9508 km að lengd, á Jan Mayen hrygg, að hluta til innan íslensku lögsögunnar. Mælingar framkvæmdar af PGS með 'Geostreamer'-tækni. Nánari upplýsingar á heimasíðu Olíustofnunarinnar.
- CNOOC International, 2015: Endurkastsmælingaleiðangur JMR15, 2646 km að lengd, á sérleyfissvæði CNOOC International, Eykon Energy og Petoro Iceland. Mælingar framkvæmdar af CGG með Broadseis tækni. Gögnin eru í eigu CNOOC.
- Seabird Exploration, 2016: Endurkastsmælingaleiðangur SBX16, 1004 km að lengd, á sérleyfissvæði Ithaca Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland. Mælingar framkvæmdar af Seabird Exploration. Gögnin eru í eigu Seabird Exploration og eru nánari upplýsingar um þau að finna hér.