Olíumöguleikar á Drekasvæðinu

Yfirlitskort af olíuleitarsvæði

Lengi hefur verið vitað um olíumöguleika á Drekasvæðinu, m.a. vegna jarðfræðilegs skyldleika svæðisins við setlagatrog á Austur-Grænlandi, landgrunn Vestur-Noregs og landgrunn Færeyja og Hjaltlands. Vitað er að olía hefur myndast á Austur-Grænlandi og á hinum svæðunum hefur hún þegar fundist í vinnanlegu magni.

Yfirlit um jarðfræði Jan Mayen-svæðisins og stöðu þekkingar á olíumöguleikum þar er að finna í skýrslu eftir Bjarna Richter og Steinar Þór Guðlaugsson frá 2007.