Sérleyfi

Orkustofnun gaf út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu þann 4. janúar 2013 og þriðja leyfið þann 22. janúar 2014. Umsóknir um leyfin bárust í öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu. Petoro Iceland AS, útibú á Íslandi, var leyfishafi í öllum leyfunum fyrir hönd norska ríkisins, samkvæmt ákvörðun norska stórþingsins frá 18. desember 2012, til samræmis við samning milli Íslands og Noregs frá 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen og bókun við áðurnefndan samning frá nóvember 2008. Sérleyfi Faroe Petroleum var gefið eftir af leyfishöfum í janúar 2015. Sérleyfi Ithaca Petroleum var gefið eftir í janúar 2017.

Rannsóknaáætlanir sérleyfanna eru áfangaskiptar og á ákveðnum tímapunktum þurfa leyfishafar að taka ákvörðun um að hvort á að gefa leyfið eftir eða skuldbinda sig til að takast á við verkefni næsta áfanga áætlunarinnar. Sem dæmi þá gaf Faroe Petroleum leyfið sitt eftir í janúar 2015 þar sem félagið komst að því að jarðfræði leyfissvæðisins þeirra væri þess eðlis að of áhættusamt væri að skuldbinda sig til næsta áfanga. Við lok rannsóknatímabils, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fyrir rannsóknum á leyfishafi forgangsrétt á framlengingu leyfisins til vinnslu kolvetnis í allt að 30 ár. Sjá mynd hér að neðan.


Leyfi í gildi


             CNOOC International Ltd (rekstraraðili) 60 %

             Eykon Energy ehf. 15 %

             Petoro Iceland AS. 25 %

Leyfi úr gildi

  • Sérleyfi nr. 2013/02

              Ithaca Petroleum ehf. [áður Valiant Petroleum ehf.] (rekstraraðili) 56,25 %

              Kolvetni ehf. 18,75 %

              Petoro Iceland AS. 25 %


  • Sérleyfi nr. 2013/01

             Faroe Petroleum Norge AS (rekstraraðili) 67,5 %

             Íslensks Kolvetnis ehf. 7,5 %

             Petoro Iceland AS.  25 %