Leitarleyfi - umsóknarleiðbeiningar

Í umsókn um leitarleyfi skal eftirfarandi koma skýrt fram:

  1. Nafn umsækjanda eða umsækjenda, ef þeir eru fleiri saman, heimilisfang. Ef um lögaðila er    að ræða þurfa opinber skráningargögn að fylgja umsókn.
  2. Staðarmörk svæðis sem sótt er um.
  3. Tilgangur með öflun leyfis, þ. á m. eðli og markmið rannsókna.
  4. Ítarleg útskýring á fyrirhugaðri starfsemi umsækjenda, þ. á m. eðli og markmið rannsókna,     m.a. rannsóknaraðferð, þ. á m. nafn, stærð, tegund og gerð skipa og lýsingu á rannsóknartækjum.
  5. Staðfesting á því að umsóknargjald, sbr. 30. gr. laga 13/2001 , hafi verið greitt.
Orkustofnun getur óskað frekari upplýsinga en um getur í 1. mgr.

Umsókn um leyfi skal berast Orkustofnun á íslensku eða ensku.