Myndunarsaga

Endursköpun sögu Jan Mayen-hryggjarins ("backstripping")

Myndunarsaga Jan MayenEndursköpun sögu Jan Mayen-hryggjarins ("backstripping")

Fyrir  57m.  ára  gætir reks  á  Ægishrygg.  Hraunlög  leggjast  yfir  eldri  jarðlög  á  svæðinu.  Fyrir  um  45–50 m.ára leggst set yfir hraunlögin og áhrifa frá Kolbeinseyjarhrygg fer að gæta. Strekkist á jarðskorpu og hún byrjar að brotna. Fyrir um 26–30 m. árum var Kolbeinseyjarhryggur farinn að teygjast til norðurs og gliðnun jarðskorpunar á undan honum fer að hafa áhrif á Jan Mayen‐hrygginn. Ægishryggur er að sama skapi farinn að deyja út. Hafsbotninn vestan  Jan  Mayen  brotnar  upp  og  hryggurinn  lyftist  upp  fyrir  sjávarmál.  Mikið  rof verður  og  setið  leggst  yfir  snaraðar  misgengisblokkir.  Á  tímabilinu  frá  um  21  milljón
ára og fram á nútíma rekur Jan Mayen‐hrygginn frá Kolbeinseyjarhrygg, hann kólnar og sígur aftur í sæ. Setmyndun í tiltölulega rólegu umhverfi og  stöku innskot (syllur) myndast á fyrri hluta tímabilsins. Nánari lýsingu myndunar og jarðhniks svæðisins má lesa (á ensku) í Gunnarsson, Sand og Guðlaugsson (1989).