Ráðstefnur

Þátttaka í ráðstefnum og sýningum er mikilvægur þáttur við kynningu á olíuleit á íslenska landgrunninu. Af og til skipuleggur og heldur Orkustofnun ráðstefnur um olíuleit við Ísland. Slíkar ráðstefnur eru jafnan skipulagðar í kringum opnun útoboða á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis. Sem dæmi hélt Orkustofnun fyrstu ráðstefnu um olíuleit við Ísland árið 2008. Ráðstefnan heppnaðist vel og tóku 130 manns þátt í henni, þ. á m. 50 erlendir gestir og fulltrúar 16 olíufélaga. Orkustofnun rekur bása á ýmsum sýningum erlendis og halda fulltrúar stofnunarinnar erindi á völdum sýningum og ráðstefnum.