Opnun Norður-Atlantshafsins

Kort sem sýnir jarðfræði svæðisins

Olíusvæðin beggja vegna Atlantshafsins lágu þétt saman fyrir um 55 miljónum ára en hafa síðan verið að færast sundur vegna landreksins sem skapaði Norðaustur Atlantshafið og Ísland. Þáttur í þessari þróun var að Jan Mayen-hryggur klofnaði frá landgrunni Noregs og Grænlands og einangraðist í miðju úthafinu umlukið nýjum hafsbotni samhliða því sem Ísland varð smám saman til.

Myndaröðin sýnir opnunarsögu svæðisins

  1. Fyrir um 54 m.ára, myndaðist rekhryggurinn austanmegin við Jan Mayen‐flekann eins og við þekkjum hann (mynd efst, vinstramegin, 54 m. ár). Grænland og Noregur fara að reka hvort  frá  öðru  og  fylgir  Jan  Mayen‐flekinn  með  Grænlandi.  Þessi  rekás  er  nú kallaður Ægishryggur. 
  2. Rekið hélt áfram á þessum nótum þar til fyrir um 44 m. ára en þá fór nýr rekás að brjóta sér leið norður, vestan við Ægishrygginn (mynd neðst, vinstramegin, 44 M. ár). Sá rekhryggur klauf  Jan  Mayen‐flekann  frá  meginlandi  Grænlands  og  kallast  hann  Kolbeinseyjarhryggur. Ægishryggurinn og Kolbeinseyjarhryggurinn voru báðir virkir samhliða í um 18 m.ár.  
  3. Kolbeinseyjarhryggurinn  var  í  fyrstu  virkari  á  syðri  hlutanum  og  færðist  virknin norður með tímanum. Að sama skapi minnkaði virkni Ægishryggjarins frá suðri til norðurs (mynd efst, hægramegin, 26 M. ár). Það varð til þess að Jan Mayen‐hryggurinn, sem lá þar á  milli,  snérist  nokkuð  rangsælis  á  þessu  tímabili.  Að  lokum,  fyrir  um  26  milljón árum, dó eldvirknin út á Ægishrygg og allt rekið færðist yfir á Kolbeinseyjarhrygg.
  4. Frá  þeim  tíma  gliðnaði  jafnt  á  öllum  rekhryggnum  og  Jan  Mayen‐hryggurinn færðist  jafnt  og  þétt  frá  Grænlandi.  Ísland  byrjaði  að  myndast  á  þessu  tímabili (mynd neðst, hægramegin, nútími).