Drekasvæði - umhverfismat áætlunar

Kort sem sýnir fjarlægð frá landi

Umhverfismat áætlunar hefur verið unnið fyrir Drekasvæðið norðanvert. Skýrsla um olíuleit á Drekasvæðinu var gefin út af iðnaðarráðuneyti árið 2007. Skýrslan og ítarefni sem fylgja henni eru aðgengileg neðst á þessari síðu. Nokkrar umsagnir bárust um skýrsluna, en þeim var svarað með greinargerð sem var gefin út í janúar 2009. Með norðanverðu Drekasvæði er vísað til þess hafsvæðis í íslensku efnahagslögsögunni er liggur austan við 11,5°V og norðan við 67°N og afmarkast til austurs og norðurs af 200 mílna efnahagslögsögu landsins.

Skýrslan var unnin í nánu samráði milli átta ráðuneyta og allmargra opinberra stofnana á grundvelli tveggja samþykkta ríkisstjórnarinnar frá 2005 og 2006. Farið var yfir lagaramma, umhverfis-, vinnuverndar-, öryggis- og hollustumál, auk þess sem unnið var auðlindamat á grundvelli núverandi þekkingar. Gerðar voru úttektir á jarðfræði, lífríki og veðurfari á Drekasvæðinu og unnið umhverfismat vegna áætlunarinnar í samræmi við lög um umhverfismat áætlana. Einnig var lagt mat á hvaða gögn skorti helst og gerðar tillögur um úrbætur. Helstu niðurstöðurnar úr þessu starfi er að finna í skýrslu þessari, auk
þess sem vísað er til ítarefnis með nánari upplýsingum.

Í skýrslunni er lagt mat á áhrif áætlunarinnar á umhverfið í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Mikilvægt er að hafa í huga að umhverfismat áætlunar er ekki ætlað að vera jafn ítarlegt og það mat sem krafist er vegna einstakra framkvæmda vegna leitar, rannsókna og vinnslu olíu verði áætlunin samþykkt. Rannsóknar- og vinnsluboranir eru til að mynda
matskyldar framkvæmdir og kalla á mat á umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda í samræmi við lög nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

Olíuskýrsla og fylgiskjöl

Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Tillaga að áætlun og drög að umhverfisskýrslu vegna útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn

(pfd-skjal).

Samantekt á helstu atriðum skýrslunnar (pdf-skjal).

Undirbúningur fyrir veitingu leyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis (pdf-skjal). Orkustofnun / Skýrsla unnin fyrir samráðsnefnd um landgrunns- og olíuleitarmál, 2006.

Preparations for awarding licenses for exploration and production of hydrocarbons. Basic premises, possible development paths and scenarios

 (pdf-skjal). (Undirbúningur olíuleitar. Grunnforsendur, hugsanleg þróun og sviðsmyndir.) Skýrsla unnin fyrir iðnaðarráðuneytið af Sagex AS, 2006.

Yfirlit um lög og reglugerðir sem tengjast leit, rannsóknum og vinnslu olíu (pdf-skjal). Greinargerð frá ráðuneytum sem tengjast olíuleitarverkefninu.

Yfirlit um jarðfræði Jan Mayen-svæðisins og hugsanlegar kolvetnislindir (pdf-skjal). Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) / Bjarni Richter og Steinar Þór Guðlaugsson, 2007

Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) (pdf-skjal). Veðurstofa Íslands / Ásdís Auðunsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Trausti Jónsson, 2007.

Öldufar við olíuleit á Drekasvæðinu (pdf-skjal). Siglingastofnun / Gísli Viggósson, Ingunn Erna Jónsdóttir og Eysteinn Már Sigurðsson, 2007.

Sjór, lífríki og fiskistofnar á olíuleitarsvæðinu við Jan Mayen (pdf-skjal). Hafrannsóknastofnunin / ritstjóri Karl Gunnarsson, 2007

Fuglalíf á fyrirhuguðum olíuleitarsvæðum á Jan Mayen-hryggnum

(pdf-skjal). Náttúrufræðistofnun Íslands / Ævar Petersen, 2007.

Greinargerð um áhrif leitar, rannsókna og vinnslu olíu á starfsemi Landhelgisgæslunnar (pdf-skjal). Dagmar Sigurðardóttir, 2007.