Leitarleyfi - umsóknarleiðbeiningar
Í umsókn um leitarleyfi skal eftirfarandi koma skýrt fram:
- Nafn umsækjanda eða umsækjenda, ef þeir eru fleiri saman, heimilisfang. Ef um lögaðila er að ræða þurfa opinber skráningargögn að fylgja umsókn.
- Staðarmörk svæðis sem sótt er um.
- Tilgangur með öflun leyfis, þ. á m. eðli og markmið rannsókna.
- Ítarleg útskýring á fyrirhugaðri starfsemi umsækjenda, þ. á m. eðli og markmið rannsókna, m.a. rannsóknaraðferð, þ. á m. nafn, stærð, tegund og gerð skipa og lýsingu á rannsóknartækjum.
- Staðfesting á því að umsóknargjald, sbr. 30. gr. laga 13/2001 , hafi verið greitt.
Umsókn um leyfi skal berast Orkustofnun á íslensku eða ensku.