Sérleyfi
Orkustofnun gaf út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu þann 4. janúar 2013 og þriðja leyfið þann 22. janúar 2014. Umsóknir um leyfin bárust í öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu. Petoro Iceland AS, útibú á Íslandi, var leyfishafi í öllum leyfunum fyrir hönd norska ríkisins, samkvæmt ákvörðun norska stórþingsins frá 18. desember 2012, til samræmis við samning milli Íslands og Noregs frá 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen og bókun við áðurnefndan samning frá nóvember 2008. Sérleyfi Faroe Petroleum var gefið eftir af leyfishöfum í janúar 2015. Sérleyfi Ithaca Petroleum var gefið eftir í janúar 2017.
Rannsóknaáætlanir sérleyfanna voru áfangaskiptar og á ákveðnum tímapunktum þurftu leyfishafar að taka ákvörðun um að hvort ætti að gefa leyfið eftir eða skuldbinda sig til að takast á við verkefni næsta áfanga áætlunarinnar. Öll sérleyfin þrjú voru gefin eftir að loknum fyrsta áfanga rannsóknaáætlananna.
Leyfi úr gildi
CNOOC International Ltd (rekstraraðili) 60 %
Eykon Energy ehf. 15 %
Petoro Iceland AS. 25 %
-
Ithaca Petroleum ehf. [áður Valiant Petroleum ehf.] (rekstraraðili) 56,25 %
Kolvetni ehf. 18,75 %
Petoro Iceland AS. 25 %
- Sérleyfi nr. 2013/01
Faroe Petroleum Norge AS (rekstraraðili) 67,5 %
Íslensks Kolvetnis ehf. 7,5 %
Petoro Iceland AS. 25 %